Eflum riðurannsóknir – höfnum hamfaraniðurskurði Erna Bjarnadóttir skrifar 23. september 2021 22:00 Fyrr í þessum mánuði bárust þær hörmulegu fréttir að riða hefði greinst á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Því verður skorið þar niður um 1.500 fjár á þeim vikum sem í hönd fara. Þetta er ábúendum mikið áfall eins og öðrum sem hafa mátt glíma við slíkt hlutskipti. Bændur eru í tilfellum sem þessum neyddir til að ganga til samninga við ráðuneytið um niðurskurð á bústofni sínum og um hefðbundið ferli varðandi hreinsunarstarf og úttektir. Þetta þarf að gera til að bændur eigi rétt á bótum til að koma sér upp nýjum bústofni. Um þetta er ekkert val þrátt fyrir að bæturnar eins og þær eru ákveðnar með gildandi reglugerð séu mjög ósanngjarnar. Fjárhagslegt tjón bænda er oft gríðarlegt í tilfellum sem þessum. Þetta hefur lengi verið óbreytt og algerlega óásættanlegt er að bændur þurfi jafnvel að ráða sér lögfræðinga til að gæta hagsmuna sinna. Enginn lærdómur hefur verið dreginn af fyrri reynslu og ráðherrar látið undir höfuð leggjast að taka á málinu. Á forsíðu Bændablaðsins í dag kveður svo við nokkuð harðan tón þar sem Halldór Runólfsson, fyrrverandi yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, leggur til að ráðist verði í víðtækan niðurskurð á sauðfé á öllum bæjum sem eru með sauðfé í Húna- og Skagahólfi. Tillögur sem þessar eru með öllu ótækar eins og málum er nú háttað. Á því svæði sem um ræðir eru líklega 15-20% af fjárstofni landsmanna eða 60-70 þúsund kindur. Verði slík hugmyndafræði að veruleika yrði væntanlega einnig ráðist í niðurskurð í Tröllaskagahólfi frá Héraðsvötnum að Eyjafjarðará. Slíkt gæti valdið stórfelldri röskun á sauðfjárrækt í núverandi mynd. Vitað er að riða getur vel komið upp aftur eftir niðurskurð og hreinsun, jafnvel á búum sem skara fram úr í hreinlæti og snyrtimennsku. Það er ábyrgðarhluti að hreyfa hugmyndum eins og þessum. Um er að ræða lífsafkomu hundruða manna, tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón væri gríðarlegt fyrir utan kostnað ríkissjóðs. Bændur hafa glímt við þennan erfiða vágest árum saman. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld heykst við að leggja fjármagn í rannsóknir á riðu. Það hefur ekki verið gert svo neinu nemur í tugi ára. Líklega eru framsæknustu rannsóknirnar í dag gerðar undir forystu bónda á Skagaheiðinni í samvinnu við þýska vísindamenn. Miklar framfarir eru í erfðarannsóknum og hafa fundist erfðavísar sem líklega veita þol gegn riðu í íslenskum kindum. Þá þarf að vinna þarf betur úr faraldsfræðilegum gögnum sem eru til staðar eftir niðurskurð þar sem riða hefur greinst á árum áður. Stjórnvöld eiga í fyrsta lagi að tryggja að bændur sem þurfa að takast á við þetta erfiða verkefni fái fullar bætur fyrir. Jafnframt á að efla rannsóknir á riðu og leit að gripum með arfgerð sem er þolin gagnvart sjúkdómnum. Nútíma erfðatækni býður þar upp á áður óþekkta möguleika. Höfnum strax hugmyndum sem myndu í raun geta orðið banabiti sauðfjárræktar eins og við þekkjum hana í dag því hér er um svo sterkt svæði í búgreininni að ræða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði bárust þær hörmulegu fréttir að riða hefði greinst á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Því verður skorið þar niður um 1.500 fjár á þeim vikum sem í hönd fara. Þetta er ábúendum mikið áfall eins og öðrum sem hafa mátt glíma við slíkt hlutskipti. Bændur eru í tilfellum sem þessum neyddir til að ganga til samninga við ráðuneytið um niðurskurð á bústofni sínum og um hefðbundið ferli varðandi hreinsunarstarf og úttektir. Þetta þarf að gera til að bændur eigi rétt á bótum til að koma sér upp nýjum bústofni. Um þetta er ekkert val þrátt fyrir að bæturnar eins og þær eru ákveðnar með gildandi reglugerð séu mjög ósanngjarnar. Fjárhagslegt tjón bænda er oft gríðarlegt í tilfellum sem þessum. Þetta hefur lengi verið óbreytt og algerlega óásættanlegt er að bændur þurfi jafnvel að ráða sér lögfræðinga til að gæta hagsmuna sinna. Enginn lærdómur hefur verið dreginn af fyrri reynslu og ráðherrar látið undir höfuð leggjast að taka á málinu. Á forsíðu Bændablaðsins í dag kveður svo við nokkuð harðan tón þar sem Halldór Runólfsson, fyrrverandi yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, leggur til að ráðist verði í víðtækan niðurskurð á sauðfé á öllum bæjum sem eru með sauðfé í Húna- og Skagahólfi. Tillögur sem þessar eru með öllu ótækar eins og málum er nú háttað. Á því svæði sem um ræðir eru líklega 15-20% af fjárstofni landsmanna eða 60-70 þúsund kindur. Verði slík hugmyndafræði að veruleika yrði væntanlega einnig ráðist í niðurskurð í Tröllaskagahólfi frá Héraðsvötnum að Eyjafjarðará. Slíkt gæti valdið stórfelldri röskun á sauðfjárrækt í núverandi mynd. Vitað er að riða getur vel komið upp aftur eftir niðurskurð og hreinsun, jafnvel á búum sem skara fram úr í hreinlæti og snyrtimennsku. Það er ábyrgðarhluti að hreyfa hugmyndum eins og þessum. Um er að ræða lífsafkomu hundruða manna, tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón væri gríðarlegt fyrir utan kostnað ríkissjóðs. Bændur hafa glímt við þennan erfiða vágest árum saman. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld heykst við að leggja fjármagn í rannsóknir á riðu. Það hefur ekki verið gert svo neinu nemur í tugi ára. Líklega eru framsæknustu rannsóknirnar í dag gerðar undir forystu bónda á Skagaheiðinni í samvinnu við þýska vísindamenn. Miklar framfarir eru í erfðarannsóknum og hafa fundist erfðavísar sem líklega veita þol gegn riðu í íslenskum kindum. Þá þarf að vinna þarf betur úr faraldsfræðilegum gögnum sem eru til staðar eftir niðurskurð þar sem riða hefur greinst á árum áður. Stjórnvöld eiga í fyrsta lagi að tryggja að bændur sem þurfa að takast á við þetta erfiða verkefni fái fullar bætur fyrir. Jafnframt á að efla rannsóknir á riðu og leit að gripum með arfgerð sem er þolin gagnvart sjúkdómnum. Nútíma erfðatækni býður þar upp á áður óþekkta möguleika. Höfnum strax hugmyndum sem myndu í raun geta orðið banabiti sauðfjárræktar eins og við þekkjum hana í dag því hér er um svo sterkt svæði í búgreininni að ræða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun