500 megi koma saman og opnunartími skemmtistaða lengist Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. september 2021 18:31 Þórólfur skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra í gær. vísir/sigurjón Sóttvarnalæknir leggur til talsverðar tilslakanir á öllum samkomutakmörkunum innanlands í minnisblaði sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra í gær. Þar leggur hann til að 500 megi koma saman og að skemmti- og veitingastaðir fái að hafa opið lengur. „Þegar það gengur vel og þetta er að fara niður og við erum ekki í vanda þá getum við haldið áfram á þessari braut. En eins og ég hef margoft sagt þá verðum við að fara varlega og læra af reynslunni frá fyrri bylgjum, hvað fór úrskeiðis hjá okkur og passa að lenda ekki í því aftur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu fyrir hádegi í dag. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hverjar nýjar tillögur sínar væru nákvæmlega fyrr en ríkisstjórnin hefði rætt þær á fundi sínum í fyrramálið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfesti í samtali við fréttastofu að nokkurra tilslakana mætti vænta næsta föstudag þegar núgildandi takmarkanir renna út. Þær yrðu væntanlega í samræmi við tillögur Þórólfs en hún vildi ekki, frekar en hann sjálfur, gefa neitt upp um nákvæmt innihald minnisblaðsins. Enn stærri viðburðir leyfðir með hraðprófum Fréttastofa hefur þó áreiðanlegar heimildir fyrir því að í minnisblaðinu sé lagt til að almennar samkomutakmarkanir fari úr 200 manns upp í 500. Hingað til hafa 500 mátt koma saman á stórum viðburðum í sóttvarnahólf með notkun hraðprófa. Á slíkum viðburðum hefur þá gilt grímuskylda. Í minnisblaðinu er lagt til að slíkir viðburðir megi verða stærri og á þeim er einnig boðuð breyting á grímuskyldunni. Fréttastofa fékk það ekki staðfest hve stóra viðburði sóttvarnalæknir leggur til né hvort grímuskyldan verði felld niður á þeim öllum. Lengri opnunartími skemmtistaða Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tilslakanir einnig gerðar á opnunartíma skemmtistaða, sem hafa hingað til mátt hleypa inn gestum og selja þeim áfengi til klukkan 23 á kvöldin. Staðirnir hafa síðan þurft að vera orðnir tómir á miðnætti. Hversu lengi þeir fá að hafa opið ef Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fellst á tillögur Þórólfs er óljóst en miðað við orðræðu sóttvarnalæknis síðustu vikur má ekki búast við gífurlegum tilslökunum hér. Hann hefur ítrekað bent á að allar bylgjur faraldursins hér á landi hafi hafist með hópsmitum á næturlífinu og talaði um það við fréttastofu í dag að í tillögum sínum tæki hann mið af fyrri reynslu í faraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
„Þegar það gengur vel og þetta er að fara niður og við erum ekki í vanda þá getum við haldið áfram á þessari braut. En eins og ég hef margoft sagt þá verðum við að fara varlega og læra af reynslunni frá fyrri bylgjum, hvað fór úrskeiðis hjá okkur og passa að lenda ekki í því aftur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu fyrir hádegi í dag. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hverjar nýjar tillögur sínar væru nákvæmlega fyrr en ríkisstjórnin hefði rætt þær á fundi sínum í fyrramálið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfesti í samtali við fréttastofu að nokkurra tilslakana mætti vænta næsta föstudag þegar núgildandi takmarkanir renna út. Þær yrðu væntanlega í samræmi við tillögur Þórólfs en hún vildi ekki, frekar en hann sjálfur, gefa neitt upp um nákvæmt innihald minnisblaðsins. Enn stærri viðburðir leyfðir með hraðprófum Fréttastofa hefur þó áreiðanlegar heimildir fyrir því að í minnisblaðinu sé lagt til að almennar samkomutakmarkanir fari úr 200 manns upp í 500. Hingað til hafa 500 mátt koma saman á stórum viðburðum í sóttvarnahólf með notkun hraðprófa. Á slíkum viðburðum hefur þá gilt grímuskylda. Í minnisblaðinu er lagt til að slíkir viðburðir megi verða stærri og á þeim er einnig boðuð breyting á grímuskyldunni. Fréttastofa fékk það ekki staðfest hve stóra viðburði sóttvarnalæknir leggur til né hvort grímuskyldan verði felld niður á þeim öllum. Lengri opnunartími skemmtistaða Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tilslakanir einnig gerðar á opnunartíma skemmtistaða, sem hafa hingað til mátt hleypa inn gestum og selja þeim áfengi til klukkan 23 á kvöldin. Staðirnir hafa síðan þurft að vera orðnir tómir á miðnætti. Hversu lengi þeir fá að hafa opið ef Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fellst á tillögur Þórólfs er óljóst en miðað við orðræðu sóttvarnalæknis síðustu vikur má ekki búast við gífurlegum tilslökunum hér. Hann hefur ítrekað bent á að allar bylgjur faraldursins hér á landi hafi hafist með hópsmitum á næturlífinu og talaði um það við fréttastofu í dag að í tillögum sínum tæki hann mið af fyrri reynslu í faraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira