Hugsum sjálfstætt – Nýtum kosningaréttinn Arnar Þór Jónsson og Vigfús Bjarni Albertsson skrifa 13. september 2021 19:00 Hefurðu ekki áhuga á að tala um stjórnmál? Nennirðu því ekki? Finnst þér að ekki megi ræða um stjórnmál við vini, ættingja eða á vinnustað? Við setjum þessar línur á blað til að vara við því að við vanrækjum stjórnmálin. Charles de Gaulle orðaði sambærilega hugsun með eftirfarandi hætti: „Stjórnmál eru of alvarlegt viðfangsefni til að eftirláta þau stjórnmálamönnum einum“. Ertu of upptekin(n) til að mæta á kjörstað? Finnst þér ekki skipta máli hvaða menntastefna er lögð skólastarfi til grundvallar, hvað við borgum í skatta og hvernig skattfé er ráðstafað, hvaða vaxtarskilyrði atvinnulífið býr við, hvaða atvinnumöguleika við höfum, hvernig heilbrigðiskerfið er skipulagt, hvaða reglur gilda um framleiðslu matvæla o.s.frv. Blasir ekki við, þegar við hugsum út í það, að stjórnmálin gegnsýra allt okkar daglega líf? Skattgreiðslur eru mál sem kjósendur ættu að láta sig varða, því hér er um að ræða fjármuni sem teknir eru beint úr launaumslagi okkar. Hefurðu reiknað út hversu stór hluti tekna þinna fer í skatta? Hvers konar skatta erum við að greiða? Hvað vinnum við stóran hluta ársins í þágu ríkisins? Hversu stóran hluta vinnudagsins? Hverjir hafa mest um það að segja hvernig þessum fjármunum okkar (sköttunum) er ráðstafað? Stjórnmálamenn auðvitað. Á hverju einasta ári þenst regluverkið út. Kjörnum fulltrúum er ætlað að hafa mest áhrif á þróun og innihald þessara reglna. Á hverju ári bætast við alls konar kröfur um framleiðslustaðla, sem hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir fyrirtæki og neytendur. Stjórnmál ráða því hvaða öryggiskröfur eru gerðar, hvaða reglur gilda um ráðningar í störf, hvernig skipulagsmálum er háttað, samgöngum og hvaða kröfur eru gerðar til húsbygginga o.fl. Stjórnmál eru allt í kringum okkur. Fréttir snúast að miklu leyti um stjórnmál og lögin eru afsprengi pólitískrar umræðu. Framtíð lýðræðisins og lýðveldisins er háð því að við sýnum stjórnmálunum áhuga, látum til okkar taka á þeim vettvangi, tökum þátt í flokksstarfi, veitum stjórnmálamönnum aðhald, tjáum skoðanir okkar, hugsum sjálfstætt. Án alls þessa verður lýðræðið siðlausu stjórnarfari að bráð. Það viljum við ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi lagt áherslu á að efla sjálfstæði einstaklinganna innan samfélagsins með sanngirni og lífsgæði að leiðarljósi. Þessum markmiðum verður best náð með því að tryggja frelsi fólks til að beita hugsun sinni og kröftum innan leyfilegra takmarka, sjálfum sér og öðrum til hagsbóta. Lýðræðið hvílir á þeim grunni að frjálsir, þroskaðir og sjálfstæðir einstaklingar nýti kosningaréttinn skynsamlega. Atkvæði þitt skiptir máli. Ekki kjósa bara eitthvað. Arnar Þór skipar 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi og Vigfús Bjarni skipar skipar 6. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Arnar Þór Jónsson Vigfús Bjarni Albertsson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hefurðu ekki áhuga á að tala um stjórnmál? Nennirðu því ekki? Finnst þér að ekki megi ræða um stjórnmál við vini, ættingja eða á vinnustað? Við setjum þessar línur á blað til að vara við því að við vanrækjum stjórnmálin. Charles de Gaulle orðaði sambærilega hugsun með eftirfarandi hætti: „Stjórnmál eru of alvarlegt viðfangsefni til að eftirláta þau stjórnmálamönnum einum“. Ertu of upptekin(n) til að mæta á kjörstað? Finnst þér ekki skipta máli hvaða menntastefna er lögð skólastarfi til grundvallar, hvað við borgum í skatta og hvernig skattfé er ráðstafað, hvaða vaxtarskilyrði atvinnulífið býr við, hvaða atvinnumöguleika við höfum, hvernig heilbrigðiskerfið er skipulagt, hvaða reglur gilda um framleiðslu matvæla o.s.frv. Blasir ekki við, þegar við hugsum út í það, að stjórnmálin gegnsýra allt okkar daglega líf? Skattgreiðslur eru mál sem kjósendur ættu að láta sig varða, því hér er um að ræða fjármuni sem teknir eru beint úr launaumslagi okkar. Hefurðu reiknað út hversu stór hluti tekna þinna fer í skatta? Hvers konar skatta erum við að greiða? Hvað vinnum við stóran hluta ársins í þágu ríkisins? Hversu stóran hluta vinnudagsins? Hverjir hafa mest um það að segja hvernig þessum fjármunum okkar (sköttunum) er ráðstafað? Stjórnmálamenn auðvitað. Á hverju einasta ári þenst regluverkið út. Kjörnum fulltrúum er ætlað að hafa mest áhrif á þróun og innihald þessara reglna. Á hverju ári bætast við alls konar kröfur um framleiðslustaðla, sem hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir fyrirtæki og neytendur. Stjórnmál ráða því hvaða öryggiskröfur eru gerðar, hvaða reglur gilda um ráðningar í störf, hvernig skipulagsmálum er háttað, samgöngum og hvaða kröfur eru gerðar til húsbygginga o.fl. Stjórnmál eru allt í kringum okkur. Fréttir snúast að miklu leyti um stjórnmál og lögin eru afsprengi pólitískrar umræðu. Framtíð lýðræðisins og lýðveldisins er háð því að við sýnum stjórnmálunum áhuga, látum til okkar taka á þeim vettvangi, tökum þátt í flokksstarfi, veitum stjórnmálamönnum aðhald, tjáum skoðanir okkar, hugsum sjálfstætt. Án alls þessa verður lýðræðið siðlausu stjórnarfari að bráð. Það viljum við ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi lagt áherslu á að efla sjálfstæði einstaklinganna innan samfélagsins með sanngirni og lífsgæði að leiðarljósi. Þessum markmiðum verður best náð með því að tryggja frelsi fólks til að beita hugsun sinni og kröftum innan leyfilegra takmarka, sjálfum sér og öðrum til hagsbóta. Lýðræðið hvílir á þeim grunni að frjálsir, þroskaðir og sjálfstæðir einstaklingar nýti kosningaréttinn skynsamlega. Atkvæði þitt skiptir máli. Ekki kjósa bara eitthvað. Arnar Þór skipar 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi og Vigfús Bjarni skipar skipar 6. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun