Tom Brady með strákinn sinn á æfingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 17:30 Tom Brady er á fullu að undirbúa sig fyrir sitt annað tímabil með Tampa Bay Buccaneers. Getty/Douglas P. DeFelice Tom Brady hélt upp á 44 ára afmælið sitt í byrjun mánaðarins og þessi lifandi goðsögn er nú að fullu að undirbúa sig fyrir sitt 22. tímabil í NFL-deildinni. Tampa Bay Buccaneers liðið vann NFL-titilinn á fyrsta tímabili Brady hjá liðinu og hann var þar að verða NFL-meistari í sjöunda skiptið sem er met. Brady vann titilinn sex sinnum með New England Patriots. Tom Brady and his son Jack playing catch before practice. Jack is one of the Bucs' ball boys. pic.twitter.com/wZFsTZOxFM— TURRON DAVENPORT (@TDavenport_NFL) August 19, 2021 Menn hafa tekið eftir því að Tom Brady er ekki sá eini úr fjölskyldunni sem er á æfingum með Tampa Bay Buccaneers þessa dagana en liðið er nú að fullu að slípa hlutina fyrir titilvörnina. Á æfingum Buccaneers má sjá son hans John "Jack" Edward sem réði sig sem boltastrákur á æfingum. Strákurinn er þrettán ára gamall og hann á Brady með Bridget Moynahan. Brady er hins vegar giftur Gisele Bündchen og eiga þau tvö börn, hinn ellefu ára gamla Benjamin Rein og hina átta ára gömlu Vivian Lake. „Þetta er sumarstarfið hans og hann tekur það mjög alvarlega, alveg eins og pabbi hans,“ skrifaði Tom Brady á Instagram og hann var líka spurður út í samvinnu feðganna á æfingum liðins. Brady er sérstaklega ánægður með að hafa Jack á æfingunum eins og sjá má í þessu viðtali hér fyrir neðan. When your dad is Tom Brady and you get to be a ball boy at the Super Bowl champs' practice... pic.twitter.com/Zw251WRZwS— Sports by Tampa Bay Times (@TBTimes_Sports) August 18, 2021 „Hann er á góðum aldrei og því meira sem við getum verið saman því betra er það. Það er mjög gaman fyrir mig að hafa hann hér. Honum finnst þetta líka gaman sem er enn betra,“ sagði Tom Brady. „Hann er frábær strákur. Ég vil ekki hrósa honum of mikið svo hann verði ekki of góður með sig. Þetta er sérstakur strákur, það er gaman að vera með honum og hann er góður í öllu hvort sem það er að hlaupa, fara út á bát, hjóla eða fara í golf. Hann er klár í allt,“ sagði Brady. Jack fékk líka hrós frá þjálfaranum Bruce Arians og það eina sem Brady hefur áhyggjur af er að strákurinn passi það að drekka nóg í hitanum á Flórída. NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Sjá meira
Tampa Bay Buccaneers liðið vann NFL-titilinn á fyrsta tímabili Brady hjá liðinu og hann var þar að verða NFL-meistari í sjöunda skiptið sem er met. Brady vann titilinn sex sinnum með New England Patriots. Tom Brady and his son Jack playing catch before practice. Jack is one of the Bucs' ball boys. pic.twitter.com/wZFsTZOxFM— TURRON DAVENPORT (@TDavenport_NFL) August 19, 2021 Menn hafa tekið eftir því að Tom Brady er ekki sá eini úr fjölskyldunni sem er á æfingum með Tampa Bay Buccaneers þessa dagana en liðið er nú að fullu að slípa hlutina fyrir titilvörnina. Á æfingum Buccaneers má sjá son hans John "Jack" Edward sem réði sig sem boltastrákur á æfingum. Strákurinn er þrettán ára gamall og hann á Brady með Bridget Moynahan. Brady er hins vegar giftur Gisele Bündchen og eiga þau tvö börn, hinn ellefu ára gamla Benjamin Rein og hina átta ára gömlu Vivian Lake. „Þetta er sumarstarfið hans og hann tekur það mjög alvarlega, alveg eins og pabbi hans,“ skrifaði Tom Brady á Instagram og hann var líka spurður út í samvinnu feðganna á æfingum liðins. Brady er sérstaklega ánægður með að hafa Jack á æfingunum eins og sjá má í þessu viðtali hér fyrir neðan. When your dad is Tom Brady and you get to be a ball boy at the Super Bowl champs' practice... pic.twitter.com/Zw251WRZwS— Sports by Tampa Bay Times (@TBTimes_Sports) August 18, 2021 „Hann er á góðum aldrei og því meira sem við getum verið saman því betra er það. Það er mjög gaman fyrir mig að hafa hann hér. Honum finnst þetta líka gaman sem er enn betra,“ sagði Tom Brady. „Hann er frábær strákur. Ég vil ekki hrósa honum of mikið svo hann verði ekki of góður með sig. Þetta er sérstakur strákur, það er gaman að vera með honum og hann er góður í öllu hvort sem það er að hlaupa, fara út á bát, hjóla eða fara í golf. Hann er klár í allt,“ sagði Brady. Jack fékk líka hrós frá þjálfaranum Bruce Arians og það eina sem Brady hefur áhyggjur af er að strákurinn passi það að drekka nóg í hitanum á Flórída.
NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti