Kæri Bjarni. Opnaðu augun! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 17. september 2021 12:31 Hver vill sjá fólk í ríkisstjórn sem lítur í hina áttina þegar fólkið í landinu bendir á vanrækslu eða ofbeldi á börnum, sjúklingum, fötluðum og eldra fólki? Fyrir utan biðlistana munu kosningarnar snúast um allt annað og meira en það sem þú nefnir í pistli þínum. Í grunninn munu þessar kosningar snúast um viðhorf. Viðhorf stjórnmálamanna til almennings í landinu. Síðustu vikur og mánuði hafa komið fram skelfilegar sögur úr bæði heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Á meðan heilbrigðiskerfið hefur fengið ágætis athygli stjórnmálamanna þá er enginn áhugi meðal manna að ræða menntakerfið. Hvers vegna? Er erfitt að horfast í augu við sannleikann? Ég skora hér með á þig að taka umræðuna. Sýndu að þú sért stjórnmálamaður sem hefur bein í nefinu til þess að ræða vanlíðan barna í skólakerfinu. Það er stór hópur fólks sem stendur í strangri baráttu við menntakerfið alla daga. Það er skólaskylda og við sem eigum börn komumst ekki hjá því að eiga við þetta kerfi, ekki frekar en að sjúklingar komist hjá því að eiga við heilbrigðiskerfið. Þegar þú þarft að berjast með kjafti og klóm fyrir grunnþörfum barnsins þíns þá get ég lofað þér því að hugurinn leitar síst í innlend orkumál. Á meðan þú þarft að hlusta á starfsfólk skóla segja að ekki sé til fjármagn til þess að mæta þörfum barnsins þíns, eða að þú þurfir að bíða í margar vikur og mánuði eftir lífsnauðsynlegri aðgerð og mikilvægum rannsóknarniðurstöðum, þá get ég lofað þér því að lægri skattar eru það síðasta sem þú hugsar um. Þá er þér nákvæmlega sama hvort þú greiðir 36, 40 eða 42 prósent í skatta. Bara að þú fáir nauðsynlega þjónustu. Þetta snýst allt um grunnþarfir, vellíðan, heilbrigði og almenna skynsemi. Það er í hnotskurn það sem þessar kosningar snúast um, við skulum hafa það á hreinu. Það að stjórnmálamenn hunsi vandann getur ekki boðað gott. Þeir gætu allt eins gefið okkur puttann og það er ekki það viðhorf sem við þurfum á að halda í samfélaginu. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skattar og tollar Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hver vill sjá fólk í ríkisstjórn sem lítur í hina áttina þegar fólkið í landinu bendir á vanrækslu eða ofbeldi á börnum, sjúklingum, fötluðum og eldra fólki? Fyrir utan biðlistana munu kosningarnar snúast um allt annað og meira en það sem þú nefnir í pistli þínum. Í grunninn munu þessar kosningar snúast um viðhorf. Viðhorf stjórnmálamanna til almennings í landinu. Síðustu vikur og mánuði hafa komið fram skelfilegar sögur úr bæði heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Á meðan heilbrigðiskerfið hefur fengið ágætis athygli stjórnmálamanna þá er enginn áhugi meðal manna að ræða menntakerfið. Hvers vegna? Er erfitt að horfast í augu við sannleikann? Ég skora hér með á þig að taka umræðuna. Sýndu að þú sért stjórnmálamaður sem hefur bein í nefinu til þess að ræða vanlíðan barna í skólakerfinu. Það er stór hópur fólks sem stendur í strangri baráttu við menntakerfið alla daga. Það er skólaskylda og við sem eigum börn komumst ekki hjá því að eiga við þetta kerfi, ekki frekar en að sjúklingar komist hjá því að eiga við heilbrigðiskerfið. Þegar þú þarft að berjast með kjafti og klóm fyrir grunnþörfum barnsins þíns þá get ég lofað þér því að hugurinn leitar síst í innlend orkumál. Á meðan þú þarft að hlusta á starfsfólk skóla segja að ekki sé til fjármagn til þess að mæta þörfum barnsins þíns, eða að þú þurfir að bíða í margar vikur og mánuði eftir lífsnauðsynlegri aðgerð og mikilvægum rannsóknarniðurstöðum, þá get ég lofað þér því að lægri skattar eru það síðasta sem þú hugsar um. Þá er þér nákvæmlega sama hvort þú greiðir 36, 40 eða 42 prósent í skatta. Bara að þú fáir nauðsynlega þjónustu. Þetta snýst allt um grunnþarfir, vellíðan, heilbrigði og almenna skynsemi. Það er í hnotskurn það sem þessar kosningar snúast um, við skulum hafa það á hreinu. Það að stjórnmálamenn hunsi vandann getur ekki boðað gott. Þeir gætu allt eins gefið okkur puttann og það er ekki það viðhorf sem við þurfum á að halda í samfélaginu. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun