Sjö fengin til að skapa Áramótaskaupið Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2021 10:07 Hópurinn sem mun standa að gerð Áramótaskaupsins í ár. RÚV Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár. Frá þessu segir í tilkynningu frá RÚV, en tökur hefjast í nóvember og sér Republik um framleiðsluna. Haft er eftir Reyni Lyngdal leikstjóra að hann og teymið séu mjög upp með okkur að vera treyst fyrir Skaupinu 2021. Að vinna skaup sé fyrst og fremst mjög skemmtileg og gefandi vinna með frábæru og fyndnu fólki. „Ég er í skýjunum með höfundahópinn sem mun vinna þetta með mér í ár. Þetta er svo svakalega klárt og gott fólk úr ólíkum áttum og stemmningin í hópnum frábær. Skaup er í grunnina svo furðulegt fyrirbæri. Skemmtiþáttur sem á helst að höfða til allra, stinga á kýlum og vera svakalega fyndinn. Við munum leggja okkur öll fram við að gera árinu skil í gríni og söng. Nálgunin er að einhverju leyti svipuð í ár þó að atburðir ársins leggi alltaf tóninn. Ég legg mikið upp úr því að mismunandi raddir höfundanna fái að skína í gegn. Við nálgumst grínið útfrá fólkinu, þjóðarsálinni og stemningunni í landi á árinu. Það sem er kannski frábrugðið milli ára er að maður finnur fyrir aðeins meiri óþreyju í samfélaginu á meðan á sama tíma í fyrra var mjög sterk stemmning fyrir sameiningu og að klára þetta saman. Þar spilar meðal annars 4. bylgja Covid inn í og svo er þetta kosningaár sem setur alltaf annan tón í þjóðarpúlsinn. Varðandi leikaraval þá er það alltaf undir skrifunum hvernig það þróast og hverjir verða með, ég hef lagt mikið upp úr því að hafa leikarahópinn sem fjölbreytastan og hafa sem flesta með innan þess ramma. Nú a sem okkur er gefinn. Ég hlakka mikið til að takast á við skaupið í ár.“ Klippa: Ísland í dag - Svona var Skaupið árið 2020 Góðar viðtökur Þá er haft eftir Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra sjónvarps, að RÚV hafi verið hæstánægð með Reyni og framleiðslufyrirtækið Republik síðustu tvö ár. „Skaupið hefur heppnast gríðarlega vel hjá þeim og hlotið frábærar viðtökur almennings. Við erum þess vegna afar glöð með að þau taki þetta krefjandi verkefni að sér þriðja árið í röð. Skaupið er okkar vinsælasta dagskrárefni ár hvert og við höfum fundið fyrir því sérstaklega nú á þessum skrýtnu tímum að það er mikilvægt fyrir þjóðina að það sé vel og fagmannlega gert. Þess vegna er gott að setja þetta verkefni í hendurnar á fólki sem við treystum og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli. Við hlökkum mikið til að bjóða þjóðinni upp á afrakstur þessa frábæra fólks á Gamlárskvöld.“ Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Netverjar kveða upp dóm sinn um Skaupið Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu hafa verið vel tekið. 1. janúar 2021 10:04 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá RÚV, en tökur hefjast í nóvember og sér Republik um framleiðsluna. Haft er eftir Reyni Lyngdal leikstjóra að hann og teymið séu mjög upp með okkur að vera treyst fyrir Skaupinu 2021. Að vinna skaup sé fyrst og fremst mjög skemmtileg og gefandi vinna með frábæru og fyndnu fólki. „Ég er í skýjunum með höfundahópinn sem mun vinna þetta með mér í ár. Þetta er svo svakalega klárt og gott fólk úr ólíkum áttum og stemmningin í hópnum frábær. Skaup er í grunnina svo furðulegt fyrirbæri. Skemmtiþáttur sem á helst að höfða til allra, stinga á kýlum og vera svakalega fyndinn. Við munum leggja okkur öll fram við að gera árinu skil í gríni og söng. Nálgunin er að einhverju leyti svipuð í ár þó að atburðir ársins leggi alltaf tóninn. Ég legg mikið upp úr því að mismunandi raddir höfundanna fái að skína í gegn. Við nálgumst grínið útfrá fólkinu, þjóðarsálinni og stemningunni í landi á árinu. Það sem er kannski frábrugðið milli ára er að maður finnur fyrir aðeins meiri óþreyju í samfélaginu á meðan á sama tíma í fyrra var mjög sterk stemmning fyrir sameiningu og að klára þetta saman. Þar spilar meðal annars 4. bylgja Covid inn í og svo er þetta kosningaár sem setur alltaf annan tón í þjóðarpúlsinn. Varðandi leikaraval þá er það alltaf undir skrifunum hvernig það þróast og hverjir verða með, ég hef lagt mikið upp úr því að hafa leikarahópinn sem fjölbreytastan og hafa sem flesta með innan þess ramma. Nú a sem okkur er gefinn. Ég hlakka mikið til að takast á við skaupið í ár.“ Klippa: Ísland í dag - Svona var Skaupið árið 2020 Góðar viðtökur Þá er haft eftir Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra sjónvarps, að RÚV hafi verið hæstánægð með Reyni og framleiðslufyrirtækið Republik síðustu tvö ár. „Skaupið hefur heppnast gríðarlega vel hjá þeim og hlotið frábærar viðtökur almennings. Við erum þess vegna afar glöð með að þau taki þetta krefjandi verkefni að sér þriðja árið í röð. Skaupið er okkar vinsælasta dagskrárefni ár hvert og við höfum fundið fyrir því sérstaklega nú á þessum skrýtnu tímum að það er mikilvægt fyrir þjóðina að það sé vel og fagmannlega gert. Þess vegna er gott að setja þetta verkefni í hendurnar á fólki sem við treystum og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli. Við hlökkum mikið til að bjóða þjóðinni upp á afrakstur þessa frábæra fólks á Gamlárskvöld.“
Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Netverjar kveða upp dóm sinn um Skaupið Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu hafa verið vel tekið. 1. janúar 2021 10:04 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Netverjar kveða upp dóm sinn um Skaupið Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu hafa verið vel tekið. 1. janúar 2021 10:04