Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 23:14 Réttarhöld yfir R. Kelly héldu áfram í gær. getty/Antonio Perez Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. Réttarhöld yfir R. Kelly hófust í New York í Bandaríkjunum síðasta fimmtudag. Hann er meðal annars sakaður um að hafa brotið kynferðislega á fjölda kvenna og stúlkna undir lögaldri. Demetrius Smith, fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans, var yfirheyrður sem vitni í réttarsal í dag. Þar var samband Kellys og söngkonunnar Aaliyah til umfjöllunar. Aaliyah skaust hratt upp á stjörnuhimininn og var orðin stórstjarna þegar hún lést í flugslysi aðeins 22 ára gömul árið 2001. Smith greindi frá því hvernig Kelly kynntist Aaliyah þegar hún var fimmtán ára og hvernig hann hjálpaði henni með tónlistina. Fljótlega hafi hann þó farið að hafa áhyggjur af því að þau væru orðin aðeins of náin en þarna var Kelly 27 ára gamall. Kelly hafi svo einn dag sagt honum að stúlkan væri í vandræðum því hún teldi að hún væri orðin ólétt. Hann var þá hræddur um að lenda í fangelsi fyrir að hafa barnað stúlku undir lögaldri. Smith sagðist þá farið með Aaliyah til að sækja um skilríki fyrir hana og mútað opinberum starfsmanni svo hún væri skráð sem átján ára kona á pappírunum. Hann segir það hafa kostað sig 500 dollara, eða um 65 þúsund krónur á genginu í dag. Þau Kelly hafi síðan farið og gift sig en hjónabandið hafi verið gert ógilt ári síðar eftir að fjölskylda stúlkunnar komst á snoðir um það. Smith gerði dómaranum það oft ljóst að hann kærði sig ekkert um að bera vitnisburð í málinu. Hann sagði þó söguna og svaraði spurningum sækjanda málsins. Dómari hafði áður samþykkt að Smith yrði ekki dæmdur eða látinn bera ábyrgð á þeim brotum sem hann viðurkenndi sjálfur í vitnisburði sínum í málinu samkvæmt frétt CNN. Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tónlist Tengdar fréttir Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28 Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Réttarhöld yfir R. Kelly hófust í New York í Bandaríkjunum síðasta fimmtudag. Hann er meðal annars sakaður um að hafa brotið kynferðislega á fjölda kvenna og stúlkna undir lögaldri. Demetrius Smith, fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans, var yfirheyrður sem vitni í réttarsal í dag. Þar var samband Kellys og söngkonunnar Aaliyah til umfjöllunar. Aaliyah skaust hratt upp á stjörnuhimininn og var orðin stórstjarna þegar hún lést í flugslysi aðeins 22 ára gömul árið 2001. Smith greindi frá því hvernig Kelly kynntist Aaliyah þegar hún var fimmtán ára og hvernig hann hjálpaði henni með tónlistina. Fljótlega hafi hann þó farið að hafa áhyggjur af því að þau væru orðin aðeins of náin en þarna var Kelly 27 ára gamall. Kelly hafi svo einn dag sagt honum að stúlkan væri í vandræðum því hún teldi að hún væri orðin ólétt. Hann var þá hræddur um að lenda í fangelsi fyrir að hafa barnað stúlku undir lögaldri. Smith sagðist þá farið með Aaliyah til að sækja um skilríki fyrir hana og mútað opinberum starfsmanni svo hún væri skráð sem átján ára kona á pappírunum. Hann segir það hafa kostað sig 500 dollara, eða um 65 þúsund krónur á genginu í dag. Þau Kelly hafi síðan farið og gift sig en hjónabandið hafi verið gert ógilt ári síðar eftir að fjölskylda stúlkunnar komst á snoðir um það. Smith gerði dómaranum það oft ljóst að hann kærði sig ekkert um að bera vitnisburð í málinu. Hann sagði þó söguna og svaraði spurningum sækjanda málsins. Dómari hafði áður samþykkt að Smith yrði ekki dæmdur eða látinn bera ábyrgð á þeim brotum sem hann viðurkenndi sjálfur í vitnisburði sínum í málinu samkvæmt frétt CNN.
Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tónlist Tengdar fréttir Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28 Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28
Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07
R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55