Samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 24. september 2021 11:46 Stundum var mér öllum lokið þegar ég í störfum mínum sem bæjarstjóri, bæði fyrir austan og norðan, var að eiga við ríkisvaldið vegna samninga um mikilvæg málefni fyrir mínar heimabyggðir. Sveitarfélögin hafa gjarnan viljað taka að sér verkefni fyrir ríkið enda nærsamfélögin oft betur til þess fallin að sinna þjónustu við íbúa sína. Ríkið hefur að sama skapi séð sér ákveðinn hag í því að semja við sveitarfélögin. Hér má sem dæmi nefna grunnskólana sem voru, með samkomulagi árið 1996, fluttir undir stjórn sveitarfélaganna. Einnig falla hér undir samningar um rekstur hjúkrunarheimila, samningar um menningarmál, o.fl. Ég hef ekki tölu á hversu marga fundi ég hef setið þar sem tekist hefur verið á um kostnað við rekstur og mismunandi útreikninga. Ég hef heldur ekki tölu á hversu mörg símtöl ég hef átt og hversu marga tölvupósta ég hef sent endurtekið til þess að ýta á eftir að samningar, sem voru að renna út eða voru þegar útrunnir, yrðu endurnýjaðir. Þjarkið var of stór hluti vinnu minnar. Alltaf var tekist á um krónur og aura og sveitarfélögin á endanum nánast neydd að samningaborðinu. Íbúar landsbyggðanna eiga allt undir því að ríkið leggi til fjármagn í eflingu byggðanna, m.a. með því að semja við sveitarfélögin um ákveðna þjónustu og stuðli þar með að fjölbreyttum störfum um allt land og við allra hæfi. Það skiptir byggðirnar máli að reknir séu háskólar, hjúkrunarheimili, heilsugæslur, framhaldsskólar og menningarmiðstöðvar. Það skiptir líka máli að samgöngur séu greiðar og öruggar, göng séu grafin og atvinnusvæði stækkuð. Ríkið er sveitarfélögunum mikilvægt og sveitarfélögin eru ríkinu mikilvæg. Þar á að ríkja jafnræði enda um að ræða tvö jafngild stjórnsýslustig. Það er því aðkallandi að skapa samtalsgrundvöll byggðan á virðingu ríkisvaldsins fyrir reynslu og þekkingu sveitarfélaganna og íbúa þeirra og láta af því viðhorfi að sveitarfélögin séu eins og „suðandi barn í búð” þegar kemur að samningagerðinni. Ég fullyrði að sveitarfélögin hafi metnað til að vinna gott starf og veita góða þjónustu. Sveitarfélögin eru ekki að kalla eftir ölmusu frá ríkinu, þau eru að kalla eftir því að á þau sé hlustað. Þau eru að kalla eftir sanngirni. Hlotnist mér sá heiður að verða þingmaður Norðausturkjördæmis mun ég, með þessa reynslu mína í farteskinu, leggja mig fram um að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga svo þau byggi á sanngirni, trausti og jafnréttisgrunni. Höfundur skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Sveitarstjórnarmál Eiríkur Björn Björgvinsson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum var mér öllum lokið þegar ég í störfum mínum sem bæjarstjóri, bæði fyrir austan og norðan, var að eiga við ríkisvaldið vegna samninga um mikilvæg málefni fyrir mínar heimabyggðir. Sveitarfélögin hafa gjarnan viljað taka að sér verkefni fyrir ríkið enda nærsamfélögin oft betur til þess fallin að sinna þjónustu við íbúa sína. Ríkið hefur að sama skapi séð sér ákveðinn hag í því að semja við sveitarfélögin. Hér má sem dæmi nefna grunnskólana sem voru, með samkomulagi árið 1996, fluttir undir stjórn sveitarfélaganna. Einnig falla hér undir samningar um rekstur hjúkrunarheimila, samningar um menningarmál, o.fl. Ég hef ekki tölu á hversu marga fundi ég hef setið þar sem tekist hefur verið á um kostnað við rekstur og mismunandi útreikninga. Ég hef heldur ekki tölu á hversu mörg símtöl ég hef átt og hversu marga tölvupósta ég hef sent endurtekið til þess að ýta á eftir að samningar, sem voru að renna út eða voru þegar útrunnir, yrðu endurnýjaðir. Þjarkið var of stór hluti vinnu minnar. Alltaf var tekist á um krónur og aura og sveitarfélögin á endanum nánast neydd að samningaborðinu. Íbúar landsbyggðanna eiga allt undir því að ríkið leggi til fjármagn í eflingu byggðanna, m.a. með því að semja við sveitarfélögin um ákveðna þjónustu og stuðli þar með að fjölbreyttum störfum um allt land og við allra hæfi. Það skiptir byggðirnar máli að reknir séu háskólar, hjúkrunarheimili, heilsugæslur, framhaldsskólar og menningarmiðstöðvar. Það skiptir líka máli að samgöngur séu greiðar og öruggar, göng séu grafin og atvinnusvæði stækkuð. Ríkið er sveitarfélögunum mikilvægt og sveitarfélögin eru ríkinu mikilvæg. Þar á að ríkja jafnræði enda um að ræða tvö jafngild stjórnsýslustig. Það er því aðkallandi að skapa samtalsgrundvöll byggðan á virðingu ríkisvaldsins fyrir reynslu og þekkingu sveitarfélaganna og íbúa þeirra og láta af því viðhorfi að sveitarfélögin séu eins og „suðandi barn í búð” þegar kemur að samningagerðinni. Ég fullyrði að sveitarfélögin hafi metnað til að vinna gott starf og veita góða þjónustu. Sveitarfélögin eru ekki að kalla eftir ölmusu frá ríkinu, þau eru að kalla eftir því að á þau sé hlustað. Þau eru að kalla eftir sanngirni. Hlotnist mér sá heiður að verða þingmaður Norðausturkjördæmis mun ég, með þessa reynslu mína í farteskinu, leggja mig fram um að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga svo þau byggi á sanngirni, trausti og jafnréttisgrunni. Höfundur skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun