Meiri líkur á því að Liverpool vinni Meistaradeildina en Messi með PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2021 09:31 Lionel Messi talar við tyrkneska dómarann Cuneyt Cakir í eftirminnilegum leik á Anfield árið 2019. EPA-EFE/NEIL HALL Tölfræðingarnir á Gracenote hafa reiknað út sigurlíkur liðanna sem taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár en Bayern München er sigurstranglegasta liðið áður fyrsti leikur fer fram. Meistaradeildin fer af stað í kvöld og eins og oft áður hafa spekingar leikið sér að því að reikna sigurlíkur liðanna 32 sem komust í riðlakeppnina. Chelsea have a 92 per cent chance of progressing from group H, according to Gracenote, but such statistics only serve to underline just how disastrous it would be for Thomas Tuchel should he stumble at this stage of the competition | @allyrudd_times https://t.co/dcwnyZKPvY— Times Sport (@TimesSport) September 14, 2021 Bayern München er efst á blaði með átján prósent sigurlíkur í Meistaradeildinni, einu prósenti á undan Manchester City liðinu. Real Madrid er í þriðja sæti með tólf prósent og Barcelona er með tíu prósent sigurlíkur í fjórða sætinu. Barcelona missti kannski Lionel Messi fyrir tímabilið en er samt sigurstranglegra í keppninni að mati Gracenote en Evrópumeistarar Chelsea þrátt fyrir að Lundínaliðið hafi bætt við sig einum besta framherja heims í Romelu Lukaku. Sigurlíkur Chelsea eru átta prósent en liðið er einu prósenti á undan Liverpool sem er í sjötta sæti listans. The 96 teams participating in European competition Bayern Munich (ranked 1) #UCL Manchester City (2) #UCL FC Barcelona (3) #UCL Real Madrid (4) #UCL Liverpool (5) #UCL Chelsea (6) #UCL Atlético Madrid (7) #UCL Paris Saint-Germain (8) #UCL1/12— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 13, 2021 Liverpool er þannig á undan ofurliði Paris Saint Germain sem deilir sjöunda sætinu með Atletico Madrid þrátt fyrir að Parísarliðið hafi bætt við sig hverri stórstjörnunni á fætur annarri í sumar. Stærsti liðstyrkurinn var auðvitað í sjálfum Lionel Messi en sigurlíkur hans í Meistaradeildinni minnkuðu við það að færa sig frá Barcelona til Parísar. Bandaríska tölfræðisíðan Fivethirtyeight spáir Manchester City sigri í Meistaradeildinni en í næstu sætum eru síðan Bayern München og Liverpool en svo fylgja Chelsea og Barcelona eftir í næstu sætum. Which outfield summer signing are you backing to make the biggest impact in Paris?A) Lionel MessiB) Sergio RamosC) Achraf HakimiD) Georginio Wijnaldum#UCL pic.twitter.com/EhQXzqNOYn— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 8, 2021 Þeir ganga enn lengra í að afskrifa Paris Saint Germain en auk Real Madrid og Manchester United þá eru einnig Ajax og Dortmund með meiri sigurlíkur en Lionel Messi, Neymar og félagar þeirra í Paris Saint Germain. Áður en þú getur unnið Meistaradeildina þá þarftu náttúrulega að komast upp úr riðlinum þínum. Þrjú lið eru með níutíu prósent líkur á að ná því samkvæmt útreikningum Gracenota eða lið Real Madrid, Chelsea og Bayern München. Fimm lið til viðbótar eru með áttatíu prósent líkur á því að komast í útsláttarkeppnina samkvæmt útreikningum Gracenote en hvorki Manchester United (78%) né Liverpool (75%) eru í þeim hópi. Þar eru aftur á móti Manchester City, Barcelona, Sevilla, Juventus og Dortmund. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Meistaradeildin fer af stað í kvöld og eins og oft áður hafa spekingar leikið sér að því að reikna sigurlíkur liðanna 32 sem komust í riðlakeppnina. Chelsea have a 92 per cent chance of progressing from group H, according to Gracenote, but such statistics only serve to underline just how disastrous it would be for Thomas Tuchel should he stumble at this stage of the competition | @allyrudd_times https://t.co/dcwnyZKPvY— Times Sport (@TimesSport) September 14, 2021 Bayern München er efst á blaði með átján prósent sigurlíkur í Meistaradeildinni, einu prósenti á undan Manchester City liðinu. Real Madrid er í þriðja sæti með tólf prósent og Barcelona er með tíu prósent sigurlíkur í fjórða sætinu. Barcelona missti kannski Lionel Messi fyrir tímabilið en er samt sigurstranglegra í keppninni að mati Gracenote en Evrópumeistarar Chelsea þrátt fyrir að Lundínaliðið hafi bætt við sig einum besta framherja heims í Romelu Lukaku. Sigurlíkur Chelsea eru átta prósent en liðið er einu prósenti á undan Liverpool sem er í sjötta sæti listans. The 96 teams participating in European competition Bayern Munich (ranked 1) #UCL Manchester City (2) #UCL FC Barcelona (3) #UCL Real Madrid (4) #UCL Liverpool (5) #UCL Chelsea (6) #UCL Atlético Madrid (7) #UCL Paris Saint-Germain (8) #UCL1/12— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 13, 2021 Liverpool er þannig á undan ofurliði Paris Saint Germain sem deilir sjöunda sætinu með Atletico Madrid þrátt fyrir að Parísarliðið hafi bætt við sig hverri stórstjörnunni á fætur annarri í sumar. Stærsti liðstyrkurinn var auðvitað í sjálfum Lionel Messi en sigurlíkur hans í Meistaradeildinni minnkuðu við það að færa sig frá Barcelona til Parísar. Bandaríska tölfræðisíðan Fivethirtyeight spáir Manchester City sigri í Meistaradeildinni en í næstu sætum eru síðan Bayern München og Liverpool en svo fylgja Chelsea og Barcelona eftir í næstu sætum. Which outfield summer signing are you backing to make the biggest impact in Paris?A) Lionel MessiB) Sergio RamosC) Achraf HakimiD) Georginio Wijnaldum#UCL pic.twitter.com/EhQXzqNOYn— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 8, 2021 Þeir ganga enn lengra í að afskrifa Paris Saint Germain en auk Real Madrid og Manchester United þá eru einnig Ajax og Dortmund með meiri sigurlíkur en Lionel Messi, Neymar og félagar þeirra í Paris Saint Germain. Áður en þú getur unnið Meistaradeildina þá þarftu náttúrulega að komast upp úr riðlinum þínum. Þrjú lið eru með níutíu prósent líkur á að ná því samkvæmt útreikningum Gracenota eða lið Real Madrid, Chelsea og Bayern München. Fimm lið til viðbótar eru með áttatíu prósent líkur á því að komast í útsláttarkeppnina samkvæmt útreikningum Gracenote en hvorki Manchester United (78%) né Liverpool (75%) eru í þeim hópi. Þar eru aftur á móti Manchester City, Barcelona, Sevilla, Juventus og Dortmund.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira