Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 13:02 Áhyggjufullar nemendur við Ríkisháskólann í Perm í morgun. AP/Anastasia Jakovleva Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi. Upphaflega greindi alríkislögregla Rússlands frá því að átta manns hefðu fallið í skotárásinni í Ríkisháskólanum í Perm, um 1.300 kílómetra austur af Moskvu í morgnu. Reuters-fréttastofan segir nú að í það minnsta sex hafi fallið en fjöldi annarra særst. AP-fréttaveitan segir að 28 séu særðir. Þá sagði talskona háskólans í fyrstu að árásarmanninum hefði verið „útrýmt“. Nú segir hún að hann sé í haldi lögreglu. Innanríkisráðuneytið segir að árásarmaðurinn hafi særst í skotbardaga við lögreglumenn. Fjölmiðlar á svæðinu segja að árásarmaðurinn sé átján ára gamall nemandi við háskólann. Hann hafði birt myndbönd á samfélagsmiðlum fyrir árásina. Svo virðist sem að árásin hafi hvorki tengst stjórnmálum né trúarbrögðum heldur hafi ungi maðurinn verið knúinn áfram af hatri. Talið er að árásarmaðurinn hafi komist yfir riffilinn sem hann notaði við ódæðið í maí. Strangar reglur eru um skotvopnaeign óbreyttra borgara í Rússlandi en hægt er að kaupa byssur til veiða, íþróttaiðkunar og sjálfsvarnar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Lög um skotvopnaeign voru hert eftir að unglingsdrengur myrti níu manns og særði fjölda annarra í skóla í borginni Kazan í maí. Aldursmörk til að kaupa skotvopn voru hækkuð úr átján árum í tuttugu og eins árs. Þau hafa þó enn ekki tekið gildi. AP hefur eftir heilbrigðisráðuneytinu að nítján þeirra sem særðust hafi verið skotnir en sagði ekki hvernig hinir særðust. Frásagnir hafa verið um að nemendur hafi stokkið út um glugga á skólastofum til þess að komast undan byssumanninum. Rússland Tengdar fréttir Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Upphaflega greindi alríkislögregla Rússlands frá því að átta manns hefðu fallið í skotárásinni í Ríkisháskólanum í Perm, um 1.300 kílómetra austur af Moskvu í morgnu. Reuters-fréttastofan segir nú að í það minnsta sex hafi fallið en fjöldi annarra særst. AP-fréttaveitan segir að 28 séu særðir. Þá sagði talskona háskólans í fyrstu að árásarmanninum hefði verið „útrýmt“. Nú segir hún að hann sé í haldi lögreglu. Innanríkisráðuneytið segir að árásarmaðurinn hafi særst í skotbardaga við lögreglumenn. Fjölmiðlar á svæðinu segja að árásarmaðurinn sé átján ára gamall nemandi við háskólann. Hann hafði birt myndbönd á samfélagsmiðlum fyrir árásina. Svo virðist sem að árásin hafi hvorki tengst stjórnmálum né trúarbrögðum heldur hafi ungi maðurinn verið knúinn áfram af hatri. Talið er að árásarmaðurinn hafi komist yfir riffilinn sem hann notaði við ódæðið í maí. Strangar reglur eru um skotvopnaeign óbreyttra borgara í Rússlandi en hægt er að kaupa byssur til veiða, íþróttaiðkunar og sjálfsvarnar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Lög um skotvopnaeign voru hert eftir að unglingsdrengur myrti níu manns og særði fjölda annarra í skóla í borginni Kazan í maí. Aldursmörk til að kaupa skotvopn voru hækkuð úr átján árum í tuttugu og eins árs. Þau hafa þó enn ekki tekið gildi. AP hefur eftir heilbrigðisráðuneytinu að nítján þeirra sem særðust hafi verið skotnir en sagði ekki hvernig hinir særðust. Frásagnir hafa verið um að nemendur hafi stokkið út um glugga á skólastofum til þess að komast undan byssumanninum.
Rússland Tengdar fréttir Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56