Stöndum með ungu fólki Fjóla Hrund Björnsdóttir og Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skrifa 21. september 2021 07:01 Málefni ungs fólks eru okkur í Miðflokknum hugleikin en það er ekki hægt að segja að þau hafi endilega verið ofarlega á baugi í þessari baráttu. Það eru mörg málefni sem snerta ungt fólk og margt má betur fara, þetta höfum við orðið rækilega var við í kosningabaráttunni enda lagt okkur eftir að hlusta á og hitta ungt fólk. Þeirra er framtíðin og öll þróuð lýðræðisþjóðfélög leggja sig eftir að tryggja ungu fólki tækifæri og stuðning. Eignir fyrir alla Ein stærsta fjárfesting einstaklinga í lífinu er kaup á fasteign. Fólk á að fá tækifæri til að eignast sitt eigið heimili en síðustu ár hefur fasteignaverð hækkað skarpt og þar af leiðandi orðið erfiðara fyrir fólk að koma inn á markaðinn og eignast sína fyrstu fasteign. Við í Miðflokknum viljum að ríkið veiti mótframlag sem gefur öllum tækifæri á að eignast eigið húsnæði. Með mótframlaginu er átt við svokallað hlutdeildarlán, þar sem allir fái tækifæri til þess að fá mótframlag frá ríkinu, en ekki nokkrir útvaldir á ári eins og er nú í dag. Þetta er algert lykilatriði til að tryggja ungu fólki leið inn á fasteignamarkað. Um leið viljum við í Miðflokknum að almenningur fái heimild til að setja 3,5% af lífeyrisiðgjaldi sínu í sjóð sem nýta má til eigin fasteignakaupa. Þessar aðgerðir ættu að geta aðstoðað marga sem sjá enga leið út úr vandanum núna. En Miðflokkurinn er með fleiri aðgerðir í smíðum sem eiga að auðvelda fasteignakaup. Það þarf að stuðla að auknu lóðaframboði, fjölbreyttara húsnæði, hvetjandi regluverk, lægri skatta og gjöld og afnema stimpilgjaldið. Framtíð náms á Íslandi Um langt árabil hafa stúdentar gagnrýnt Menntasjóð námsmanna. Það kemur ekki til af góðu. Það er staðreynd að lánin eru óhagstæð og framfærslan og frítekjumarkið er allt of lágt. Nemendum er refsað fyrir að stunda vinnu meðfram námi. Við þetta verður ekki búið að mati okkar Miðflokksmanna enda eiga nemendur að geta tekið hagstæð námslán sem verða ekki byrði á þeim að loknu námi. Jafnrétti til náms er lykilatriði. Það er mikilvægt að tengja námi og atvinnulíf og við í Miðflokknum viljum stuðla að auknu samstarfi þar á milli. Það á að vera hvetjandi fyrir atvinnulífið að ráða inn sumarstarfsmenn sem myndu ganga að starfi hjá fyrirtækinu að loknu námi. Með þessu fá nemendur innsýn í atvinnulífið, eru betur undirbúnir að loknu námi og geta gengið að starfi sem þeir hafa reynslu og þekkingu á. Fyrirtækin munu fá betri starfsmenn. Eflum langskólanám Háskólarnir eru gríðarlega mikilvægir, ekki aðeins sem menntastofnanir heldur sem miðstöðvar þekkingar og nýsköpunar. Við verðum því að hlúa vel að þeim en um leið gera miklar kröfur til þeirra um gæði og samkeppnishæfni náms. Háskólarnir íslensku eiga að vera samkeppnishæfir við bestu háskóla erlendis. En það þarf að styrkja annað en bara háskólanna. Við í Miðflokknum leggjum áherslu á að allir þeir sem vilja stunda tækni- og iðnnám fái tækifæri til þess. Menntakerfið verður að vera betur undir búið að taka á móti þeim fjölda sem sótt hefur um nám. Ungt fólk á að hafa sterka rödd inn á Alþingi og kröftuga málsvara sem bera hag þeirra fyrir brjósti. Atkvæði til Miðflokksins gagnast ungu fólki og baráttumálum þeirra. Fjóla Hrund Björnsdóttir skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skóla - og menntamál Suðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni ungs fólks eru okkur í Miðflokknum hugleikin en það er ekki hægt að segja að þau hafi endilega verið ofarlega á baugi í þessari baráttu. Það eru mörg málefni sem snerta ungt fólk og margt má betur fara, þetta höfum við orðið rækilega var við í kosningabaráttunni enda lagt okkur eftir að hlusta á og hitta ungt fólk. Þeirra er framtíðin og öll þróuð lýðræðisþjóðfélög leggja sig eftir að tryggja ungu fólki tækifæri og stuðning. Eignir fyrir alla Ein stærsta fjárfesting einstaklinga í lífinu er kaup á fasteign. Fólk á að fá tækifæri til að eignast sitt eigið heimili en síðustu ár hefur fasteignaverð hækkað skarpt og þar af leiðandi orðið erfiðara fyrir fólk að koma inn á markaðinn og eignast sína fyrstu fasteign. Við í Miðflokknum viljum að ríkið veiti mótframlag sem gefur öllum tækifæri á að eignast eigið húsnæði. Með mótframlaginu er átt við svokallað hlutdeildarlán, þar sem allir fái tækifæri til þess að fá mótframlag frá ríkinu, en ekki nokkrir útvaldir á ári eins og er nú í dag. Þetta er algert lykilatriði til að tryggja ungu fólki leið inn á fasteignamarkað. Um leið viljum við í Miðflokknum að almenningur fái heimild til að setja 3,5% af lífeyrisiðgjaldi sínu í sjóð sem nýta má til eigin fasteignakaupa. Þessar aðgerðir ættu að geta aðstoðað marga sem sjá enga leið út úr vandanum núna. En Miðflokkurinn er með fleiri aðgerðir í smíðum sem eiga að auðvelda fasteignakaup. Það þarf að stuðla að auknu lóðaframboði, fjölbreyttara húsnæði, hvetjandi regluverk, lægri skatta og gjöld og afnema stimpilgjaldið. Framtíð náms á Íslandi Um langt árabil hafa stúdentar gagnrýnt Menntasjóð námsmanna. Það kemur ekki til af góðu. Það er staðreynd að lánin eru óhagstæð og framfærslan og frítekjumarkið er allt of lágt. Nemendum er refsað fyrir að stunda vinnu meðfram námi. Við þetta verður ekki búið að mati okkar Miðflokksmanna enda eiga nemendur að geta tekið hagstæð námslán sem verða ekki byrði á þeim að loknu námi. Jafnrétti til náms er lykilatriði. Það er mikilvægt að tengja námi og atvinnulíf og við í Miðflokknum viljum stuðla að auknu samstarfi þar á milli. Það á að vera hvetjandi fyrir atvinnulífið að ráða inn sumarstarfsmenn sem myndu ganga að starfi hjá fyrirtækinu að loknu námi. Með þessu fá nemendur innsýn í atvinnulífið, eru betur undirbúnir að loknu námi og geta gengið að starfi sem þeir hafa reynslu og þekkingu á. Fyrirtækin munu fá betri starfsmenn. Eflum langskólanám Háskólarnir eru gríðarlega mikilvægir, ekki aðeins sem menntastofnanir heldur sem miðstöðvar þekkingar og nýsköpunar. Við verðum því að hlúa vel að þeim en um leið gera miklar kröfur til þeirra um gæði og samkeppnishæfni náms. Háskólarnir íslensku eiga að vera samkeppnishæfir við bestu háskóla erlendis. En það þarf að styrkja annað en bara háskólanna. Við í Miðflokknum leggjum áherslu á að allir þeir sem vilja stunda tækni- og iðnnám fái tækifæri til þess. Menntakerfið verður að vera betur undir búið að taka á móti þeim fjölda sem sótt hefur um nám. Ungt fólk á að hafa sterka rödd inn á Alþingi og kröftuga málsvara sem bera hag þeirra fyrir brjósti. Atkvæði til Miðflokksins gagnast ungu fólki og baráttumálum þeirra. Fjóla Hrund Björnsdóttir skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun