Sakar Ástrala og Bandaríkjamenn um tvífeldni og lygar Eiður Þór Árnason skrifar 19. september 2021 14:04 Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakka, hefur fjarlægt diplómatísku hanskana. Ap/Jens Schlueter Franski utanríkisráðherrann hefur lýst yfir neyðarástandi í samskiptum Frakklands við Ástralíu og Bandaríkin vegna ákvörðunar Ástrala um að rifta skyndilega samkomulagi um kaup á frönskum kafbátum. Frakkar kölluðu sendiherra sína í ríkjunum heim á föstudag. Málið varðar nýtt varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands á Indlands- og Kyrrahafi en Frakkar gagnrýna að þeim hafi einungis verið greint frá samstarfinu skömmu áður en það var kynnt opinberlega á miðvikudag. Sem hluti af samkomulaginu skaffa Bandaríkjamenn Áströlum minnst átta kjarnorkuknúna kafbáta sem áður höfðu gert samning við fyrirtækið Naval Group, sem er að meirihluta í eigu franska ríkisins. Talið er sá samningur hafi numið minnst 66 milljörðum bandaríkjadala eða yfir 8.500 milljörðum íslenskra króna. Bandarísku kafbátarnir henti betur Síðast í gær fordæmdi Jean-Yves Le Drian, franski utanríkisráðherrann, ákvörðunina í viðtali og sakaði Bandaríkjamenn og Ástrali um tvífeldni, lítillækkun og lygar. Hann lýsti yfir hættuástandi í samskiptum ríkjanna og sakaði þær um að stórskaða samband þeirra. Gagnrýna Frakkar að þjóðirnar hafi farið leynt með fyrirætlanir sínar. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem Frakkar kalla sendiherra sinn í Bandaríkjunum heim en samband ríkjanna nær aftur til bandaríska frelsisstríðsins á 18. öld. Ástralar segja hins vegar að Frakkar hafi mátt vita að áströlsk stjórnvöld væru með alvarlegar áhyggjur af því að franski kafbátaflotinn myndi ekki fullnægja kröfum þeirra. Bandaríkjastjórn hefur gefið út að hún harmi heimköllun sendiherranna og að unnið verði að því að bæta samskipti við Frakka í varnarmálum. Frakkland Bandaríkin Ástralía Tengdar fréttir Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55 Frakkar reiðir og líkja Biden við Trump Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta. 16. september 2021 16:02 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Sjá meira
Málið varðar nýtt varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands á Indlands- og Kyrrahafi en Frakkar gagnrýna að þeim hafi einungis verið greint frá samstarfinu skömmu áður en það var kynnt opinberlega á miðvikudag. Sem hluti af samkomulaginu skaffa Bandaríkjamenn Áströlum minnst átta kjarnorkuknúna kafbáta sem áður höfðu gert samning við fyrirtækið Naval Group, sem er að meirihluta í eigu franska ríkisins. Talið er sá samningur hafi numið minnst 66 milljörðum bandaríkjadala eða yfir 8.500 milljörðum íslenskra króna. Bandarísku kafbátarnir henti betur Síðast í gær fordæmdi Jean-Yves Le Drian, franski utanríkisráðherrann, ákvörðunina í viðtali og sakaði Bandaríkjamenn og Ástrali um tvífeldni, lítillækkun og lygar. Hann lýsti yfir hættuástandi í samskiptum ríkjanna og sakaði þær um að stórskaða samband þeirra. Gagnrýna Frakkar að þjóðirnar hafi farið leynt með fyrirætlanir sínar. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem Frakkar kalla sendiherra sinn í Bandaríkjunum heim en samband ríkjanna nær aftur til bandaríska frelsisstríðsins á 18. öld. Ástralar segja hins vegar að Frakkar hafi mátt vita að áströlsk stjórnvöld væru með alvarlegar áhyggjur af því að franski kafbátaflotinn myndi ekki fullnægja kröfum þeirra. Bandaríkjastjórn hefur gefið út að hún harmi heimköllun sendiherranna og að unnið verði að því að bæta samskipti við Frakka í varnarmálum.
Frakkland Bandaríkin Ástralía Tengdar fréttir Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55 Frakkar reiðir og líkja Biden við Trump Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta. 16. september 2021 16:02 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Sjá meira
Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. 15. september 2021 23:55
Frakkar reiðir og líkja Biden við Trump Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta. 16. september 2021 16:02