Samfylkingin og ASÍ eiga samleið Kjartan Valgarðsson skrifar 10. september 2021 17:30 Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin berjast í þessari kosningabaráttu fyrir því að bæta kjör fólks og hafa komið því rækilega á dagskrá. Samfylkingin hefur sett kjör fjölskyldunnar og barnafólks í forgang og Alþýðusamband Íslands hefur verið áberandi með skilaboð sín um að það sé nóg til. Það er nóg til. ASÍ kynnti skýrslu sína um skatta og ójöfnuð sl. þriðjudag. Samfylkingin hefur sett fram tillögu um nýjan stóreignaskatt, 1,5% á nettó eignir umfram 200 makr. Skatturinn mun skila um 10-14 makr sem við ætlum að nota m.a. til að hækka barnabætur, sem byrja þá ekki að skerðast fyrr en frá og með meðallaunum. Við ætlum að greiða barnabæturnar út mánaðarlega. Margir þekkja til einstæðra foreldra sem vinna aukavinnu eftir venjulegan vinnudag til að ná endum saman. Í sumum tilfellum myndu hækkaðar barnabætur vera jafnháar og útborguð laun fyrir aukavinnuna, sem gerði þá foreldrunum kleift að verja meiri tíma með börnunum. Betri aðstæður barnafjölskyldna koma sér vel fyrir heimili, atvinnulíf, skóla og heilbrigði. Þar er allt að vinna. Skýrsla ASÍ sýnir að það er hægt að ná fram meiri jöfnuði með breytingum á skattkerfinu, með stóreignaskatti, hækkuðu veiðileyfagjaldi, lokun á skattaglufum og -sniðgöngu og betra skatteftirliti. Sjálfstæðismenn tala alltaf um skattalækkanir fyrir kosningar. Reyndar hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð góðum árangri í þessu uppáhaldsstefnumáli sínu, en bara fyrir efnaðasta fólk landsins. ASÍ skýrslan sýnir hvernig skattgreiðslur fóru lækkandi hjá hinum allra ríkustu eftir að auðlegðarskattur Jóhönnustjórnarinnar var afnuminn, en hann jafnaði skattbyrðina þannig að þau ríkustu greiddu aukinn hlut til samneyslunnar. Samfylkingin berst fyrir launafólk og verkalýðshreyfinguna. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir sitt fólk, þá sem mest bera úr býtum. Samtök atvinnulífsins eru þeirra bandamenn. Stefna og áherslur jafnaðarmanna, innan og utan verkalýðshreyfingarinnar, fyrir þessar kosningar er það sem kosningabaráttan snýst um. Jafnaðarmenn stýra dagskránni vegna þess að fólkinu í landinu finnst stefna okkar vera þess eigin stefna. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Kjaramál Kjartan Valgarðsson Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin berjast í þessari kosningabaráttu fyrir því að bæta kjör fólks og hafa komið því rækilega á dagskrá. Samfylkingin hefur sett kjör fjölskyldunnar og barnafólks í forgang og Alþýðusamband Íslands hefur verið áberandi með skilaboð sín um að það sé nóg til. Það er nóg til. ASÍ kynnti skýrslu sína um skatta og ójöfnuð sl. þriðjudag. Samfylkingin hefur sett fram tillögu um nýjan stóreignaskatt, 1,5% á nettó eignir umfram 200 makr. Skatturinn mun skila um 10-14 makr sem við ætlum að nota m.a. til að hækka barnabætur, sem byrja þá ekki að skerðast fyrr en frá og með meðallaunum. Við ætlum að greiða barnabæturnar út mánaðarlega. Margir þekkja til einstæðra foreldra sem vinna aukavinnu eftir venjulegan vinnudag til að ná endum saman. Í sumum tilfellum myndu hækkaðar barnabætur vera jafnháar og útborguð laun fyrir aukavinnuna, sem gerði þá foreldrunum kleift að verja meiri tíma með börnunum. Betri aðstæður barnafjölskyldna koma sér vel fyrir heimili, atvinnulíf, skóla og heilbrigði. Þar er allt að vinna. Skýrsla ASÍ sýnir að það er hægt að ná fram meiri jöfnuði með breytingum á skattkerfinu, með stóreignaskatti, hækkuðu veiðileyfagjaldi, lokun á skattaglufum og -sniðgöngu og betra skatteftirliti. Sjálfstæðismenn tala alltaf um skattalækkanir fyrir kosningar. Reyndar hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð góðum árangri í þessu uppáhaldsstefnumáli sínu, en bara fyrir efnaðasta fólk landsins. ASÍ skýrslan sýnir hvernig skattgreiðslur fóru lækkandi hjá hinum allra ríkustu eftir að auðlegðarskattur Jóhönnustjórnarinnar var afnuminn, en hann jafnaði skattbyrðina þannig að þau ríkustu greiddu aukinn hlut til samneyslunnar. Samfylkingin berst fyrir launafólk og verkalýðshreyfinguna. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir sitt fólk, þá sem mest bera úr býtum. Samtök atvinnulífsins eru þeirra bandamenn. Stefna og áherslur jafnaðarmanna, innan og utan verkalýðshreyfingarinnar, fyrir þessar kosningar er það sem kosningabaráttan snýst um. Jafnaðarmenn stýra dagskránni vegna þess að fólkinu í landinu finnst stefna okkar vera þess eigin stefna. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun