Að bera saman gúrkur og banana Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 23. september 2021 10:16 Í umræðum um skattamál og lækkun skatta, er því gjarnan hal dið fram að skattar hafi í raun ekkert lækkað í tíð Sjálfstæðisflokksins vegna þess að skattbyrði lægstu launa hafi aukist gríðarlega frá því að staðgreiðsla skatta var tekin upp hér árið 1988. Skattbyrðin hafi farið úr því að vera engin af lágmarkslaunum, í það að vera um 17%. Það er auðvitað alveg satt og rétt að skattbyrði lægstu launa hefur aukist. En hvað veldur þessari auknu skattbyrði? Er það grimm háskattastefna Sjálfstæðisflokksins á láglaunafólk eða býr þar eitthvað annað að baki? Þegar herra Google er spurður um lágmarkslaun árið 1998, svarar hann mér því til að það ár hafi lágmarkslaun í landinu eða lægstu grunnlaun fyrir 40 stunda vinnuviku verið á bilinu 29-31 þúsund krónur á mánuði. Um skattleysismörkin það sama ár segir herra Google að þau hafi verið 44.182 kr. á mánuði. Ef við setjum svo þessar launatölur og skattleysismörkin inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar, þá kemur í ljós að ef lágmarkslaunin hefðu fylgt verðlagi þá væru þau í dag u.þ.b. 165 þús kr. á mánuði. Lágmarkslaun í dag eru hins vegar 351.000 kr. og hækka í 368.000 kr. á mánuði um næstu áramót. Skattleysismörkin, hefðu þau fylgt verðlagi væru hins vegar 234.000 kr. á mánuði, en eru í dag 168.000 kr. Meginástæða þess að lágmarkslaun eru ekki lengur skattfrjáls er því fyrst og fremst sú að lágmarkslaun hafa hækkað verulega og eru rúmlega tvöfalt hærri en þau væru, hefðu þau fylgt verðlagi. Reyndar væri persónuaflátturinn 66.000 kr. hærri en hann er í dag, hefði hann fylgt verðlagi. Má alveg, mér að meinalausu, gera athugasemdir við það að stjórnvöld hafi ekki tryggt það að persónuaflátturinn fylgdi verðlagi. En það hefði þó ekki breytt því að lágmarkslaun væru heldur ekki skattlaus. Á meðan að lágmarkslaunin hafa hækkað með þessum hætti, undanfarna áratugi, má draga af því þær ályktanir að hækkun hæstu launa hafi verið eitthvað eða jafnvel töluvert minni. Enda launajöfnuður þessi misserin með því mesta sem þekkist á byggðu bóli. Það er því nokkuð rökrétt að draga þær ályktanir að það sé einmitt ástæða þess að skattbyrðin á hæstu tekjurnar hafi ekki aukist jafn hratt og á aðrar tekjur sem hækkað hafa hlutfallslega meira. Það má auðvitað alltaf deila um það með hvaða hætti persónuafsláttur ætti að taka breytingum á milli ára. Hvort hann ætti að fylgja launavísitölu eða verðlagsvísitölu. Eðlilegast væri að hann fylgdi verðlagi. Hann hækkar þá jafnt hjá öllum. Ef að hann fylgdi launavísitölu eða meðalhækkun launa, þá myndi sú leið að minnka launabilið með því að hækka lægstu laun hlutfallslega meira en önnur laun torsóttari. Þar sem persónuafslátturinn myndi hækka minna en lægstu launin og þar með auka skattbyrði þeirra launa sem hækkuðu umfram meðaltalið. Það sem hlýtur þó að skipta máli þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn, að þrátt fyrir aukna skattbyrði lægstu launa sem hækkað hafa hvað mest hlutfallslega undanfarin ár og áratugi, þá hafa ráðstöfunartekjur lægstu launahópanna aukist hvað mest í kröftugri kaupmáttaraukningu undangenginna ára. Það er því að ofansögðu frekar hæpið, svo ekki sé dýpra í árina tekið, að láglaunafólk og reyndar allir aðrir sem notið hafa aukinnar hagsældar undanfarinna ára og áratuga séu nú skattpíndir sem aldrei fyrr. Ef að menn ætla að bera saman kjör fólks á mismunandi tímabilum, þurfa menn að taka allt með í reikninginn. Mögulega þjónar þó slíkur hálfsannleikur pólitískum tilgangi þeirra sem hann viðhafa. En það breytir því þó ekki að menn bera saman gúrkur og banana til þess að helga þá ólyfjan. Höfundur er bílstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Í umræðum um skattamál og lækkun skatta, er því gjarnan hal dið fram að skattar hafi í raun ekkert lækkað í tíð Sjálfstæðisflokksins vegna þess að skattbyrði lægstu launa hafi aukist gríðarlega frá því að staðgreiðsla skatta var tekin upp hér árið 1988. Skattbyrðin hafi farið úr því að vera engin af lágmarkslaunum, í það að vera um 17%. Það er auðvitað alveg satt og rétt að skattbyrði lægstu launa hefur aukist. En hvað veldur þessari auknu skattbyrði? Er það grimm háskattastefna Sjálfstæðisflokksins á láglaunafólk eða býr þar eitthvað annað að baki? Þegar herra Google er spurður um lágmarkslaun árið 1998, svarar hann mér því til að það ár hafi lágmarkslaun í landinu eða lægstu grunnlaun fyrir 40 stunda vinnuviku verið á bilinu 29-31 þúsund krónur á mánuði. Um skattleysismörkin það sama ár segir herra Google að þau hafi verið 44.182 kr. á mánuði. Ef við setjum svo þessar launatölur og skattleysismörkin inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar, þá kemur í ljós að ef lágmarkslaunin hefðu fylgt verðlagi þá væru þau í dag u.þ.b. 165 þús kr. á mánuði. Lágmarkslaun í dag eru hins vegar 351.000 kr. og hækka í 368.000 kr. á mánuði um næstu áramót. Skattleysismörkin, hefðu þau fylgt verðlagi væru hins vegar 234.000 kr. á mánuði, en eru í dag 168.000 kr. Meginástæða þess að lágmarkslaun eru ekki lengur skattfrjáls er því fyrst og fremst sú að lágmarkslaun hafa hækkað verulega og eru rúmlega tvöfalt hærri en þau væru, hefðu þau fylgt verðlagi. Reyndar væri persónuaflátturinn 66.000 kr. hærri en hann er í dag, hefði hann fylgt verðlagi. Má alveg, mér að meinalausu, gera athugasemdir við það að stjórnvöld hafi ekki tryggt það að persónuaflátturinn fylgdi verðlagi. En það hefði þó ekki breytt því að lágmarkslaun væru heldur ekki skattlaus. Á meðan að lágmarkslaunin hafa hækkað með þessum hætti, undanfarna áratugi, má draga af því þær ályktanir að hækkun hæstu launa hafi verið eitthvað eða jafnvel töluvert minni. Enda launajöfnuður þessi misserin með því mesta sem þekkist á byggðu bóli. Það er því nokkuð rökrétt að draga þær ályktanir að það sé einmitt ástæða þess að skattbyrðin á hæstu tekjurnar hafi ekki aukist jafn hratt og á aðrar tekjur sem hækkað hafa hlutfallslega meira. Það má auðvitað alltaf deila um það með hvaða hætti persónuafsláttur ætti að taka breytingum á milli ára. Hvort hann ætti að fylgja launavísitölu eða verðlagsvísitölu. Eðlilegast væri að hann fylgdi verðlagi. Hann hækkar þá jafnt hjá öllum. Ef að hann fylgdi launavísitölu eða meðalhækkun launa, þá myndi sú leið að minnka launabilið með því að hækka lægstu laun hlutfallslega meira en önnur laun torsóttari. Þar sem persónuafslátturinn myndi hækka minna en lægstu launin og þar með auka skattbyrði þeirra launa sem hækkuðu umfram meðaltalið. Það sem hlýtur þó að skipta máli þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn, að þrátt fyrir aukna skattbyrði lægstu launa sem hækkað hafa hvað mest hlutfallslega undanfarin ár og áratugi, þá hafa ráðstöfunartekjur lægstu launahópanna aukist hvað mest í kröftugri kaupmáttaraukningu undangenginna ára. Það er því að ofansögðu frekar hæpið, svo ekki sé dýpra í árina tekið, að láglaunafólk og reyndar allir aðrir sem notið hafa aukinnar hagsældar undanfarinna ára og áratuga séu nú skattpíndir sem aldrei fyrr. Ef að menn ætla að bera saman kjör fólks á mismunandi tímabilum, þurfa menn að taka allt með í reikninginn. Mögulega þjónar þó slíkur hálfsannleikur pólitískum tilgangi þeirra sem hann viðhafa. En það breytir því þó ekki að menn bera saman gúrkur og banana til þess að helga þá ólyfjan. Höfundur er bílstjóri.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun