Eðlilegt líf – Já takk Vilhjálmur Árnason skrifar 22. ágúst 2021 15:00 Í þessari grein ætla ég að svara kalli Þórólfs og Víðis um að fá fleiri sjónarmið fram um hvernig við tökumst á við COVID. Við getum öll verið á svo margan hátt stolt af þeim árangri sem við höfum náð í þeirri áskorun sem heimsfaraldurinn hefur verið. Þar hefur eðlilega verið horft helst til þess hvernig verja eigi líf og heilsu fólks og tryggja að heilbrigðiskerfið standi undir áhlaupinu. Þetta hefur verið gert með því að fylgja ráðleggingum sérfræðinga. Hinn stóri þátturinn sem hefur verið lögð áhersla á er að verja efnahagslífið. Verja fyrirtækin til að heimilin geti haft tekjur og um leið að ríkiskassinn geti stutt við grunnstoðir samfélagsins. Fjölmargir hafa þurft að hlaupa hraðar og færa miklar fórnir á meðan aðrir hafa þurft að berjast við að endurheimta heilsuna eftir smit, áfall eða álag. Nú þegar yfirgæfandi meirihluti þjóðarinnar er bólusettur, fólk þaulvant í persónulegum sóttvörnum og með þekkingu um veiruna er nauðsynlegt að kalla fleiri sérfræðinga að borðinu. Þar verður að horfa til þeirra afleiðinga sem bæði COVID-sjúkdómurinn og COVID-ráðstafanir hafa. Margir hræðast frelsisskerðingar eins og sóttkví sem setur allt í uppnám meira en að smitast. Óvissa og ófyrirsjáanleiki skapar kvíða, dregur úr endurreisn samfélagsins og trausti á aðgerðir. Ef samfélagið kemst ekki af stað, munum við ekki getað staðið undir því velferðarsamfélagi sem við þurfum til að tryggja heilsu þjóðarinnar og vinna úr þeim afleiðingum sem faraldurinn skilur eftir sig. Það getur verið heilsubrestur sem er ekki jafn sýnilegur og veiran, en mun skæðari. Það gleður mig því að heyra að minnisblað sóttvarnalæknis sé bara eitt gagn af mörgum sem ríkisstjórnin ætlar að horfa til við næstu skref. Það er nauðsynlegt að kalla sóttvarnarráð til, fleiri sérfræðinga innan úr heilbrigðiskerfinu og velferðarsamfélaginu ásamt því að efnahagslegt mat verður gert í samráði við atvinnulífið. Við verðum að koma á eðlilegu lífi á strax, þar sem fólk fær frelsið sem það þráir og hver ber ábyrgð á sér sjálfum. Eðlilegt líf hér eftir mun innihalda COVID og því einfaldlega ekki hægt að bíða eftir að COVID lognist út af. Það er ekki hægt að láta árangur annarra þjóða stýra okkur eða láta óbólusetta skerða frelsi bólusettra. Það hlýtur að vera minni tilkostnaður að efla heilbrigðiskerfið til að takast á við álagið sem fylgir hinum nýja sjúkdómi og heimurinn mun takast á við í framtíðinni. Skimunargeta og þekking á sóttvörnum er orðin mikil og við verðum því að bera sjálf ábyrgð á því að umgangast ekki aðra séum við smituð. Svona eins og við gerum þegar við erum veik vegna annarra veirusýkinga. Eðlilegt líf þar sem ég ber ábyrgð á sjálfum mér og hef mitt frelsi er leiðin áfram. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari grein ætla ég að svara kalli Þórólfs og Víðis um að fá fleiri sjónarmið fram um hvernig við tökumst á við COVID. Við getum öll verið á svo margan hátt stolt af þeim árangri sem við höfum náð í þeirri áskorun sem heimsfaraldurinn hefur verið. Þar hefur eðlilega verið horft helst til þess hvernig verja eigi líf og heilsu fólks og tryggja að heilbrigðiskerfið standi undir áhlaupinu. Þetta hefur verið gert með því að fylgja ráðleggingum sérfræðinga. Hinn stóri þátturinn sem hefur verið lögð áhersla á er að verja efnahagslífið. Verja fyrirtækin til að heimilin geti haft tekjur og um leið að ríkiskassinn geti stutt við grunnstoðir samfélagsins. Fjölmargir hafa þurft að hlaupa hraðar og færa miklar fórnir á meðan aðrir hafa þurft að berjast við að endurheimta heilsuna eftir smit, áfall eða álag. Nú þegar yfirgæfandi meirihluti þjóðarinnar er bólusettur, fólk þaulvant í persónulegum sóttvörnum og með þekkingu um veiruna er nauðsynlegt að kalla fleiri sérfræðinga að borðinu. Þar verður að horfa til þeirra afleiðinga sem bæði COVID-sjúkdómurinn og COVID-ráðstafanir hafa. Margir hræðast frelsisskerðingar eins og sóttkví sem setur allt í uppnám meira en að smitast. Óvissa og ófyrirsjáanleiki skapar kvíða, dregur úr endurreisn samfélagsins og trausti á aðgerðir. Ef samfélagið kemst ekki af stað, munum við ekki getað staðið undir því velferðarsamfélagi sem við þurfum til að tryggja heilsu þjóðarinnar og vinna úr þeim afleiðingum sem faraldurinn skilur eftir sig. Það getur verið heilsubrestur sem er ekki jafn sýnilegur og veiran, en mun skæðari. Það gleður mig því að heyra að minnisblað sóttvarnalæknis sé bara eitt gagn af mörgum sem ríkisstjórnin ætlar að horfa til við næstu skref. Það er nauðsynlegt að kalla sóttvarnarráð til, fleiri sérfræðinga innan úr heilbrigðiskerfinu og velferðarsamfélaginu ásamt því að efnahagslegt mat verður gert í samráði við atvinnulífið. Við verðum að koma á eðlilegu lífi á strax, þar sem fólk fær frelsið sem það þráir og hver ber ábyrgð á sér sjálfum. Eðlilegt líf hér eftir mun innihalda COVID og því einfaldlega ekki hægt að bíða eftir að COVID lognist út af. Það er ekki hægt að láta árangur annarra þjóða stýra okkur eða láta óbólusetta skerða frelsi bólusettra. Það hlýtur að vera minni tilkostnaður að efla heilbrigðiskerfið til að takast á við álagið sem fylgir hinum nýja sjúkdómi og heimurinn mun takast á við í framtíðinni. Skimunargeta og þekking á sóttvörnum er orðin mikil og við verðum því að bera sjálf ábyrgð á því að umgangast ekki aðra séum við smituð. Svona eins og við gerum þegar við erum veik vegna annarra veirusýkinga. Eðlilegt líf þar sem ég ber ábyrgð á sjálfum mér og hef mitt frelsi er leiðin áfram. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun