Einhvers staðar lengst vestur á Vestfjörðum… Bragi Þór Thoroddsen skrifar 16. september 2021 13:31 Við byggjum lítið þorp hér vestur á fjörðum liðlega 180 manns – Súðavík. Þorpið liggur á mörkum 66°01’ 40”Norður og 22°59’30”Vestur. Það þýðir að við erum talsvert langt frá höfuðborgarsvæðinu sem er staðsett á uþb 64°08’48” norður og 21°56’24” vestur og fer stækkandi. Milli svæðanna eru þannig nokkrar gráður og lengdarbaugur, en þó ekki síst ímynd og ókleyf fjöll fordóma og gamaldags óbilgirni. Samgöngumannvirki eru ekki stífluð hér vestra af umferð líkt og á annatíma í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði eða Garðabæ. Hér markast veturinn af því að umferð er ekki vandalaus vegna snjóflóðahættu og grjóthruns úr um 600 m háu og snarbröttu fjalli við Súðavíkurhlíð. Þannig lokast á okkur í Súðavík við umheiminn (Ísafjarðarbæ) á annan veginn en hina leiðina er langt í þéttbýli, eða um 200 km til Hólmavíkur. Veturinn 2020 – janúar fram í lok mars, lokaðist um Súðavíkurhlíð 40 sinnum á um 90 dögum. Vegtenging við SV-hornið er löngu. Sú leið er um Djúpveg sem getur verið farartálmi að vetri með Steingrímsfjarðarheiðina í milli, enda næsta lítið um bjargir á þessum langa kafla. Og Þröskuldar eiga til að koma sterkir inn að vetri og bera nafn með rentu. Og þetta er víðar svona á Vestfjörðum, bæði suður- og norðurhluta fjarðanna. Og vert er að hafa í huga að um þessa vegi er að fara til að sækja læknisþjónustu og flest annað sem sótt er í þéttbýlisstaði, atvinnu og menningarupplifanir. En við erum ekki bara Súðavík í Súðavíkurhreppi, hreppurinn allur telur liðlega 200 manns (211 í allt í dag, 14.9.2021). Það þýðir að í Súðavík og dreifbýlinu er fólk sem á rétt á og þarf þjónustu sem okkur þykir öll sjálfsögð; grunnþarfirnar raforku, samgöngur og fjarskipti – annað er flestum framandi sem lúxus eða munaður. Ætla má að helmingur þeirra sem byggja Inndjúpið hafi amk hluta viðurværis síns af ferðaþjónustu og greiðasölu í bland við sauðfjárrækt auk þess sem kúabú eru tvö. Aflagður héraðsskólinn í Reykjanesi hýsir ferðaþjónustu yfir sumarið, Heydalur er ferðaþjónustustaður með opið allan ársins hring. Vigur, Hvítanes og Ögur eru með greiðasölu og ferðaþjónustutengda starfsemi yfir sumarmánuðina. Svansvík, Strandsel og Látur státa enn af búskap svo og Svarthamar og Hattardalur í Álftafirði. Þeir bæir sem teljast til Súðavíkurhrepps eru dreifðir á uþb 150 km strandlengju á svæði sem á ekki langa sögu samgangna á landi, enda sinnti um hríð djúpbáturinn Fagranes þeim bæjum sem um ræðir að miklu leyti, flutti fólk og vistir, sótti mjólk og afurðir. Í hreppnum má finna höfuðból Vatnsfirðinga þannig að varast ber að misskilja fólkið sem býr hér, Vatnsfirðingar eiga sögu um að vera ekki lömb að leika við, og áar þeirra eru um allt land í dag. Ég er bæði brottfluttur og aðfluttur hér á Vestfjörðum. Ég, stjórnsýslulögfræðingstuska út Kópavogi, átti rætur mínar á Patreksfirði, fiskiþorpi sem er vestan og norðan við Reykjavík. Atvinnuleit og ævintýraþrá rak mig eins og marga aðra á SV-hornið fyrir liðlega tveimur áratugum – mig til að gerðist hetja hafsins. Hafið gaf og hafið tók; gaf mér reynslu en tók svefn. Og ég var svo grunnhygginn að halda að lögfræðingur svæfi betur í eigin rúmi á föstu landi en hetja hafsins á rúmsjó. Það var rangt, því betri er svefn hinna réttlátu í afmörkuðum heimi. En ég menntaði mig til lögfræðings og starfaði við stjórnsýslu á höfuðborgarsvæðinu í um 10 ár sem var reynsla sem með mér býr. Með óbilandi trú á heimahagana og áhuga á stjórnsýslu og málefnum landsbyggðarinnar vildi ég fara og reyna að gera gagn fyrir landsfjórðunginn minn - Vestfirði. Fór það svo að ég fluttist vestur og norður í Súðavíkurhrepp og finnst það skemmtileg kúvending í lífinu. Starfið, framkvæmdastjóri sveitarfélags, er líflegt og gefandi - enda brenn ég fyrir svæðinu og hagsmunum þess í smáu og stóru samhengi. Lífi vent í kross enn einu sinni og rætur togaðar og slitnar frá fyrirheitna byggðarlaginu Kópavogi. Kópavogur er Mekka, Miðgarður og þar er einfaldlega gott að búa, blessuð sé minning manns. Þar er margt og gott fólk, stjórnsýslan keppnis og allt eins og það á vera; sundlaugar og heitt vatn þegar skrúfað er frá – og kostar ekki hálfan handlegg. En að lífinu á Vestfjörðum. Það kemur að því að borga rafmagnsreikning til heimabrúks og húshitunar... En mér er ekki vorkunn. Yfirborgður framkvæmdastjóri lítils sveitarfélags enda nefnt sem kostnaður sem unnt sé að vinda ofan af með sameiningum sveitarfélaga. Einn draugurinn á veginum, kveðinn upp af fólki sem heldur að það sé eini lapsusinn í kerfinu – þ.e. fjöldi fámennra sveitarfélaga og kostnaður við stjórnsýsluna. Svo og svo mikið megi spara með því að gera eitt sveitarfélag úr tveimur eða fleiri, þannig fáist sparnaður og ... slagkraftur. Efling sveitarstjórnarstigsins hét herferðin og voru nefndar til leiks tölur um sparnað og krónur sem skyldu renna óheftar í sameinað svæði. Það þarf ekki að leggjast lengi í tölfræði eða yfir landakort til þess að sjá hvernig sagan kennir okkur um afdrif sameinaðra sveitarfélaga. En samt var þráast við og skyldi gert með lögum og þvingan, hvort sem íbúum viðkomandi sveitarfélaga hugnaðist eður ei. Sameining er af hinu góða og hagræðing, en slíkt á að koma sem hvati frá fólkinu sem byggir þau sveitarfélög sem í hlut eiga – ekki sem valdboð að ofan. Já, ég er starfskraftur sem er tilgreindur sem kostnaður í reiknilíkani ráðherra málaflokksins sem einn af helstu hvötum þess að leggjast í sameiningarátak. Launin mín eru slík, kostnaður af því að halda úti stjórnsýslu og guðmávitahvað. En sjálfstæði og lýðræði kostar. Ef við köstum því fyrir róða erum við ekki lýðveldi né lýðræðisleg og því engin ástæða til að halda slíku úti yfir höfuð. Því mætti þá allt eins fórna sjálfstæði okkar yfir í skilyrðislausa aðild að ESB – fullveldi okkar. Örugglega má færa fyrir því samskonar rök að það kosti of mikið að reka íslenska stjórnsýslu, embættismenn séu yfirborgaðir og sligi okkar fámennu þjóð. En ég finn til með launafólki, skjólstæðingum sveitarfélaga, öryrkjum, eldriborgurum og ungu fólki sem er að reyna að fóta sig hér fyrir vestan og vill fá að hafa þann munað að geta opnað glugga þega hitastigið er undir 10°C án þess að það urgi í rafmagnsmælum. Hins vegar sér dreifiveitan og orkusalinn til þess ásamt óréttlátri umhverfisstefnu til þess að hér bruðlar enginn með raforku. Snorrabúð er stekkur - Vatnsfjörður er að vísu höfuðból en við höfum ekki sama tak á landsmálum og forðum. Þeim er stýrt við Austurvöll og guðmávita hvar. Og ef við viljum framfarir (eða uppfærslu á innviðum í átt að nútíma) spretta upp fyrirstöður úr átt sem síst skyldi; frá stjórnmálamönnum, grasrót, hagsmunasamtökum, græna hagkerfinu, fólki sem vill bara heimsækja okkur og skottast um á hybrid farartækjum og orkuskiptum samgöngutækjum. Auðvitað er á bak við þetta allt fólk með góðar meiningar, en stundum er það bara ekki það sem aðrir vilja eða þurfa. Tækifæri í landinu eiga að vera jöfn svo og kostur á því að eiga lífsgæði og aðgengi að innviðum og þjónustu. Sem framkvæmdastjóri sveitarfélags reyni ég að hrinda á framkvæmdastig þess sem staðbundna stjórnvaldið ákvarðar á fundum. Ákvörðunum sem miða að því að viðhalda viðgangi okkar hér, með óskum um að fá að vera fólk með meiningar um allt hið best fyrir okkar stórbrotnu náttúru. Og í sátt við stefnu stjórnvalda – fólkinu sem raunverulega stjórna landinu ásamt leyndu og ljósu valdi fjármagns. Ég er ekki að tala sem sósísalisti, umhverfisverndarsinni eða fulltrúi einstaklingsframtaksins. Oftar en ekki gildir einu hvað flokkarnir heita sem landinu stýra, flestir gera sitt besta með hag þjóðarinnar að leiðarljósi – en þó útþynnt með áherslumun sérhagsmuna og málefna sem þrýst er í gegn. Ég stend frami fyrir því að vita vart hvað kjósa eigi í komandi kosningum. Ég taldi mig þó vera með nokkuð mótaðar hugmyndir í þeim efnum. En umskipti á íslensku samfélagi frá óhóflegu góðærisbraski fyrirhrunsára og uppgjör við þann tíma hefur afhjúpað margt sem átti ekki að koma í dagsljósið eða verða lýðum ljóst. Og til að setja þetta í samhengi fyrir mig hef m.a. starfað með stjórnmálaafli sem vildi umbætur í Kópavogi, VG, Sjálfstæðisflokki og raunar öllu rófinu ef því er að skipta. Enda er ég þeirrar ungæðislegu trúar að við eigum að þróast í hugsun og læra af fortíð með hag framtíðar sem viðmið. En það er ekki alltaf auðvelt en verður þó litað af því hvað ég tel gagnast sem flestum hér fyrir vestan öðru fremur. Ég kýs með Vestfjörðum og framfaramálum heima í héraði – landinu öllu til heilla. Krafa Vestfirðinga er ekki endilega flókin eða óaðgengileg fyrir valdhafana eftir kosningar og var það heldur ekki á yfirstandandi valdatíð stjórnarsamstarfsins. Að eiga kost á lífsgæðum á par við ímyndað meðaltal slíkra gæða á landsvísu. Við erum fámenn í Súðavíkurhreppi en við viljum taka þátt í verðmætasköpun hér við Djúp. Við viljum og ætlum okkur að halda áfram því hlutverki Vestfjarða að leggja meira af mörkum en fjöldi okkar íbúa gefur tilefni til enda hefur það lengi verið hlutverkið. Vestfirðir hafa yfir að búa staðsetningu með nálægð við gjöful fiskimið, aðgengi að heppilegu eldissvæði fyrir sjókvíaeldi, náttúrfegurð og víðerni sem er grundvöllur ferðaþjónustu, þekkingariðnað og nýsköpun sem skilar sér í framförum, vöruþróun og sprotafyrirtækjum sem hafa fótað sig í samkeppnisumhverfi á íslenskum og erlendum markaði. Við sitjum á kalkþörungasetri á hafsbotni Ísafjarðardjúps sem til stendur að breyta í söluafurð til dýra- og manneldis og skapa þar atvinnutækifæri fyrir þá sem hér búa. Og um leið er lagt lið í því að skapa stöðugleika á svæðinu og framlegð til þjóðarbúsins í heild. En okkur skortir raforku, bæði hvað varðar afhendingaröryggi og framboð. Við eigum ekki stór vatnsföll sem hafa verið virkjuð á Vestfjörðum. Okkar helsta virkjun er ekki stór; Mjólkárvirkjun. Hún gefur liðlega 10 MW, en orkuþörf Vestfjarða er talsvert meiri. Heildarvatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum öllum er um 23 MW meðan heildarþörfin í dag má ætla að sé um 50 MW. Til að mynd er áformuð verksmiðja Íslenska kalkþörungafélagsins í Álftafirði með áætlaða orkuþörf sem næst afköstum Mjólkárvirkjunar. Byggðalína til Súðavíkur flytur að hámarki 2 MW, notkun svæðisins er liðlega 1 MW og því ekki mikið afgangs til að mæta orkuskiptum eða uppbyggingu atvinnulífs. Landsmenn allir vita afdrif áforma um virkjun Hvalár, sem hefði, hvað sem hverju líður, breytt umtalsverðu fyrir orkuöflun á svæðinu og afhendingaröryggi raforku. Ýmis náttúruverndarsamtök lögðust gegn þessum áformum, meira og minna á röngum forsendum. Og hjartalæknir á höfðuborgarsvæðinu beindi sjónum sínum að hjarta Vestfirðinga með útkomu sem mun líklega skapa honum framtíðarstörf við að rafvenda og skera þau mein sem af leiða, brostin hjörtu þeirra sem ætluðu að fá framfarir í orkumálum á svæðinu. Og jafnvel okkar ástkæri leiðtogi virðist hafa verið afvegaleidd um þá virkjun og þýðingu hennar fyrir svæðið og fórnarkostnað náttúru. Öfgar skila okkur ekki betri veröld, hvort heldur í þá átt að ganga á náttúru eða verja hana. Þegar kemur að því að mynda hér ríkisstjórn eftir kosningar má ætla að breytt svið verði miðað við skoðanakannanir undanfarna daga. Það hefur sýnt sig að ekki skiptir öllu fyrir einstaklingana jaðarsettu hver heldur um stjórnartaumana. Kjör þeirra batna hægar en efni standa til, s.s. ljóst má vera af skýrslu um fátækt öryrkja sem kunngerð var í vikunni. Og það í hagvaxtarskeiði sem á fá fordæmi. Líkt er um framfarir á jaðarsvæðum höfuðborgarsvæðisins – landsbyggðina alla. Enn um sinn verður það að teljst bera einkenni bútasaums og hentistefnu í stað öflugrar og ákveðinnar byggðastefnu. Það er engum til gagns að allir byggi SV-hornið þó ætla megi að það sé næstum lögmál. Af því leiða bara frekari áskoranir sem lúta að samgöngumálum og skipulagsmálum á eina þéttbýla svæði landsins. Með frekari jöfnun raforkukostnaðar, til húshitunar og heimabrúks og tilfallandi verðmæstasköpunar, má að hluta til snúa þessari þróun við. En auðvitað þarf líka talsverða hugarfarsbreytingu og víðsýni sem nær lengra en til Hafnarfjarðar og Kjalarness. Og sem Vestfirðingi, sem hefur fengið göng, má vart ætla að heimilt sé að minnast á frekari samgöngubætur, en það gæti hugsanlega líka haft sín áhrif. Að tengja betur svæðið innbyrðis, stækka atvinnusóknarsvæði og þjónustusvæði innan fjórðungsins myndi breyta lífsskilyrðum hér til hins betra, hámarka framlegð svæðisins til eflingar hagvexti og jafna þann aðstöðumun sem Jöfnunarsjóður sveitarfélaga megnar ekki að mæta. Ég býst við því að við Vestfirðingar munum kjósa okkur trúverðuga fulltrúa sem hafa trú á svæðinu og telja innviðauppbyggingu hér til fjárfestinga en ekki kostnaðar. Fulltrúa sem tala með trúverðugum hætti líkt og þeim standi ekki á sama og hafa með sér sögu og bakland til að standa við það að allt verði betra eftir 25. september 2021 – jafnt fyrir alla landsmenn. Að þeim tíma liðnum getum við farið að tala um umbætur á stjórnarskrá, upprætingu spillingar, aðild að ESB eða hver önnur mál sem best eru rædd í landnámi Ingólfs enda kæra flestir sig kollóta um það hér meðan þörf er á þrífösun rafmagns, ljósleiðaratengingum og uppbyggingu samgöngumannvirkja til að halda hér úti byggð. Sem fyrr, Íslandi allt. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Þór Thoroddsen Súðavíkurhreppur Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við byggjum lítið þorp hér vestur á fjörðum liðlega 180 manns – Súðavík. Þorpið liggur á mörkum 66°01’ 40”Norður og 22°59’30”Vestur. Það þýðir að við erum talsvert langt frá höfuðborgarsvæðinu sem er staðsett á uþb 64°08’48” norður og 21°56’24” vestur og fer stækkandi. Milli svæðanna eru þannig nokkrar gráður og lengdarbaugur, en þó ekki síst ímynd og ókleyf fjöll fordóma og gamaldags óbilgirni. Samgöngumannvirki eru ekki stífluð hér vestra af umferð líkt og á annatíma í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði eða Garðabæ. Hér markast veturinn af því að umferð er ekki vandalaus vegna snjóflóðahættu og grjóthruns úr um 600 m háu og snarbröttu fjalli við Súðavíkurhlíð. Þannig lokast á okkur í Súðavík við umheiminn (Ísafjarðarbæ) á annan veginn en hina leiðina er langt í þéttbýli, eða um 200 km til Hólmavíkur. Veturinn 2020 – janúar fram í lok mars, lokaðist um Súðavíkurhlíð 40 sinnum á um 90 dögum. Vegtenging við SV-hornið er löngu. Sú leið er um Djúpveg sem getur verið farartálmi að vetri með Steingrímsfjarðarheiðina í milli, enda næsta lítið um bjargir á þessum langa kafla. Og Þröskuldar eiga til að koma sterkir inn að vetri og bera nafn með rentu. Og þetta er víðar svona á Vestfjörðum, bæði suður- og norðurhluta fjarðanna. Og vert er að hafa í huga að um þessa vegi er að fara til að sækja læknisþjónustu og flest annað sem sótt er í þéttbýlisstaði, atvinnu og menningarupplifanir. En við erum ekki bara Súðavík í Súðavíkurhreppi, hreppurinn allur telur liðlega 200 manns (211 í allt í dag, 14.9.2021). Það þýðir að í Súðavík og dreifbýlinu er fólk sem á rétt á og þarf þjónustu sem okkur þykir öll sjálfsögð; grunnþarfirnar raforku, samgöngur og fjarskipti – annað er flestum framandi sem lúxus eða munaður. Ætla má að helmingur þeirra sem byggja Inndjúpið hafi amk hluta viðurværis síns af ferðaþjónustu og greiðasölu í bland við sauðfjárrækt auk þess sem kúabú eru tvö. Aflagður héraðsskólinn í Reykjanesi hýsir ferðaþjónustu yfir sumarið, Heydalur er ferðaþjónustustaður með opið allan ársins hring. Vigur, Hvítanes og Ögur eru með greiðasölu og ferðaþjónustutengda starfsemi yfir sumarmánuðina. Svansvík, Strandsel og Látur státa enn af búskap svo og Svarthamar og Hattardalur í Álftafirði. Þeir bæir sem teljast til Súðavíkurhrepps eru dreifðir á uþb 150 km strandlengju á svæði sem á ekki langa sögu samgangna á landi, enda sinnti um hríð djúpbáturinn Fagranes þeim bæjum sem um ræðir að miklu leyti, flutti fólk og vistir, sótti mjólk og afurðir. Í hreppnum má finna höfuðból Vatnsfirðinga þannig að varast ber að misskilja fólkið sem býr hér, Vatnsfirðingar eiga sögu um að vera ekki lömb að leika við, og áar þeirra eru um allt land í dag. Ég er bæði brottfluttur og aðfluttur hér á Vestfjörðum. Ég, stjórnsýslulögfræðingstuska út Kópavogi, átti rætur mínar á Patreksfirði, fiskiþorpi sem er vestan og norðan við Reykjavík. Atvinnuleit og ævintýraþrá rak mig eins og marga aðra á SV-hornið fyrir liðlega tveimur áratugum – mig til að gerðist hetja hafsins. Hafið gaf og hafið tók; gaf mér reynslu en tók svefn. Og ég var svo grunnhygginn að halda að lögfræðingur svæfi betur í eigin rúmi á föstu landi en hetja hafsins á rúmsjó. Það var rangt, því betri er svefn hinna réttlátu í afmörkuðum heimi. En ég menntaði mig til lögfræðings og starfaði við stjórnsýslu á höfuðborgarsvæðinu í um 10 ár sem var reynsla sem með mér býr. Með óbilandi trú á heimahagana og áhuga á stjórnsýslu og málefnum landsbyggðarinnar vildi ég fara og reyna að gera gagn fyrir landsfjórðunginn minn - Vestfirði. Fór það svo að ég fluttist vestur og norður í Súðavíkurhrepp og finnst það skemmtileg kúvending í lífinu. Starfið, framkvæmdastjóri sveitarfélags, er líflegt og gefandi - enda brenn ég fyrir svæðinu og hagsmunum þess í smáu og stóru samhengi. Lífi vent í kross enn einu sinni og rætur togaðar og slitnar frá fyrirheitna byggðarlaginu Kópavogi. Kópavogur er Mekka, Miðgarður og þar er einfaldlega gott að búa, blessuð sé minning manns. Þar er margt og gott fólk, stjórnsýslan keppnis og allt eins og það á vera; sundlaugar og heitt vatn þegar skrúfað er frá – og kostar ekki hálfan handlegg. En að lífinu á Vestfjörðum. Það kemur að því að borga rafmagnsreikning til heimabrúks og húshitunar... En mér er ekki vorkunn. Yfirborgður framkvæmdastjóri lítils sveitarfélags enda nefnt sem kostnaður sem unnt sé að vinda ofan af með sameiningum sveitarfélaga. Einn draugurinn á veginum, kveðinn upp af fólki sem heldur að það sé eini lapsusinn í kerfinu – þ.e. fjöldi fámennra sveitarfélaga og kostnaður við stjórnsýsluna. Svo og svo mikið megi spara með því að gera eitt sveitarfélag úr tveimur eða fleiri, þannig fáist sparnaður og ... slagkraftur. Efling sveitarstjórnarstigsins hét herferðin og voru nefndar til leiks tölur um sparnað og krónur sem skyldu renna óheftar í sameinað svæði. Það þarf ekki að leggjast lengi í tölfræði eða yfir landakort til þess að sjá hvernig sagan kennir okkur um afdrif sameinaðra sveitarfélaga. En samt var þráast við og skyldi gert með lögum og þvingan, hvort sem íbúum viðkomandi sveitarfélaga hugnaðist eður ei. Sameining er af hinu góða og hagræðing, en slíkt á að koma sem hvati frá fólkinu sem byggir þau sveitarfélög sem í hlut eiga – ekki sem valdboð að ofan. Já, ég er starfskraftur sem er tilgreindur sem kostnaður í reiknilíkani ráðherra málaflokksins sem einn af helstu hvötum þess að leggjast í sameiningarátak. Launin mín eru slík, kostnaður af því að halda úti stjórnsýslu og guðmávitahvað. En sjálfstæði og lýðræði kostar. Ef við köstum því fyrir róða erum við ekki lýðveldi né lýðræðisleg og því engin ástæða til að halda slíku úti yfir höfuð. Því mætti þá allt eins fórna sjálfstæði okkar yfir í skilyrðislausa aðild að ESB – fullveldi okkar. Örugglega má færa fyrir því samskonar rök að það kosti of mikið að reka íslenska stjórnsýslu, embættismenn séu yfirborgaðir og sligi okkar fámennu þjóð. En ég finn til með launafólki, skjólstæðingum sveitarfélaga, öryrkjum, eldriborgurum og ungu fólki sem er að reyna að fóta sig hér fyrir vestan og vill fá að hafa þann munað að geta opnað glugga þega hitastigið er undir 10°C án þess að það urgi í rafmagnsmælum. Hins vegar sér dreifiveitan og orkusalinn til þess ásamt óréttlátri umhverfisstefnu til þess að hér bruðlar enginn með raforku. Snorrabúð er stekkur - Vatnsfjörður er að vísu höfuðból en við höfum ekki sama tak á landsmálum og forðum. Þeim er stýrt við Austurvöll og guðmávita hvar. Og ef við viljum framfarir (eða uppfærslu á innviðum í átt að nútíma) spretta upp fyrirstöður úr átt sem síst skyldi; frá stjórnmálamönnum, grasrót, hagsmunasamtökum, græna hagkerfinu, fólki sem vill bara heimsækja okkur og skottast um á hybrid farartækjum og orkuskiptum samgöngutækjum. Auðvitað er á bak við þetta allt fólk með góðar meiningar, en stundum er það bara ekki það sem aðrir vilja eða þurfa. Tækifæri í landinu eiga að vera jöfn svo og kostur á því að eiga lífsgæði og aðgengi að innviðum og þjónustu. Sem framkvæmdastjóri sveitarfélags reyni ég að hrinda á framkvæmdastig þess sem staðbundna stjórnvaldið ákvarðar á fundum. Ákvörðunum sem miða að því að viðhalda viðgangi okkar hér, með óskum um að fá að vera fólk með meiningar um allt hið best fyrir okkar stórbrotnu náttúru. Og í sátt við stefnu stjórnvalda – fólkinu sem raunverulega stjórna landinu ásamt leyndu og ljósu valdi fjármagns. Ég er ekki að tala sem sósísalisti, umhverfisverndarsinni eða fulltrúi einstaklingsframtaksins. Oftar en ekki gildir einu hvað flokkarnir heita sem landinu stýra, flestir gera sitt besta með hag þjóðarinnar að leiðarljósi – en þó útþynnt með áherslumun sérhagsmuna og málefna sem þrýst er í gegn. Ég stend frami fyrir því að vita vart hvað kjósa eigi í komandi kosningum. Ég taldi mig þó vera með nokkuð mótaðar hugmyndir í þeim efnum. En umskipti á íslensku samfélagi frá óhóflegu góðærisbraski fyrirhrunsára og uppgjör við þann tíma hefur afhjúpað margt sem átti ekki að koma í dagsljósið eða verða lýðum ljóst. Og til að setja þetta í samhengi fyrir mig hef m.a. starfað með stjórnmálaafli sem vildi umbætur í Kópavogi, VG, Sjálfstæðisflokki og raunar öllu rófinu ef því er að skipta. Enda er ég þeirrar ungæðislegu trúar að við eigum að þróast í hugsun og læra af fortíð með hag framtíðar sem viðmið. En það er ekki alltaf auðvelt en verður þó litað af því hvað ég tel gagnast sem flestum hér fyrir vestan öðru fremur. Ég kýs með Vestfjörðum og framfaramálum heima í héraði – landinu öllu til heilla. Krafa Vestfirðinga er ekki endilega flókin eða óaðgengileg fyrir valdhafana eftir kosningar og var það heldur ekki á yfirstandandi valdatíð stjórnarsamstarfsins. Að eiga kost á lífsgæðum á par við ímyndað meðaltal slíkra gæða á landsvísu. Við erum fámenn í Súðavíkurhreppi en við viljum taka þátt í verðmætasköpun hér við Djúp. Við viljum og ætlum okkur að halda áfram því hlutverki Vestfjarða að leggja meira af mörkum en fjöldi okkar íbúa gefur tilefni til enda hefur það lengi verið hlutverkið. Vestfirðir hafa yfir að búa staðsetningu með nálægð við gjöful fiskimið, aðgengi að heppilegu eldissvæði fyrir sjókvíaeldi, náttúrfegurð og víðerni sem er grundvöllur ferðaþjónustu, þekkingariðnað og nýsköpun sem skilar sér í framförum, vöruþróun og sprotafyrirtækjum sem hafa fótað sig í samkeppnisumhverfi á íslenskum og erlendum markaði. Við sitjum á kalkþörungasetri á hafsbotni Ísafjarðardjúps sem til stendur að breyta í söluafurð til dýra- og manneldis og skapa þar atvinnutækifæri fyrir þá sem hér búa. Og um leið er lagt lið í því að skapa stöðugleika á svæðinu og framlegð til þjóðarbúsins í heild. En okkur skortir raforku, bæði hvað varðar afhendingaröryggi og framboð. Við eigum ekki stór vatnsföll sem hafa verið virkjuð á Vestfjörðum. Okkar helsta virkjun er ekki stór; Mjólkárvirkjun. Hún gefur liðlega 10 MW, en orkuþörf Vestfjarða er talsvert meiri. Heildarvatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum öllum er um 23 MW meðan heildarþörfin í dag má ætla að sé um 50 MW. Til að mynd er áformuð verksmiðja Íslenska kalkþörungafélagsins í Álftafirði með áætlaða orkuþörf sem næst afköstum Mjólkárvirkjunar. Byggðalína til Súðavíkur flytur að hámarki 2 MW, notkun svæðisins er liðlega 1 MW og því ekki mikið afgangs til að mæta orkuskiptum eða uppbyggingu atvinnulífs. Landsmenn allir vita afdrif áforma um virkjun Hvalár, sem hefði, hvað sem hverju líður, breytt umtalsverðu fyrir orkuöflun á svæðinu og afhendingaröryggi raforku. Ýmis náttúruverndarsamtök lögðust gegn þessum áformum, meira og minna á röngum forsendum. Og hjartalæknir á höfðuborgarsvæðinu beindi sjónum sínum að hjarta Vestfirðinga með útkomu sem mun líklega skapa honum framtíðarstörf við að rafvenda og skera þau mein sem af leiða, brostin hjörtu þeirra sem ætluðu að fá framfarir í orkumálum á svæðinu. Og jafnvel okkar ástkæri leiðtogi virðist hafa verið afvegaleidd um þá virkjun og þýðingu hennar fyrir svæðið og fórnarkostnað náttúru. Öfgar skila okkur ekki betri veröld, hvort heldur í þá átt að ganga á náttúru eða verja hana. Þegar kemur að því að mynda hér ríkisstjórn eftir kosningar má ætla að breytt svið verði miðað við skoðanakannanir undanfarna daga. Það hefur sýnt sig að ekki skiptir öllu fyrir einstaklingana jaðarsettu hver heldur um stjórnartaumana. Kjör þeirra batna hægar en efni standa til, s.s. ljóst má vera af skýrslu um fátækt öryrkja sem kunngerð var í vikunni. Og það í hagvaxtarskeiði sem á fá fordæmi. Líkt er um framfarir á jaðarsvæðum höfuðborgarsvæðisins – landsbyggðina alla. Enn um sinn verður það að teljst bera einkenni bútasaums og hentistefnu í stað öflugrar og ákveðinnar byggðastefnu. Það er engum til gagns að allir byggi SV-hornið þó ætla megi að það sé næstum lögmál. Af því leiða bara frekari áskoranir sem lúta að samgöngumálum og skipulagsmálum á eina þéttbýla svæði landsins. Með frekari jöfnun raforkukostnaðar, til húshitunar og heimabrúks og tilfallandi verðmæstasköpunar, má að hluta til snúa þessari þróun við. En auðvitað þarf líka talsverða hugarfarsbreytingu og víðsýni sem nær lengra en til Hafnarfjarðar og Kjalarness. Og sem Vestfirðingi, sem hefur fengið göng, má vart ætla að heimilt sé að minnast á frekari samgöngubætur, en það gæti hugsanlega líka haft sín áhrif. Að tengja betur svæðið innbyrðis, stækka atvinnusóknarsvæði og þjónustusvæði innan fjórðungsins myndi breyta lífsskilyrðum hér til hins betra, hámarka framlegð svæðisins til eflingar hagvexti og jafna þann aðstöðumun sem Jöfnunarsjóður sveitarfélaga megnar ekki að mæta. Ég býst við því að við Vestfirðingar munum kjósa okkur trúverðuga fulltrúa sem hafa trú á svæðinu og telja innviðauppbyggingu hér til fjárfestinga en ekki kostnaðar. Fulltrúa sem tala með trúverðugum hætti líkt og þeim standi ekki á sama og hafa með sér sögu og bakland til að standa við það að allt verði betra eftir 25. september 2021 – jafnt fyrir alla landsmenn. Að þeim tíma liðnum getum við farið að tala um umbætur á stjórnarskrá, upprætingu spillingar, aðild að ESB eða hver önnur mál sem best eru rædd í landnámi Ingólfs enda kæra flestir sig kollóta um það hér meðan þörf er á þrífösun rafmagns, ljósleiðaratengingum og uppbyggingu samgöngumannvirkja til að halda hér úti byggð. Sem fyrr, Íslandi allt. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun