Svandís fílar sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar 24. september 2021 18:16 Á mínum fyrsta starfsdegi, þann 16. maí 2018, sem formaður Sjúkraliðafélags Íslands átti ég fund með Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Umræðuefnið var mönnun í heilbrigðiskerfinu og áherslur stéttarinnar um að fjölga sjúkraliðum. Ég sá það strax að Svandís fílar sjúkraliða. Með athygli hlustaði hún á áherslur forystu félagsins þegar bent var um mögulegar leiðir til að fjölga sjúkraliðum. Mönnunavandinn hefur lengi verið eitt af vandamálum heilbrigðiskerfisins. Í dag skortir sjúkraliða, og sá skortur mun verða enn átakanlegri á næstu árum, þegar verkefni stéttarinnar við hjúkrun og umönnun aldraðra munu halda áfram að vaxa. Þjóðin er að eldast, og allir gera sér ljóst, að það verður sjúkraliðastéttin sem fyrst og fremst mun sjá um hjúkrun aldraðra í framtíðinni. Við erum hin vaxandi hjúkrunarstétt, sem munum bera uppi heimahjúkrun, hjúkrunarheimili og sjá um nærhjúkrun á sjúkrahúsum landsins. Sjúkraliðar í fagráðin Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að sjúkraliðar eigi að fá tækifæri til jafns við aðrar hjúkrunarstéttir til að móta hjúkrunarstefnu á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Forysta félagsins ræddi við heilbrigðisráðherra og beitti sér fyrir því að tekin yrði upp fagráð heilbrigðisstofnana með aðild allra fagstétta. Það var því mikið fagnaðarefni fyrir sjúkraliða þegar Alþingi samþykkti að ný fagráð yrðu tekin upp. Með þessu breytta skipulagi geta sjúkraliðar loksins átt aðkomu að samtali og samráði við stjórnendur stofnana, og þar með haft áhrif á stefnumótandi ákvarðanir um heilbrigðisþjónustuna. Tilfærsla starfa Eitt af mínum fyrstu verkum sem formaður var að leggja til við heilbrigðisráðherra að stofnaður yrðir samráðsvettvangur hjúkrunarstétta til að ræða sérstaklega mönnun í heilbrigðiskerfinu. Á heilbrigðisþingi 2020 var ákveðið að stofna sérstakt landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu. Það var sjúkraliðum mikið fagnaðarefni þegar landsráð var svo skipað, og falið það hlutverk að fjalla um verkaskiptingu heilbrigðisstétta, með áherslu á fela sjúkraliðum aukin verkefni og nýta þannig betur færni þeirra í verkefnum heilbrigðisþjónustunnar. Með þessum áherslum ráðherra leikur engin vafi á að með tilfærslu starfa munu sjúkraliðar finna betur til sín, og sömuleiðis mun um leið losna um verkefni annarra heilbrigðisstarfsmanna sem geta tekið að sér enn sérhæfðari störf sem líka þarf að manna. Fagnám til diplómaprófs Sjúkraliðar nutu jafnframt mikils skilnings og stuðnings heilbrigðisráðherra sem og menntamálaráðherra þegar forysta félagsins beitti sér fyrir nýrri námsleið á fagháskólastigi fyrir sjúkraliða. Á endanum samþykkti ríkisstjórnin að fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða yrði við Háskólann á Akureyri haustið 2021. Sjúkraliðar glöddust því þegar ný námsleið, fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða, fór af stað núna á þessu haustmisseri. Mikil ásókn var í námið en 86 umsóknir bárust um 20 námspláss. Næsta haust, og svo á ári hverju, munu fleiri nemendur bætast í hópinn. Með þessari nýju námsleið mun færni sjúkraliða styrkjast enn frekar til að takast á við viðameiri viðfangsefni og ábyrgð í störfum sínum. Alvöru verkefni í höfn Forysta Sjúkraliðafélagsins hefur átt einstaklega gott og farsælt samstarf við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, sem sömuleiðis hefur verið árangursríkt. Samvinnan hefur skilað alvöru verkefnum í höfn og fyrir það á heilbrigðisráðherra á þakkir skildar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Sjá meira
Á mínum fyrsta starfsdegi, þann 16. maí 2018, sem formaður Sjúkraliðafélags Íslands átti ég fund með Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Umræðuefnið var mönnun í heilbrigðiskerfinu og áherslur stéttarinnar um að fjölga sjúkraliðum. Ég sá það strax að Svandís fílar sjúkraliða. Með athygli hlustaði hún á áherslur forystu félagsins þegar bent var um mögulegar leiðir til að fjölga sjúkraliðum. Mönnunavandinn hefur lengi verið eitt af vandamálum heilbrigðiskerfisins. Í dag skortir sjúkraliða, og sá skortur mun verða enn átakanlegri á næstu árum, þegar verkefni stéttarinnar við hjúkrun og umönnun aldraðra munu halda áfram að vaxa. Þjóðin er að eldast, og allir gera sér ljóst, að það verður sjúkraliðastéttin sem fyrst og fremst mun sjá um hjúkrun aldraðra í framtíðinni. Við erum hin vaxandi hjúkrunarstétt, sem munum bera uppi heimahjúkrun, hjúkrunarheimili og sjá um nærhjúkrun á sjúkrahúsum landsins. Sjúkraliðar í fagráðin Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að sjúkraliðar eigi að fá tækifæri til jafns við aðrar hjúkrunarstéttir til að móta hjúkrunarstefnu á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Forysta félagsins ræddi við heilbrigðisráðherra og beitti sér fyrir því að tekin yrði upp fagráð heilbrigðisstofnana með aðild allra fagstétta. Það var því mikið fagnaðarefni fyrir sjúkraliða þegar Alþingi samþykkti að ný fagráð yrðu tekin upp. Með þessu breytta skipulagi geta sjúkraliðar loksins átt aðkomu að samtali og samráði við stjórnendur stofnana, og þar með haft áhrif á stefnumótandi ákvarðanir um heilbrigðisþjónustuna. Tilfærsla starfa Eitt af mínum fyrstu verkum sem formaður var að leggja til við heilbrigðisráðherra að stofnaður yrðir samráðsvettvangur hjúkrunarstétta til að ræða sérstaklega mönnun í heilbrigðiskerfinu. Á heilbrigðisþingi 2020 var ákveðið að stofna sérstakt landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu. Það var sjúkraliðum mikið fagnaðarefni þegar landsráð var svo skipað, og falið það hlutverk að fjalla um verkaskiptingu heilbrigðisstétta, með áherslu á fela sjúkraliðum aukin verkefni og nýta þannig betur færni þeirra í verkefnum heilbrigðisþjónustunnar. Með þessum áherslum ráðherra leikur engin vafi á að með tilfærslu starfa munu sjúkraliðar finna betur til sín, og sömuleiðis mun um leið losna um verkefni annarra heilbrigðisstarfsmanna sem geta tekið að sér enn sérhæfðari störf sem líka þarf að manna. Fagnám til diplómaprófs Sjúkraliðar nutu jafnframt mikils skilnings og stuðnings heilbrigðisráðherra sem og menntamálaráðherra þegar forysta félagsins beitti sér fyrir nýrri námsleið á fagháskólastigi fyrir sjúkraliða. Á endanum samþykkti ríkisstjórnin að fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða yrði við Háskólann á Akureyri haustið 2021. Sjúkraliðar glöddust því þegar ný námsleið, fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða, fór af stað núna á þessu haustmisseri. Mikil ásókn var í námið en 86 umsóknir bárust um 20 námspláss. Næsta haust, og svo á ári hverju, munu fleiri nemendur bætast í hópinn. Með þessari nýju námsleið mun færni sjúkraliða styrkjast enn frekar til að takast á við viðameiri viðfangsefni og ábyrgð í störfum sínum. Alvöru verkefni í höfn Forysta Sjúkraliðafélagsins hefur átt einstaklega gott og farsælt samstarf við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, sem sömuleiðis hefur verið árangursríkt. Samvinnan hefur skilað alvöru verkefnum í höfn og fyrir það á heilbrigðisráðherra á þakkir skildar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun