Mbappé meiddur af velli er PSG mistókst að vinna | Haller skoraði fjögur í Portúgal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2021 21:30 Kylian Mbappé fór meiddur af velli í kvöld. Joris Verwijsty/Getty Images Öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Í A-riðli mættust Club Brugge og París Saint-Germain í Belgíu. Var þetta fyrsti leikurinn sem Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappé byrja fyrir Parísarliðið. Það kom því ef til vill örlítið á óvart þegar Ander Herrera skoraði fyrsta mark leiksins og kom gestunum í 1-0. Herrera hefur verið heitur í frönsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili. Þrjú mörk og tvær stoðsendingar til þessa þar og nú eitt mark í Meistaradeildinni. Heimamenn jöfnuðu þó metin þegar tæpur hálftími var liðinn og staðan 1-1 í hálfleik. Reyndust það lokatölur leiksins og segja má að þetta séu óvæntustu úrslit kvöldsins þar sem talið var að Brugge ætti ekki möguleika gegn ógnarsterku liði PSG. Til að gera stöðuna enn dekkri fyrir Mauricio Pochettino og lærisveina hans þá haltraði Mbappé af velli snemma í síðari hálfleik. Óvíst er hversu illa meiddur hann er. Kylian Mbappe is forced out of PSG s game against Brugge with an injury pic.twitter.com/gRyWXNOYzX— B/R Football (@brfootball) September 15, 2021 Í hinum leik A-riðils vann Manchester City 6-3 sigur á RB Leipzig í ótrúlegum leik. Í B-riðli gerðu Atlético Madríd og FC Porto markalaust jafntefli. Þá vann Liverpool 3-2 sigur á AC Milan í mjög sveiflukenndum leik. Í C-riðli vann Ajax magnaðan 5-1 útisigur á Sporting. Sebastian Haller gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í leiknum. Sá hinn sami og Ajax gleymdi að skrá í Evrópuhóp sinn á síðstu leiktíð. Last season, ex-West Ham forward Sebastian Haller was accidentally left out of Ajax's Europa League squad, in a real-life FM administration error.Tonight, the Frenchman has a hat-trick - just so his employers don't forget about him again #UCL pic.twitter.com/fzVwqckz29— FourFourTwo (@FourFourTwo) September 15, 2021 Í hinum leik C-riðils vann Borussia Dortmund 2-1 sigur á Besiktas í Tyrklandi fyrr í dag. Í D-riðli vann Real Madríd nauman 1-0 sigur á Inter Mílanó. Fyrr í kvöld höfðu nýliðar FC Sheriff unnið 2-0 sigur á Shakhtar Donetsk. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Í A-riðli mættust Club Brugge og París Saint-Germain í Belgíu. Var þetta fyrsti leikurinn sem Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappé byrja fyrir Parísarliðið. Það kom því ef til vill örlítið á óvart þegar Ander Herrera skoraði fyrsta mark leiksins og kom gestunum í 1-0. Herrera hefur verið heitur í frönsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili. Þrjú mörk og tvær stoðsendingar til þessa þar og nú eitt mark í Meistaradeildinni. Heimamenn jöfnuðu þó metin þegar tæpur hálftími var liðinn og staðan 1-1 í hálfleik. Reyndust það lokatölur leiksins og segja má að þetta séu óvæntustu úrslit kvöldsins þar sem talið var að Brugge ætti ekki möguleika gegn ógnarsterku liði PSG. Til að gera stöðuna enn dekkri fyrir Mauricio Pochettino og lærisveina hans þá haltraði Mbappé af velli snemma í síðari hálfleik. Óvíst er hversu illa meiddur hann er. Kylian Mbappe is forced out of PSG s game against Brugge with an injury pic.twitter.com/gRyWXNOYzX— B/R Football (@brfootball) September 15, 2021 Í hinum leik A-riðils vann Manchester City 6-3 sigur á RB Leipzig í ótrúlegum leik. Í B-riðli gerðu Atlético Madríd og FC Porto markalaust jafntefli. Þá vann Liverpool 3-2 sigur á AC Milan í mjög sveiflukenndum leik. Í C-riðli vann Ajax magnaðan 5-1 útisigur á Sporting. Sebastian Haller gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í leiknum. Sá hinn sami og Ajax gleymdi að skrá í Evrópuhóp sinn á síðstu leiktíð. Last season, ex-West Ham forward Sebastian Haller was accidentally left out of Ajax's Europa League squad, in a real-life FM administration error.Tonight, the Frenchman has a hat-trick - just so his employers don't forget about him again #UCL pic.twitter.com/fzVwqckz29— FourFourTwo (@FourFourTwo) September 15, 2021 Í hinum leik C-riðils vann Borussia Dortmund 2-1 sigur á Besiktas í Tyrklandi fyrr í dag. Í D-riðli vann Real Madríd nauman 1-0 sigur á Inter Mílanó. Fyrr í kvöld höfðu nýliðar FC Sheriff unnið 2-0 sigur á Shakhtar Donetsk. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira