Segja R.Kelly hafa skipað sér að skrifa neyðarleg bréf honum til verndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2021 22:47 Réttarhöldin yfir R. Kelly standa nú yfir. Getty/Antonio Perez Vitni og meint fórnarlömb í máli ákæruvaldsins gegn bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly segja hann hafa skipað sér að skrifa bréf sem innihéldu lýsingar sem komu bréfritara illa. Bréfin voru hugsuð sem eins konar trygging sem hann gæti nýtt sér til að vernda sig fyrir lögsóknum. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Kelly, 54 ára, um kynferðisbrot og aðra misnotkun en hann hefur verið ákærður fyrir mansal. Söngvarinn neitar sök og lögmenn hans segja konurnar grúppíur sem hafi mislíkað þegar Kelly hætti samskiptum við þær. Dómsmál yfir Kelly stendur nú yfir í New York. Í frétt CNN segir að við réttarhöldin hafi meðal annars komið fram í máli fjölda kvenna sem vitna gegn Kelly að þær hafi verið látnar skrifa bréf sem innihéldu alls konar rangar upplýsingar um samband þeirra og Kelly. Kelly geymdi svo bréfin. Saka Kelly um að hafa ætlað að nýta bréfin sér til verndar Konurnar vitna flestar undir dulnöfnum og í máli konu sem kölluð er Jane í frétt CNN segir að hún hafi greint frá því að hún og aðrar kærustur Kelly hafi verið látnar skrifa fjögur til fimm bréf á ári hverju. Verjandi Kelly las upp úr einu bréfinu sem Jane skrifaði. „Ef hann vissi að ég væri sautján ára myndi hann alveg láta mig í friði,“ stóð í einu bréfi Jane. Sagði Jane að Kelly hefði látið hana skrifa þetta og að ekki væri sannleikskorn að finna í þessum bréfum. R. Kelly eins og teiknari sem viðstaddur var réttarhöldin á dögunum teiknaði hann.AP Photo/Elizabeth Williams „Ég ætla að segja öllum að þú hafir nauðgað mér. Ég ætla að segja að þú hafir nauðgað mér alveg frá því að ég var barn,“ skrifaði Jane í öðru bréfi. Aðspurð að því hvort að hún teldi að Kelly hefði látið hana skrifa bréfið til þess að vernda sig vegna málsókna sagði Jane að hún teldi svo vera. Í frétt CNN er vísað í mál Keith Raniere, leiðtoga kynlífssértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum sem dæmdur var í fangelsi fyrir kynlífsþrælkun. Lét hann meðal annars fórnarlömb sín skrifa bréf þar sem fram komu meiðandi upplýsingar um bréfritara. Þetta gerði hann til þess að ná stjórn á viðkomandi með því að segjast ætla að birta bréfin nema viðkomandi léti að stjórn. Í fréttinni er einnig rætt við einn af saksóknurunum sem kom að máli Raniere sem segir að það sé vel þekkt í sams konar málum og R. Kelly er nú að svara fyrir, að láta fórnarlömb skrifa slík bréf og láta hótun fylgja með um að þau verði birt hagi viðkomandi sér í takt við vilja gerandans. Tónlist Bandaríkin Mál R. Kelly Tengdar fréttir Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. 31. ágúst 2021 12:44 Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48 Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14 Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Kelly, 54 ára, um kynferðisbrot og aðra misnotkun en hann hefur verið ákærður fyrir mansal. Söngvarinn neitar sök og lögmenn hans segja konurnar grúppíur sem hafi mislíkað þegar Kelly hætti samskiptum við þær. Dómsmál yfir Kelly stendur nú yfir í New York. Í frétt CNN segir að við réttarhöldin hafi meðal annars komið fram í máli fjölda kvenna sem vitna gegn Kelly að þær hafi verið látnar skrifa bréf sem innihéldu alls konar rangar upplýsingar um samband þeirra og Kelly. Kelly geymdi svo bréfin. Saka Kelly um að hafa ætlað að nýta bréfin sér til verndar Konurnar vitna flestar undir dulnöfnum og í máli konu sem kölluð er Jane í frétt CNN segir að hún hafi greint frá því að hún og aðrar kærustur Kelly hafi verið látnar skrifa fjögur til fimm bréf á ári hverju. Verjandi Kelly las upp úr einu bréfinu sem Jane skrifaði. „Ef hann vissi að ég væri sautján ára myndi hann alveg láta mig í friði,“ stóð í einu bréfi Jane. Sagði Jane að Kelly hefði látið hana skrifa þetta og að ekki væri sannleikskorn að finna í þessum bréfum. R. Kelly eins og teiknari sem viðstaddur var réttarhöldin á dögunum teiknaði hann.AP Photo/Elizabeth Williams „Ég ætla að segja öllum að þú hafir nauðgað mér. Ég ætla að segja að þú hafir nauðgað mér alveg frá því að ég var barn,“ skrifaði Jane í öðru bréfi. Aðspurð að því hvort að hún teldi að Kelly hefði látið hana skrifa bréfið til þess að vernda sig vegna málsókna sagði Jane að hún teldi svo vera. Í frétt CNN er vísað í mál Keith Raniere, leiðtoga kynlífssértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum sem dæmdur var í fangelsi fyrir kynlífsþrælkun. Lét hann meðal annars fórnarlömb sín skrifa bréf þar sem fram komu meiðandi upplýsingar um bréfritara. Þetta gerði hann til þess að ná stjórn á viðkomandi með því að segjast ætla að birta bréfin nema viðkomandi léti að stjórn. Í fréttinni er einnig rætt við einn af saksóknurunum sem kom að máli Raniere sem segir að það sé vel þekkt í sams konar málum og R. Kelly er nú að svara fyrir, að láta fórnarlömb skrifa slík bréf og láta hótun fylgja með um að þau verði birt hagi viðkomandi sér í takt við vilja gerandans.
Tónlist Bandaríkin Mál R. Kelly Tengdar fréttir Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. 31. ágúst 2021 12:44 Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48 Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14 Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. 31. ágúst 2021 12:44
Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48
Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14
Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58