Man Utd horfir til Leeds í leit að miðjumanni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2021 17:31 Færir Phillips sig yfir í rautt á komandi misserum? Stu Forster/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur augastað á Kalvin Phillips, miðjumanni Leeds United, samkvæmt nýjasta slúðri Bretlandseyja. Ole Gunnar Solskjær hefur horft til Lundúna í dágóða stund í þeirri von um að Declan Rice gæti verið maðurinn til að leysa miðjuvandræði Man United. West Ham United hefur hins vegar engan áhuga á að selja hinn 22 ára gamla Rice og virðist sem áhugi Solskjær hafi dvínað töluvert undanfarnar vikur. Solskjær horfir nú til mannsins sem stóð vaktina með Rice á miðri miðju enska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar. Um er að ræða hinn 25 ára gamla Kalvin Phillips sem leikur með Leeds United. Kalvin Phillips to Manchester United? Manchester United have reportedly turned their attention to signing the Leeds United man after abandoning their interest in his England teammate.More #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 28, 2021 Leeds United hefur sett 60 milljón punda verðmiða á þennan hárprúða leikmann sem er þó töluvert minna en 100 milljónirnar sem West Ham vill fá fyrir Rice. Hvort eitthvað meira komi úr áhuga Man Utd á leikmanninum er óvíst. Það er hins vegar ljóst að Phillips þyrfti að hóa fjölskylduna saman og útskýra mál sitt ef hann ákveður að færa sig um set. Það hefur andað köldu milli Man Utd og Leeds í fleiri ár og samkvæmt miðlum ytra ku fjölskylda leikmannsins hafa óbeit á öllu sem rautt er og kemur frá Manchester-borg. Þegar sex umferðir eru búnar af ensku úrvalsdeildinni er Manchester United í 4. sæti með 13 stig á meðan Leeds United er í 18. sæti með þrjú stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær hefur horft til Lundúna í dágóða stund í þeirri von um að Declan Rice gæti verið maðurinn til að leysa miðjuvandræði Man United. West Ham United hefur hins vegar engan áhuga á að selja hinn 22 ára gamla Rice og virðist sem áhugi Solskjær hafi dvínað töluvert undanfarnar vikur. Solskjær horfir nú til mannsins sem stóð vaktina með Rice á miðri miðju enska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar. Um er að ræða hinn 25 ára gamla Kalvin Phillips sem leikur með Leeds United. Kalvin Phillips to Manchester United? Manchester United have reportedly turned their attention to signing the Leeds United man after abandoning their interest in his England teammate.More #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 28, 2021 Leeds United hefur sett 60 milljón punda verðmiða á þennan hárprúða leikmann sem er þó töluvert minna en 100 milljónirnar sem West Ham vill fá fyrir Rice. Hvort eitthvað meira komi úr áhuga Man Utd á leikmanninum er óvíst. Það er hins vegar ljóst að Phillips þyrfti að hóa fjölskylduna saman og útskýra mál sitt ef hann ákveður að færa sig um set. Það hefur andað köldu milli Man Utd og Leeds í fleiri ár og samkvæmt miðlum ytra ku fjölskylda leikmannsins hafa óbeit á öllu sem rautt er og kemur frá Manchester-borg. Þegar sex umferðir eru búnar af ensku úrvalsdeildinni er Manchester United í 4. sæti með 13 stig á meðan Leeds United er í 18. sæti með þrjú stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira