Skammaði Lingard fyrir að láta sig detta og öskra: „Gerði þetta ekki hjá West Ham“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2021 14:30 Atvikið umtalaða í leik Manchester United og West Ham þegar Jesse Lingard féll í vítateig Hamranna eftir baráttu við Mark Noble. getty/Matthew Peters Mark Noble sakaði Jesse Lingard um leikaraskap eftir leik Manchester United og West Ham United í 3. umferð enska deildabikarsins í gær. Lingard lék sem lánsmaður með West Ham á síðasta tímabili og þá sagði Noble að hann hafi ekki látið sig detta eins og hann gerir nú. Í seinni hálfleiknum í leiknum á Old Trafford féll Lingard í vítateig West Ham eftir að Noble virtist toga í hann en ekkert var dæmt. Noble lét sinn gamla samherja heyra það eftir atvikið og einnig eftir leikinn. „Þetta er fótbolti. Hann lét sig detta og ég skammaði hann fyrir að öskra. Hann gerði þetta ekki hérna,“ sagði Noble. Hann sagðist þó samgleðjast með Lingard hvernig hann hefur byrjað tímabilið með United. „Við hlógum saman og ég elska Jesse. Hann er frábær karakter og ég er svo ánægður að hann sé að fá tækifæri hérna.“ Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, var ósáttur eftir leik og sagði að Lingard hefði átt að fá víti eftir baráttuna við Noble. „Ég vill ekki segja of mikið en Jesse Lingard átti að fá víti,“ sagði Solskjær. United og West Ham mættust einnig á sunnudaginn og þá skoraði Lingard sigurmarkið gegn sínu gamla liði. „Hann hefur skorað nokkur frábær mörk og markið gegn okkur sveið sárt. En hann er frábær gaur og á allt gott skilið,“ sagði Noble sem klúðraði víti í uppbótartíma í leiknum á sunnudaginn. Manuel Lanzini skoraði eina mark leiksins á Old Trafford í gær. United átti tæplega þrjátíu skot að marki West Ham en mistókst að skora. Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að Martial sé of latur og líkamstjáningin hans sé hræðileg Anthony Martial nennir ekki að leggja nógu mikið á sig til að vera aðalframherji Manchester United. Þetta segir Dion Dublin, álitsgjafi hjá BBC og fyrrverandi leikmaður United. 23. september 2021 12:01 Ósáttur með slaka byrjun og sagði sína menn hafa átt að fá vítaspyrnu Ole Gunnar Solskjær var ekki sáttur með slaka byrjun sinna manna er Manchester United tapaði 0-1 gegn West Ham United á heimavelli í enska deildarbikarnum í kvöld. 22. september 2021 22:31 Hamrarnir hefndu fyrir tapið um helgina og eru komnir áfram West Ham United vann 1-0 útisigur á Manchester United er liðin mættust í enska deildarbikarnum í kvöld. Þar með sannast gamalkunna kvæðið að lið geti ekki unnið sama mótherja er liðin mætast tvisvar í röð í tveimur mismunandi keppnum. 22. september 2021 20:45 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Sjá meira
Í seinni hálfleiknum í leiknum á Old Trafford féll Lingard í vítateig West Ham eftir að Noble virtist toga í hann en ekkert var dæmt. Noble lét sinn gamla samherja heyra það eftir atvikið og einnig eftir leikinn. „Þetta er fótbolti. Hann lét sig detta og ég skammaði hann fyrir að öskra. Hann gerði þetta ekki hérna,“ sagði Noble. Hann sagðist þó samgleðjast með Lingard hvernig hann hefur byrjað tímabilið með United. „Við hlógum saman og ég elska Jesse. Hann er frábær karakter og ég er svo ánægður að hann sé að fá tækifæri hérna.“ Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, var ósáttur eftir leik og sagði að Lingard hefði átt að fá víti eftir baráttuna við Noble. „Ég vill ekki segja of mikið en Jesse Lingard átti að fá víti,“ sagði Solskjær. United og West Ham mættust einnig á sunnudaginn og þá skoraði Lingard sigurmarkið gegn sínu gamla liði. „Hann hefur skorað nokkur frábær mörk og markið gegn okkur sveið sárt. En hann er frábær gaur og á allt gott skilið,“ sagði Noble sem klúðraði víti í uppbótartíma í leiknum á sunnudaginn. Manuel Lanzini skoraði eina mark leiksins á Old Trafford í gær. United átti tæplega þrjátíu skot að marki West Ham en mistókst að skora.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að Martial sé of latur og líkamstjáningin hans sé hræðileg Anthony Martial nennir ekki að leggja nógu mikið á sig til að vera aðalframherji Manchester United. Þetta segir Dion Dublin, álitsgjafi hjá BBC og fyrrverandi leikmaður United. 23. september 2021 12:01 Ósáttur með slaka byrjun og sagði sína menn hafa átt að fá vítaspyrnu Ole Gunnar Solskjær var ekki sáttur með slaka byrjun sinna manna er Manchester United tapaði 0-1 gegn West Ham United á heimavelli í enska deildarbikarnum í kvöld. 22. september 2021 22:31 Hamrarnir hefndu fyrir tapið um helgina og eru komnir áfram West Ham United vann 1-0 útisigur á Manchester United er liðin mættust í enska deildarbikarnum í kvöld. Þar með sannast gamalkunna kvæðið að lið geti ekki unnið sama mótherja er liðin mætast tvisvar í röð í tveimur mismunandi keppnum. 22. september 2021 20:45 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Sjá meira
Segir að Martial sé of latur og líkamstjáningin hans sé hræðileg Anthony Martial nennir ekki að leggja nógu mikið á sig til að vera aðalframherji Manchester United. Þetta segir Dion Dublin, álitsgjafi hjá BBC og fyrrverandi leikmaður United. 23. september 2021 12:01
Ósáttur með slaka byrjun og sagði sína menn hafa átt að fá vítaspyrnu Ole Gunnar Solskjær var ekki sáttur með slaka byrjun sinna manna er Manchester United tapaði 0-1 gegn West Ham United á heimavelli í enska deildarbikarnum í kvöld. 22. september 2021 22:31
Hamrarnir hefndu fyrir tapið um helgina og eru komnir áfram West Ham United vann 1-0 útisigur á Manchester United er liðin mættust í enska deildarbikarnum í kvöld. Þar með sannast gamalkunna kvæðið að lið geti ekki unnið sama mótherja er liðin mætast tvisvar í röð í tveimur mismunandi keppnum. 22. september 2021 20:45