Að lofa góðu veðri Indriði Stefánsson skrifar 24. september 2021 07:45 Almennt hafa kosningar á Íslandi farið fram að vori enda er veður þá almennt skárra og færðin bærileg. Nú gengur á með alls kyns lituðum veðurviðvörunum sem tækist að skreyta heilt jólatré. Við hefðum klárlega kosið að kjósa á öðrum tíma enda viðbúið að þetta yrði staðan. En þrátt fyrir viðvaranir og veður er mikilvægt að við skundum öll á kjörstað - og í þessum kosningum getum við meira að segja haft áhrif á veðrið. Það er nefnilega svo að í þessum kosningum mun ráðast hvernig við tökumst á við loftslagsvandann næstu fjögur árin. Undanfarinn áratug hafa æ fleiri spár ræst um heitustu ár og veðurofsa. Við höfum hins vegar lengi vitað hver viðbrögðin þurfa að vera til að ekki fari enn verr. Við höfum núna val um að kjósa flokka sem vilja að Ísland verði leiðandi í loftslagsmálum - eða flokka sem vilja að aðgerðir í loftslagsmálum takmarkist af kröfum atvinnulífsins. Við getum ekki frestað því lengur að bregðast við, sem yrði bara ávísun á að vandinn verði enn verri. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er í nóvember og þá verðum við að vera búin að ákveða okkur: Hvernig framtíð viljum við? Vatnaskil Fyrir okkur sem viljum grípa til aðgerða í loftslagsmálum er komið að vatnaskilum. Píratar hafa einsett sér að taka á loftslagsmálum og vilja að lýst verði yfir neyðarástandi. Í framhaldinu vilja Píratar að gripið verði til margvíslegra aðgerða þar sem enginn angi samfélagsins er undanskilinn. Það er algjörlega óþarfi að taka mig trúanlegan fyrir þessu: Ungir umhverfissinnar mátu loftslagsstefnur flokkana og af öllum flokkunum fengu Píratar hæstu einkunnina. Við erum einfaldlega með bestu áætlunina og baráttuandann til að hrinda henni í framkvæmd. Til að koma loftslagsmálum að er mikilvægt að kjósa framboð með trúverðuga stefnu í loftslagsmálum og mikilvægt að þau verði leiðandi í næstu ríkisstjórn. Þannig getur Ísland sett sér metnaðarfull markmið í átt að sjálfbærni, náttúruvernd og samdrætti í losun og hætti að skipa sér sess með mengandi þjóðum. Við höfum alla burði til að vera grænasta þjóð í heimi og þangað skulum við stefna. Vandamál tengd hamfarahlýnun eru langt því frá bara hækkun hitastigs, því fylgir líka hækkandi sjávarborð, súrnun sjávar og öflugri fellibyljir - en við fáum einmitt leifar eins slíks í heimsókn á kjördag. Það hefur aldrei verið mikilvægara að þú kjósandi góður mætir á kjörstað og greiðir atkvæði. Hver veit nema það atkvæði stuðli að betra veðri í framtíðinni. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Almennt hafa kosningar á Íslandi farið fram að vori enda er veður þá almennt skárra og færðin bærileg. Nú gengur á með alls kyns lituðum veðurviðvörunum sem tækist að skreyta heilt jólatré. Við hefðum klárlega kosið að kjósa á öðrum tíma enda viðbúið að þetta yrði staðan. En þrátt fyrir viðvaranir og veður er mikilvægt að við skundum öll á kjörstað - og í þessum kosningum getum við meira að segja haft áhrif á veðrið. Það er nefnilega svo að í þessum kosningum mun ráðast hvernig við tökumst á við loftslagsvandann næstu fjögur árin. Undanfarinn áratug hafa æ fleiri spár ræst um heitustu ár og veðurofsa. Við höfum hins vegar lengi vitað hver viðbrögðin þurfa að vera til að ekki fari enn verr. Við höfum núna val um að kjósa flokka sem vilja að Ísland verði leiðandi í loftslagsmálum - eða flokka sem vilja að aðgerðir í loftslagsmálum takmarkist af kröfum atvinnulífsins. Við getum ekki frestað því lengur að bregðast við, sem yrði bara ávísun á að vandinn verði enn verri. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er í nóvember og þá verðum við að vera búin að ákveða okkur: Hvernig framtíð viljum við? Vatnaskil Fyrir okkur sem viljum grípa til aðgerða í loftslagsmálum er komið að vatnaskilum. Píratar hafa einsett sér að taka á loftslagsmálum og vilja að lýst verði yfir neyðarástandi. Í framhaldinu vilja Píratar að gripið verði til margvíslegra aðgerða þar sem enginn angi samfélagsins er undanskilinn. Það er algjörlega óþarfi að taka mig trúanlegan fyrir þessu: Ungir umhverfissinnar mátu loftslagsstefnur flokkana og af öllum flokkunum fengu Píratar hæstu einkunnina. Við erum einfaldlega með bestu áætlunina og baráttuandann til að hrinda henni í framkvæmd. Til að koma loftslagsmálum að er mikilvægt að kjósa framboð með trúverðuga stefnu í loftslagsmálum og mikilvægt að þau verði leiðandi í næstu ríkisstjórn. Þannig getur Ísland sett sér metnaðarfull markmið í átt að sjálfbærni, náttúruvernd og samdrætti í losun og hætti að skipa sér sess með mengandi þjóðum. Við höfum alla burði til að vera grænasta þjóð í heimi og þangað skulum við stefna. Vandamál tengd hamfarahlýnun eru langt því frá bara hækkun hitastigs, því fylgir líka hækkandi sjávarborð, súrnun sjávar og öflugri fellibyljir - en við fáum einmitt leifar eins slíks í heimsókn á kjördag. Það hefur aldrei verið mikilvægara að þú kjósandi góður mætir á kjörstað og greiðir atkvæði. Hver veit nema það atkvæði stuðli að betra veðri í framtíðinni. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun