Fæðuöryggi á Íslandi í breyttu loftslagi og heimi Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2021 08:30 Hamfarir þessa sumars sýna mynd framtíðarinnar: fjölbreyttra skaða og annarra afleiðinga í kjölfarið, samtímis á mörgum löndum. Raunar er þessi mynd of bjartsýn, sökum þess að loftslagið mun hlýna enn meira, líklega að 1,5 gráðna mörkunum árið 2030 og hugsanlega 2 gráðna árið 2050. Við náðum 1,2 í fyrra. Vitaskuld er beinn skaði: dauðsföll og eignaspjöll, sýnileg í myndböndum. En við eigum að íhuga einnig áhrif á landbúnað af völdum hitabylgna, þurrviðris, flóða og annarra hamfara. Atburðir þessa árs hafa örugglega skemmt nokkuð matvælaframleiðslu og -dreifingu um heim, en líklega ekki nógu mikið til þess að við finnum fyrir því á Íslandi. Þetta getur breyst. Hamfarir geta versnað með komandi hlýnun loftslags, jafnvel að hætti sem kemur á óvart eins og hitabylgjan á Norður-Ameríku fyrir mánuði. Fæðuöryggi verður mikilvægara og enn mikilvægara Væru meiriháttar hitabylgjur og þurrviðri á Bandaríkjunum, Brasílíu og Suður Rússlandi, miklir vatnavextir í Gulafljóti og Jangtse í Kína og veikar monsúnrigningar á Indlandi -- í stærstu fimm kornframleiðendum heims -- yrðu líklega hækkanir matarverða á heimsvísu sem gætu haft áhrif hér, og verri áhrif á fátækari löndum. Rannsóknir eru í gangi um hugsanlegan skort á framleiðslu í helstu landbúnaðarsvæðum veraldar samtímis (e. Multiple Breadbasket Failure), en lítið er nú vitað. Á þessu ári hafa verið hitabylgja og þurrviðri á Norður-Ameríku og vatnavextir í Gulafljóti. 2 af 5. Þess má einnig geta að í svartsýnni sviðsmyndum geti þurrviðri orðið algeng eða varanleg, þ.e. að aðstæður á sumum helstu landbúnaðarsvæðum heims breytist þannig að þau verði ónýt, glatist. Utan þess er mannfjöldi heims enn að aukast hratt meðan nothæft land til landbúnaðar minnkar sakir loftslagsbreytinga, ofbeitar og annars tjóns. Þannig er raunsæislegt að matarverð hækki jafnvel án hamfara. Vitandi þetta, eigum við skyldu til að auka frumframleiðslu matar (hitaeininga og próteins) á Íslandi, ekki bara fyrir okkur landsmenn sjálfa til þess að fæða okkur meðan hugsanlegur matarskortur stendur, en einnig fyrir alla menn heims. Útflutningur frá Íslandi gæti bjargað mannslífum. Þess má líka geta að hátt matarverð myndi þýða hagnað fyrir matvælaframleiðendur -- "tækifæri" ef við viljum líta á málið þannig. Við þurfum að hefja skipulagningu strax Til þess að auka frumframleiðslu matar á Íslandi á að huga að því máli í aðlögunaráætlun við loftslagsbreytingum. Auðvitað breytist veðurfar á Íslandi líka meðan sjórinn hlýnar og súrnar með því að taka upp koltvísýring beint frá loftslagi. Af því getum við ekki reitt matvælaframleiðslu okkar á sjávarútveg og búfjárrækt. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti drög að loftslagsaðlögunarstefnu í Samráðsgáttinni í júní, sem kveður stuttum orðum á um fæðuöryggi, helst á síðu 44. og kafla 9.3. Drögin eru fín byrjun, og vonandi verður stefnan ítarlegri varðandi fæðuöryggi, því þetta er mikið þjóðaröryggismál. Píratar eiga líka loftslagsaðlögunarstefnu, samda og samþykkta í seinni helming ársins 2020. Hún kallar á að áætlanir miðast að bölsýnum sviðsmyndum (3-4 gráðna hlýnun, sem er alveg möguleg innan lífstíðar sumra okkar ef mannkyn breytir ekki ákveðið um stefnu) og leggur mikla áherslu á fæðuöryggi. Matarframleiðsla og -dreifing á Íslandi eigi að vera eins óháð innflutningi og mögulegt er. Hættulegt væri að vænta bara þess besta eða jafnvel miðlungssviðsmyndar, því teljandi líkur eru ennþá á mjög slæmri þróun í loftslagsmálum og við gætum reynst óheppnir -- og besta sviðsmynd krefur merkilegrar og stórtækrar samvinnu meðal þjóða heimsins, sem er alls ekki sjálfgefin. Við eigum að láta Ísland geta staðist verstu raunsæislegar aðstæðurnar. Og meðan við undirbúum kerfi okkar fyrir slæmar aðstæður ættum við að gera allt sem við getum til þess að forðast þær: minnka losun Íslands að núlli og hjálpa öðrum löndum til þess líka. Höfundur er forritari og í 17. sæti á lista Pírata í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Matvælaframleiðsla Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hamfarir þessa sumars sýna mynd framtíðarinnar: fjölbreyttra skaða og annarra afleiðinga í kjölfarið, samtímis á mörgum löndum. Raunar er þessi mynd of bjartsýn, sökum þess að loftslagið mun hlýna enn meira, líklega að 1,5 gráðna mörkunum árið 2030 og hugsanlega 2 gráðna árið 2050. Við náðum 1,2 í fyrra. Vitaskuld er beinn skaði: dauðsföll og eignaspjöll, sýnileg í myndböndum. En við eigum að íhuga einnig áhrif á landbúnað af völdum hitabylgna, þurrviðris, flóða og annarra hamfara. Atburðir þessa árs hafa örugglega skemmt nokkuð matvælaframleiðslu og -dreifingu um heim, en líklega ekki nógu mikið til þess að við finnum fyrir því á Íslandi. Þetta getur breyst. Hamfarir geta versnað með komandi hlýnun loftslags, jafnvel að hætti sem kemur á óvart eins og hitabylgjan á Norður-Ameríku fyrir mánuði. Fæðuöryggi verður mikilvægara og enn mikilvægara Væru meiriháttar hitabylgjur og þurrviðri á Bandaríkjunum, Brasílíu og Suður Rússlandi, miklir vatnavextir í Gulafljóti og Jangtse í Kína og veikar monsúnrigningar á Indlandi -- í stærstu fimm kornframleiðendum heims -- yrðu líklega hækkanir matarverða á heimsvísu sem gætu haft áhrif hér, og verri áhrif á fátækari löndum. Rannsóknir eru í gangi um hugsanlegan skort á framleiðslu í helstu landbúnaðarsvæðum veraldar samtímis (e. Multiple Breadbasket Failure), en lítið er nú vitað. Á þessu ári hafa verið hitabylgja og þurrviðri á Norður-Ameríku og vatnavextir í Gulafljóti. 2 af 5. Þess má einnig geta að í svartsýnni sviðsmyndum geti þurrviðri orðið algeng eða varanleg, þ.e. að aðstæður á sumum helstu landbúnaðarsvæðum heims breytist þannig að þau verði ónýt, glatist. Utan þess er mannfjöldi heims enn að aukast hratt meðan nothæft land til landbúnaðar minnkar sakir loftslagsbreytinga, ofbeitar og annars tjóns. Þannig er raunsæislegt að matarverð hækki jafnvel án hamfara. Vitandi þetta, eigum við skyldu til að auka frumframleiðslu matar (hitaeininga og próteins) á Íslandi, ekki bara fyrir okkur landsmenn sjálfa til þess að fæða okkur meðan hugsanlegur matarskortur stendur, en einnig fyrir alla menn heims. Útflutningur frá Íslandi gæti bjargað mannslífum. Þess má líka geta að hátt matarverð myndi þýða hagnað fyrir matvælaframleiðendur -- "tækifæri" ef við viljum líta á málið þannig. Við þurfum að hefja skipulagningu strax Til þess að auka frumframleiðslu matar á Íslandi á að huga að því máli í aðlögunaráætlun við loftslagsbreytingum. Auðvitað breytist veðurfar á Íslandi líka meðan sjórinn hlýnar og súrnar með því að taka upp koltvísýring beint frá loftslagi. Af því getum við ekki reitt matvælaframleiðslu okkar á sjávarútveg og búfjárrækt. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti drög að loftslagsaðlögunarstefnu í Samráðsgáttinni í júní, sem kveður stuttum orðum á um fæðuöryggi, helst á síðu 44. og kafla 9.3. Drögin eru fín byrjun, og vonandi verður stefnan ítarlegri varðandi fæðuöryggi, því þetta er mikið þjóðaröryggismál. Píratar eiga líka loftslagsaðlögunarstefnu, samda og samþykkta í seinni helming ársins 2020. Hún kallar á að áætlanir miðast að bölsýnum sviðsmyndum (3-4 gráðna hlýnun, sem er alveg möguleg innan lífstíðar sumra okkar ef mannkyn breytir ekki ákveðið um stefnu) og leggur mikla áherslu á fæðuöryggi. Matarframleiðsla og -dreifing á Íslandi eigi að vera eins óháð innflutningi og mögulegt er. Hættulegt væri að vænta bara þess besta eða jafnvel miðlungssviðsmyndar, því teljandi líkur eru ennþá á mjög slæmri þróun í loftslagsmálum og við gætum reynst óheppnir -- og besta sviðsmynd krefur merkilegrar og stórtækrar samvinnu meðal þjóða heimsins, sem er alls ekki sjálfgefin. Við eigum að láta Ísland geta staðist verstu raunsæislegar aðstæðurnar. Og meðan við undirbúum kerfi okkar fyrir slæmar aðstæður ættum við að gera allt sem við getum til þess að forðast þær: minnka losun Íslands að núlli og hjálpa öðrum löndum til þess líka. Höfundur er forritari og í 17. sæti á lista Pírata í Reykjavík Norður.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun