Að læra að kenna Jóna Kristín Gunnarsdóttir og Elín H. Hinriksdóttir skrifa 16. september 2021 07:01 Undanfarið hefur krafa um breyttar áherslur í kennslu orðið sífellt háværari. Ýmislegt hefur breyst á síðastliðnum árum, í auknum mæli sækja kennarar sér endurmenntun og gera margir hverjir sitt allra besta til að koma til móts við kröfur sem á kennara eru lagðar. Kröfur sem snúast um kennslu og kennsluaðferðir með því augnamiði að koma til móts við alla nemendur hvar sem þeir eru staddir. Umræðan helgast að mörgu leiti um aukna ábyrgð skólans og um leið þá kröfu samfélagsins að skólarnir taki að sér stærra hlutverk í uppeldi barna. Sér í lagi þegar eitthvað bjátar á í samfélaginu. Hér má sem dæmi nefna kennslu í fjármálalæsi sem sett var inn í námskrá eftir efnahagshrunið. Hér er hreint ekki verið að gagnrýna þann tiltekna lið enda nauðsynleg fræðsla nú á tímum. Aftur á móti má velta fyrir sér forgangsröðuninni. Er kannski eitthvað í núverandi námi sem skiptir minna máli og mætti ef til vill missa sín. Þurfa t.d. allir að kunna tengiskrift, algebru eða orðflokkagreiningu? Er ekki nær að kenna börnum að fóta sig í samfélagi nútímans, aðstoða þau við að efla styrkleika sína og mæta þeim af skilningi og umburðarlyndi. Það er allra hagur að lögð sé aukin áhersla á að kenna og þjálfa kennaranema í að takast á við raunverulegar aðstæður í kennslustofunni. Með auknum kröfum er nauðsynlegt að undirbúa þá sem allra best og gera um leið kleift að takast á við þau flóknu verkefni sem sinna þarf innan veggja skólans. Eru menntastofnanir sem bera ábyrgð á menntun kennara að áætla nægjanlegum tíma í þjálfun og undirbúning kennara? Hvað með börn sem falla ekki inn í kassann – hvernig má best mæta þeirra þörfum? Það er þyngra en tárum taki að nýútskrifaðir kennarar þurfi aftur og aftur að rekast á veggi í starfi, sökum þekkingarleysis og skorts á réttum verkfærum til að takast á við og ekki síður fyrirbyggja vandann hjá nemendum með sérþarfir, s.s. nemendur með ADHD og aðrar raskanir. Kennsla um fatlanir og raskanir ásamt þjálfun í hagnýtum kennsluaðferðum hefur hingað til haft lítið vægi í grunnmenntun kennara. Þessi atriði ættu að vera stór hluti af náminu ásamt þjálfun í samvinnu. Nemandi með sérþarfir þarf stuðning allra til að þrífast í skólanum og þá skiptir samvinna innan skólans og við forráðamenn höfuðmáli. Væri ekki nær að menntastofnanir fylgdu taktinum í samfélaginu og uppfæri kennsluna í samræmi við auknar kröfur? Gerðu nýútskrifuðum kennurum kleift að mæta á fyrsta degi inn í skólana með þekkingu, jákvæðni og réttu verkfærin til að mæta þessum nemendum. Eftir því sem kennarar öðlast frekari þekkingu og færni í að vinna með nemendum með ADHD og aðrar raskanir verður starfið ánægjulegra, samskipti milli heimilis og skóla batna og færri nemendur upplifa skólagönguna sem einhverja afplánun. Kennarar eru gríðarlega mikilvægur hluti af samfélagsmyndinni og geta átt stóran þátt í að efla nemendur með því að skapa hjá þeim jákvæða og sterka sjálfsmynd. Að loknu námi vilja kennarar að nemendur búi yfir sjálfsvirðingu, tillitssemi og virðingu fyrir öðrum fremur en að eingöngu sé einblínt á einkunnir. Hvort kemur sér betur þegar litið er til framtíðar að fá 10 í stærðfræði eða vera sáttur í eigin skinni? ADHD samtökin hvetja menntastofnanir landsins til að beita sér fyrir að í grunnnámi kennara sé lögð aukin áhersla á kennslu fyrir börn með sérþarfir, fatlanir og raskanir, ásamt því að færa kennurum réttu verkfærin til að takast á við áskoranir sem óhjákvæmilega koma til með að mæta þeim í starfi. Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaður ADHD samtakanna Elín H. Hinriksdóttir sérfræðingur, ADHD samtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur krafa um breyttar áherslur í kennslu orðið sífellt háværari. Ýmislegt hefur breyst á síðastliðnum árum, í auknum mæli sækja kennarar sér endurmenntun og gera margir hverjir sitt allra besta til að koma til móts við kröfur sem á kennara eru lagðar. Kröfur sem snúast um kennslu og kennsluaðferðir með því augnamiði að koma til móts við alla nemendur hvar sem þeir eru staddir. Umræðan helgast að mörgu leiti um aukna ábyrgð skólans og um leið þá kröfu samfélagsins að skólarnir taki að sér stærra hlutverk í uppeldi barna. Sér í lagi þegar eitthvað bjátar á í samfélaginu. Hér má sem dæmi nefna kennslu í fjármálalæsi sem sett var inn í námskrá eftir efnahagshrunið. Hér er hreint ekki verið að gagnrýna þann tiltekna lið enda nauðsynleg fræðsla nú á tímum. Aftur á móti má velta fyrir sér forgangsröðuninni. Er kannski eitthvað í núverandi námi sem skiptir minna máli og mætti ef til vill missa sín. Þurfa t.d. allir að kunna tengiskrift, algebru eða orðflokkagreiningu? Er ekki nær að kenna börnum að fóta sig í samfélagi nútímans, aðstoða þau við að efla styrkleika sína og mæta þeim af skilningi og umburðarlyndi. Það er allra hagur að lögð sé aukin áhersla á að kenna og þjálfa kennaranema í að takast á við raunverulegar aðstæður í kennslustofunni. Með auknum kröfum er nauðsynlegt að undirbúa þá sem allra best og gera um leið kleift að takast á við þau flóknu verkefni sem sinna þarf innan veggja skólans. Eru menntastofnanir sem bera ábyrgð á menntun kennara að áætla nægjanlegum tíma í þjálfun og undirbúning kennara? Hvað með börn sem falla ekki inn í kassann – hvernig má best mæta þeirra þörfum? Það er þyngra en tárum taki að nýútskrifaðir kennarar þurfi aftur og aftur að rekast á veggi í starfi, sökum þekkingarleysis og skorts á réttum verkfærum til að takast á við og ekki síður fyrirbyggja vandann hjá nemendum með sérþarfir, s.s. nemendur með ADHD og aðrar raskanir. Kennsla um fatlanir og raskanir ásamt þjálfun í hagnýtum kennsluaðferðum hefur hingað til haft lítið vægi í grunnmenntun kennara. Þessi atriði ættu að vera stór hluti af náminu ásamt þjálfun í samvinnu. Nemandi með sérþarfir þarf stuðning allra til að þrífast í skólanum og þá skiptir samvinna innan skólans og við forráðamenn höfuðmáli. Væri ekki nær að menntastofnanir fylgdu taktinum í samfélaginu og uppfæri kennsluna í samræmi við auknar kröfur? Gerðu nýútskrifuðum kennurum kleift að mæta á fyrsta degi inn í skólana með þekkingu, jákvæðni og réttu verkfærin til að mæta þessum nemendum. Eftir því sem kennarar öðlast frekari þekkingu og færni í að vinna með nemendum með ADHD og aðrar raskanir verður starfið ánægjulegra, samskipti milli heimilis og skóla batna og færri nemendur upplifa skólagönguna sem einhverja afplánun. Kennarar eru gríðarlega mikilvægur hluti af samfélagsmyndinni og geta átt stóran þátt í að efla nemendur með því að skapa hjá þeim jákvæða og sterka sjálfsmynd. Að loknu námi vilja kennarar að nemendur búi yfir sjálfsvirðingu, tillitssemi og virðingu fyrir öðrum fremur en að eingöngu sé einblínt á einkunnir. Hvort kemur sér betur þegar litið er til framtíðar að fá 10 í stærðfræði eða vera sáttur í eigin skinni? ADHD samtökin hvetja menntastofnanir landsins til að beita sér fyrir að í grunnnámi kennara sé lögð aukin áhersla á kennslu fyrir börn með sérþarfir, fatlanir og raskanir, ásamt því að færa kennurum réttu verkfærin til að takast á við áskoranir sem óhjákvæmilega koma til með að mæta þeim í starfi. Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaður ADHD samtakanna Elín H. Hinriksdóttir sérfræðingur, ADHD samtakanna
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun