Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2021 10:45 Stuðingsmenn Trump gengu hart fram gegn lögreglumönnum sem reyndu að verja þinghúsið af veikum mætti. Lögreglumennirnir enduðu á aö hörfa undan áhlaupinu og múgurinn braust inn í þinghúsið. Vísir/Getty Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. Reuters-fréttastofan hefur eftir ónefndum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum alríkislögreglunnar FBI að þeir telji ekki að hægriöfgahópar eða þekktir stuðningsmenn Trump hafi stýrt árásinni. Engu að síður voru vopnaðar sveitir manna sem skipulögðu sig fyrir atlöguna, þar á meðal hægriöfgahóparnir Varðmenn eiðsins og Stoltu strákarnir. Þær lögðu á ráðin um að brjótast inn í þinghúsið. Alríkislögreglan telur sig ekki hafa vísbendingarnar um að hóparnir hafi gert áætlanir um hvað skyldi gera þegar inn væri komið. Engu að síður hafa fleiri en 570 manns sem tóku þátt í árásinni verið handteknir til þessa. Fleiri en 170 hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á lögreglumenn eða hindra þá í starfi. Þá hafa saksóknarar ákært fjörtíu manns og sakað þá um að hafa skipulagt árásina að einhverju leyti. Einum leiðtoga Stoltu strákanna er gefið að sök að hafa safnað liði og hvatt félaga sína til að sanka að sér skotheldum vestum og öðrum herbúnaði vikurnar fyrir árásina. Daginn sem árásin var gerð hafi leiðtoginn skipað félögum sínum að skipta sér upp í hópa og brjótast inn í þinghúsið á nokkrum stöðum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun New York Times um hvernig árásin á þinghúsið þróaðist. Hún byggir á fjölda samfélagsmiðlamyndbanda sem stuðningsmenn Trump birtu sjálfir. Þar sést meðal annars hvernig liðsmenn hægriöfgahópa reyndu að beina mannfjöldanum inn í þinghúsið. Lygar um að varaforsetinn gæti hafnað úrslitunum Árásin á þinghúsið var gerð 6. janúar, daginn sem báðar deildir Bandaríkjaþings komu saman til þess að staðfesta úrslit forsetakosninganna sem fóru fram í nóvember. Trump, fráfarandi forseti, hafði þá um margra vikna skeið logið því að stuðningsmönnum sínum að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigurinn og að Mike Pence, varaforseti hans, hefði vald til þess að hafna úrslitunum þennan dag. Eftir að Trump hélt ræðu yfir stuðningsmönnum sínum í Washington-borg þar sem hann sagði þeim meðal annars að þeir tækju landið sitt aldrei til baka með veikleika strunsaði stór hluti mannfjöldans að þinghúsinu. Þar safnaðist hópurinn saman og laust honum saman við lögreglumenn sem gættu þinghússins. Fleiri en hundrað lögreglumenn særðust í átökunum sem upphófust en þeim lauk með því að múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið. Þar fór fólk um ganga og skrifstofur og virtust sumir leita uppi Pence og leiðtoga demókrata. Fjórir létust í árásinni, þar á meðal kona úr árásarliðinu sem var skotin til bana þegar hún reyndi að fara inn í sal fulltrúadeildinnar um brotna rúðu. Einn lögreglumaður lést daginn eftir. Síðar um daginn kom þingheimur aftur saman og staðfesti sigur Joes Biden í forsetakosningunum. Nokkrir þingmenn repúblikana sem ætluðu að greiða atkvæði gegn staðfestingunni hættu við eftir atburði dagsins. Engu að síður greiddi meirihluti þingflokksins í fulltrúadeildinni atkvæði gegn því að staðfesta kosningaúrslitin jafnvel eftir árásina. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00 Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32 Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Sjá meira
Reuters-fréttastofan hefur eftir ónefndum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum alríkislögreglunnar FBI að þeir telji ekki að hægriöfgahópar eða þekktir stuðningsmenn Trump hafi stýrt árásinni. Engu að síður voru vopnaðar sveitir manna sem skipulögðu sig fyrir atlöguna, þar á meðal hægriöfgahóparnir Varðmenn eiðsins og Stoltu strákarnir. Þær lögðu á ráðin um að brjótast inn í þinghúsið. Alríkislögreglan telur sig ekki hafa vísbendingarnar um að hóparnir hafi gert áætlanir um hvað skyldi gera þegar inn væri komið. Engu að síður hafa fleiri en 570 manns sem tóku þátt í árásinni verið handteknir til þessa. Fleiri en 170 hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á lögreglumenn eða hindra þá í starfi. Þá hafa saksóknarar ákært fjörtíu manns og sakað þá um að hafa skipulagt árásina að einhverju leyti. Einum leiðtoga Stoltu strákanna er gefið að sök að hafa safnað liði og hvatt félaga sína til að sanka að sér skotheldum vestum og öðrum herbúnaði vikurnar fyrir árásina. Daginn sem árásin var gerð hafi leiðtoginn skipað félögum sínum að skipta sér upp í hópa og brjótast inn í þinghúsið á nokkrum stöðum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umfjöllun New York Times um hvernig árásin á þinghúsið þróaðist. Hún byggir á fjölda samfélagsmiðlamyndbanda sem stuðningsmenn Trump birtu sjálfir. Þar sést meðal annars hvernig liðsmenn hægriöfgahópa reyndu að beina mannfjöldanum inn í þinghúsið. Lygar um að varaforsetinn gæti hafnað úrslitunum Árásin á þinghúsið var gerð 6. janúar, daginn sem báðar deildir Bandaríkjaþings komu saman til þess að staðfesta úrslit forsetakosninganna sem fóru fram í nóvember. Trump, fráfarandi forseti, hafði þá um margra vikna skeið logið því að stuðningsmönnum sínum að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigurinn og að Mike Pence, varaforseti hans, hefði vald til þess að hafna úrslitunum þennan dag. Eftir að Trump hélt ræðu yfir stuðningsmönnum sínum í Washington-borg þar sem hann sagði þeim meðal annars að þeir tækju landið sitt aldrei til baka með veikleika strunsaði stór hluti mannfjöldans að þinghúsinu. Þar safnaðist hópurinn saman og laust honum saman við lögreglumenn sem gættu þinghússins. Fleiri en hundrað lögreglumenn særðust í átökunum sem upphófust en þeim lauk með því að múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið. Þar fór fólk um ganga og skrifstofur og virtust sumir leita uppi Pence og leiðtoga demókrata. Fjórir létust í árásinni, þar á meðal kona úr árásarliðinu sem var skotin til bana þegar hún reyndi að fara inn í sal fulltrúadeildinnar um brotna rúðu. Einn lögreglumaður lést daginn eftir. Síðar um daginn kom þingheimur aftur saman og staðfesti sigur Joes Biden í forsetakosningunum. Nokkrir þingmenn repúblikana sem ætluðu að greiða atkvæði gegn staðfestingunni hættu við eftir atburði dagsins. Engu að síður greiddi meirihluti þingflokksins í fulltrúadeildinni atkvæði gegn því að staðfesta kosningaúrslitin jafnvel eftir árásina.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00 Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32 Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Sjá meira
Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00
Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32
Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20