Klopp segir að Brentford séu bestu nýliðar deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. september 2021 19:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði Brentford eftir að liðin skildu jöfn í dag. EPA-EFE/PETER POWEL Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega svekktur með 3-3 jafntefli sinna manna gegn nýliðum Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann segir að sínir menn hafi getað skorað allt að sex mörk í í dag, og að Brentford sé sterkasta liðið af þeim þrem sem kom upp úr B-deildinni fyrir tímabilið. „Við gerðum okkar. Við spiluðum mjög góðan fótbolta og sköpuðum frábær færi,“ sagði Klopp eftir leikinn. „Við skoruðum þrjú, en hefðum getað skorað fjögur, fimm eða sex. En þeir áttu skilið sín þrjú mörk og hefðu getað skorað fjögur. Þeir gerðu mjög vel og þess vegna áttu þeir þessi úrslit skilin.“ „Andrúmsloftið var magnað og þeir börðust eins og ljón. Við börðumst líka, en við verðum að vera tilbúnir í alvöru baráttu. Við vorum það, en við töpuðum of mörgum skallabaráttum og það hægði á okkar leik.“ Klopp hrósaði síðan sínum mönnum og sagði að liðsheildin og spilamennska liðsins hafi verið mjög góð. „Að sjá hvernig strákarnir spiluðu saman í dag, mér líkaði það. Við spiluðum góðan leik og strákunum finnst ekki eins og við þurfum að hafa yfirburði í öllum stöðum. Við börðumst vel og við þurftum að gera það. Þegar við vorum með boltann var ég mjög ánægður með frammistöðuna. Þegar boltinn var í loftinu, ekki jafn mikið.“ Klopp var síðan spurður að því hvort honum þætti Brentford bestu nýliðar deildarinnar. „Já, og af nokkrum mismunandi ástæðum. Þeir eru virkilega góðir. Markvörðurinn hefði getað spilað í treyju númer tíu. Hann átti nokkrar frábærar sendingar, en það var það rétta í stöðunni á móti okkur,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Nýliðarnir tóku stig gegn Liverpool í sex marka leik Brentford tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik sem bauð upp á sex mörk. Lokatölur 3-3, og nýliðarnir hafa því enn aðeins tapað einum leik í deildinni. 25. september 2021 18:27 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Fleiri fréttir Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
„Við gerðum okkar. Við spiluðum mjög góðan fótbolta og sköpuðum frábær færi,“ sagði Klopp eftir leikinn. „Við skoruðum þrjú, en hefðum getað skorað fjögur, fimm eða sex. En þeir áttu skilið sín þrjú mörk og hefðu getað skorað fjögur. Þeir gerðu mjög vel og þess vegna áttu þeir þessi úrslit skilin.“ „Andrúmsloftið var magnað og þeir börðust eins og ljón. Við börðumst líka, en við verðum að vera tilbúnir í alvöru baráttu. Við vorum það, en við töpuðum of mörgum skallabaráttum og það hægði á okkar leik.“ Klopp hrósaði síðan sínum mönnum og sagði að liðsheildin og spilamennska liðsins hafi verið mjög góð. „Að sjá hvernig strákarnir spiluðu saman í dag, mér líkaði það. Við spiluðum góðan leik og strákunum finnst ekki eins og við þurfum að hafa yfirburði í öllum stöðum. Við börðumst vel og við þurftum að gera það. Þegar við vorum með boltann var ég mjög ánægður með frammistöðuna. Þegar boltinn var í loftinu, ekki jafn mikið.“ Klopp var síðan spurður að því hvort honum þætti Brentford bestu nýliðar deildarinnar. „Já, og af nokkrum mismunandi ástæðum. Þeir eru virkilega góðir. Markvörðurinn hefði getað spilað í treyju númer tíu. Hann átti nokkrar frábærar sendingar, en það var það rétta í stöðunni á móti okkur,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Nýliðarnir tóku stig gegn Liverpool í sex marka leik Brentford tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik sem bauð upp á sex mörk. Lokatölur 3-3, og nýliðarnir hafa því enn aðeins tapað einum leik í deildinni. 25. september 2021 18:27 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Fleiri fréttir Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Nýliðarnir tóku stig gegn Liverpool í sex marka leik Brentford tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik sem bauð upp á sex mörk. Lokatölur 3-3, og nýliðarnir hafa því enn aðeins tapað einum leik í deildinni. 25. september 2021 18:27