Miss Universe Iceland hópurinn selur föt til styrktar Píeta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. september 2021 19:01 Keppendur Miss Universe Iceland í ár. Manúela Ósk Miss Universe Iceland keppnin fer fram í Gamla bíói þann 29. september. Undirbúningur er í fullum gangi og stelpurnar standa nú fyrir fatasölu fyrir góðan málsstað. Keppendur velja sér á hverju ári góðgerðarmálefni til þess að styrkja. Keppendur Miss Universe Iceland í ár eru nú með sölubás í Extraloppunni í Smáralind og eru búnar að setja hann upp. Allur ágóðinn fer til styrktar Píeta samtakanna. „Okkur stelpunum langaði að nýta þetta platform sem við höfum og gera eitthvað gagn. Við vorum allar sammála um að styrkja Píeta samtökin vegna þess að þau vinna mjög mikilvæg störf sem eru fólki að kostnaðarlausu, og geta því að mestu starfað út frá styrkjum. Ég hef sjálf styrkt þau mánaðarlega í langan tíma og dáist að starfi þeirra. Við erum rosalega þakklátar fyrir hjálpina sem við höfum fengið frá Extraloppunni en þau lánuðu okkur bás til að selja fötin okkar á og salan fer óskert til Píeta,“ segir Elísabet Gróa Steinþórsdóttir keppandi í Miss Universe Iceland en sér um skipulagið á fatasölunni. Básinn þeirra er númer 27 og hópurinn selur flíkur og annað flott frá 5. til 18. september. „Undirbúningurinn fyrir keppnina hefur gengið alveg rosalega vel, við erum með tuttugu stelpur sem keppa núna og þetta er ótrúlega góður hópur. Það er búið að myndast mjög góð stemning og fallegur vinskapur. Þær ná vel saman og æfa því vel saman þannig að ég er bara mjög spennt og peppuð fyrir þessu ári,“ segir Manúela Ósk framkvæmdastjóri keppninnar. „Þetta var skelfilega erfitt í fyrra vegna Covid þannig að það er algjör lúksus núna að gea gert þetta almennilega, eða svona nánast,“ segir hún um undirbúninginn. Manúela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Miss Universe Iceland.Vísir/Vilhelm „Eva Ruza verður kynnir, ég held að hún muni aldrei yfirgefa okkur eða við hana enda er hún einn helsti áhugamaður um fegurðarsamkeppnir á landinu. Hún er líka mín elsta vinkona þannig að við eigum mjög loyal samband,“ segir Manúela. Stelpurnar hafa verið að æfa saman í Reebok tvisvar í viku en í september æfa þær þrisvar í viku fram að keppninni. „Svo tékka stelpurnar sig inn á Hótel Hraun í Hafnarfirði 27. september og verða þar þangað til keppnin er haldin þann 29. september.“ Stúlkan sem verður krýnd Miss Universe Iceland þann 29. september mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe keppninni. Elísabet Hulda Snorradóttir ber titilinn Miss Universe Iceland fram að keppni. „Þetta er búið að vera skrítið ár en Elísabet fór samt út og keppti. Stóra keppnin var haldin og það gekk allt rosalega vel en þetta er ekki búið að vera alveg sama upplifun fyrir hana eins og allar hinar sem hafa farið út í þessa keppni síðustu ár. Vonandi fer þetta aftur í eðlilegt horf núna í ár,“ segir Manúela Ósk að lokum. Keppendurnir í Miss Universe Iceland 2021 verða kynntir betur hér á Vísi fram að keppni. Miss Universe Iceland Tíska og hönnun Geðheilbrigði Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Keppendur velja sér á hverju ári góðgerðarmálefni til þess að styrkja. Keppendur Miss Universe Iceland í ár eru nú með sölubás í Extraloppunni í Smáralind og eru búnar að setja hann upp. Allur ágóðinn fer til styrktar Píeta samtakanna. „Okkur stelpunum langaði að nýta þetta platform sem við höfum og gera eitthvað gagn. Við vorum allar sammála um að styrkja Píeta samtökin vegna þess að þau vinna mjög mikilvæg störf sem eru fólki að kostnaðarlausu, og geta því að mestu starfað út frá styrkjum. Ég hef sjálf styrkt þau mánaðarlega í langan tíma og dáist að starfi þeirra. Við erum rosalega þakklátar fyrir hjálpina sem við höfum fengið frá Extraloppunni en þau lánuðu okkur bás til að selja fötin okkar á og salan fer óskert til Píeta,“ segir Elísabet Gróa Steinþórsdóttir keppandi í Miss Universe Iceland en sér um skipulagið á fatasölunni. Básinn þeirra er númer 27 og hópurinn selur flíkur og annað flott frá 5. til 18. september. „Undirbúningurinn fyrir keppnina hefur gengið alveg rosalega vel, við erum með tuttugu stelpur sem keppa núna og þetta er ótrúlega góður hópur. Það er búið að myndast mjög góð stemning og fallegur vinskapur. Þær ná vel saman og æfa því vel saman þannig að ég er bara mjög spennt og peppuð fyrir þessu ári,“ segir Manúela Ósk framkvæmdastjóri keppninnar. „Þetta var skelfilega erfitt í fyrra vegna Covid þannig að það er algjör lúksus núna að gea gert þetta almennilega, eða svona nánast,“ segir hún um undirbúninginn. Manúela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Miss Universe Iceland.Vísir/Vilhelm „Eva Ruza verður kynnir, ég held að hún muni aldrei yfirgefa okkur eða við hana enda er hún einn helsti áhugamaður um fegurðarsamkeppnir á landinu. Hún er líka mín elsta vinkona þannig að við eigum mjög loyal samband,“ segir Manúela. Stelpurnar hafa verið að æfa saman í Reebok tvisvar í viku en í september æfa þær þrisvar í viku fram að keppninni. „Svo tékka stelpurnar sig inn á Hótel Hraun í Hafnarfirði 27. september og verða þar þangað til keppnin er haldin þann 29. september.“ Stúlkan sem verður krýnd Miss Universe Iceland þann 29. september mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe keppninni. Elísabet Hulda Snorradóttir ber titilinn Miss Universe Iceland fram að keppni. „Þetta er búið að vera skrítið ár en Elísabet fór samt út og keppti. Stóra keppnin var haldin og það gekk allt rosalega vel en þetta er ekki búið að vera alveg sama upplifun fyrir hana eins og allar hinar sem hafa farið út í þessa keppni síðustu ár. Vonandi fer þetta aftur í eðlilegt horf núna í ár,“ segir Manúela Ósk að lokum. Keppendurnir í Miss Universe Iceland 2021 verða kynntir betur hér á Vísi fram að keppni.
Miss Universe Iceland Tíska og hönnun Geðheilbrigði Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira