Óli Björn og öfundsjúka liðið Símon Vestarr skrifar 15. ágúst 2021 07:00 Mikið gladdi hún mig, grein Óla Björns Kárasonar á miðvikudeginum 11. ágúst, þar sem hann minnti mig (og íslenska kjósendur) á hugmyndaþurrð hægrisins. Hann skrifar eins og árið sé 1991, Davíð Oddsson spennandi nýr formaður og nýfrjálshyggjan ekki enn orðin augljós tímaskekkja. Hann skrifar: „Stjórnmálabarátta [vinstri manna] fer að snúast í æ meira mæli um hvernig eigi að skipta þjóðarkökunni en ekki um leiðir til að stækka kökuna.“ Í alvöru? Þessi gamla, þreytta trúarjátning um að jöfnuður skipti engu máli og að hagsæld sé aðeins möguleg að því gefnu að hin auðugu fái hindrunarlaust að sanka að sér peningum og völdum? Hún er svo úr sér gengin og ósannfærandi að ég vona innilega að Sjálfstæðisflokkurinn noti hana í öllum sínum kosningaáróðri. Já, og að þeir noti orðið öfund sem allra mest. Óli Björn kallar greinina sína: „Hugmyndafræði öfundar og átaka“ og öfundarhluti greinarinnar er nefnilega sérstaklega afhjúpandi. „Í stað þess að samfagna þegar einhverjum gengur vel, er árangurinn gerður tortryggilegur og alið á öfund í garð framtaksmannsins. Með þeim hætti er stöðugt reynt að reka rýting í þjóðarsálina, sem hefur sótt styrk í frelsi einstaklingsins og samvinnu fólks.“ Launafólki á Íslandi ber sem sagt ekki aðeins að samgleðjast þeim sem auðgast – á meðan almenn kjör standa svo að segja í stað – heldur beinlínis sækja styrk á erfiðum tímum í tilhugsunina um viðskiptafrelsi hinna allra ríkustu. „Já, það er rétt,“ hugsar örugglega einhver rútubílstjórinn. „Að vísu var ég að missa vinnuna út af veirunni og þurfti að sækja um yfirdrátt til að borga leiguna um þessi mánaðamót og þau síðustu. En fjárfestingar Þorsteins Más hafa alla vega gefið góðan arð. Hann græddi jú 1,77 milljarð á Namibíuveiðunum frá 2012-2018. Gott hjá honum. Það yljar mér um hjartaræturnar.“ Þessi gorgeir í garð þeirra sem krefjast bættra kjara fyrir almenning er engin nýjung. Svipuð krafa var uppi árið 1969 þegar Apollo 11 lenti á tunglinu; að öllum jarðarbúum bæri að fagna afrekinu. Þess vegna kom það illa við suma þegar skáldið Gil Scott-Heron flutti ljóðið sitt „Whitey‘s on the Moon“ um það að á meðan fátækt grasseraði í hverfum svarts fólks í Bandaríkjunum væru hvítir aðnjótendur forréttinda að spóka sig á tunglinu. Hvers vegna samfögnuðu menn eins og Gil Scott-Heron ekki þegar Armstrong, Aldrin og Collins fengu að fljúga til tunglsins? Var það vegna öfundar? Var það vegna þess að þeim gramdist að hafa ekki sjálfum tekist að verða fyrstu mannverurnar á tunglinu? Nei, það var vegna þess að fjármunum var ausið í geimferðalög á meðan fjármuna var þörf í fátækrahverfunum. Tilfinningin á bak við slík ummæli er ekki öfund heldur umhyggja – orð sem Óli Björn ætti að fletta upp í orðabók. Það er ekki af misgáningi sem hann notar orðið öfund. Öfund er lítilmannlegur löstur þeirra sem geta ekki unað öðrum velgengni. Kaín drap Abel af því að fórnir Abels glöddu Guð meir en hans eigin. Dauðasynd morðingjans í Se7en var að öfunda Brad Pitt af fjölskyldulífi hans. Það er gamalkunn gaslýsingartækni hægrimanna að kenna ósætti yfir ójöfnuði við öfund. Fyrir utan hversu barnalegt er að svara athugasemdum um óréttlæti með „þú ert bara öfundsjúkur!“ þá er þetta ekki einu sinni rétt hugtakanotkun. Hún væri það kannski ef auður einnar manneskju hefði engin áhrif á líf annarra. Sjálfstæðismenn vilja að við gleypum þá fölsku forsendu en við getum afsannað hana með öðru dæmi um geimferðalang. Jeff Bezos, sem flaug út í geim í júlí, á 177 milljarða dollara (22,8 billjónir króna – trillions á ensku). Með því að skipta þeim auðæfum jafnt á milli allra Íslendinga gæti hann gefið hverju og einu okkar 478 þúsund dollara (rúmlega 61 milljón krónur). Auðvitað er munur á lausafé og fasteignum. Ætlað er að í hreyfanlegu fé búi geimgengillinn nauðasköllótti yfir fáeinum hundruðum milljóna. Ef við takmörkum okkur við 200 milljónir dollara (um 25,7 milljarða króna) þá væri fégjöf Bezos til allra Íslendinga samt 540 dollarar (tæpur sjötíu þúsund kall) á haus. Einn. Maður. En við þurfum ekki einu sinni að nota stjarnfræðilegar peningaupphæðir Bezos sem dæmi. Við getum haldið okkur innanlands. Davíð Helgason, stofnandi Unity Software, er sagður eiga einn milljarð dollara. Það eru tæplega 129 milljarðar króna, sem þýðir að ef hann myndi selja eigur sínar snöggt og sætta sig við hálfvirði myndi sú summa ein og sér duga til að fjármagna tíu ára húsnæðisbyggingarátakið sem Sósíalistaflokkur Íslands kallaði eftir á dögunum. Ef við hugsum okkur að rútubílstjórinn, sem þurfti að hækka yfirdráttinn til að verða ekki heimilislaus, lesi um velgengni Davíðs Helgasonar þá er ég raunar viss um að viðbrögð hans væru ekki einhver beiskja í garð hans heldur væg aðdáun. Vissulega má vel vera að Davíð sé duglegur og ég sé enga ástæðu til að hafa neitt á móti honum persónulega. En enginn trúir því í alvöru að misræmið milli tekna hans og atvinnubílstjórans endurspegli muninn á dugnaði þeirra tveggja eða mun á hugviti. Rétt eins og munurinn á mánaðartekjum áðurnefnds Þorsteins Más árið 2019 (7,9 milljónir á mánuði) og mánaðarlaunum leikskólakennara utan stjórnunarstöðu (aldrei hærra en 600 þúsund á mánuði) gefur ekki til kynna að framlag Þorsteins til samfélagsins eða dugnaður/verkvit sé rúmlega tífalt á við það sem leikskólakennarinn hafi upp á að bjóða. Annað þeirra annast börn. Hitt … ja, við skulum ekki segja of mikið. Maður vill ekki lenda í sömu hakkavél og Helgi Seljan. Ef einhverjum svíður tilhugsunin um að hafa allt fé af „framtaksmönnum“ eins og Bezos eða Davíð Helgasyni getur sá hinn sami huggað sig við það að sósíalistar eru ekki að kalla eftir því. Hér eru fimm dæmi um það sem við viljum sjá gerast: Erfðafjárskattur með skattleysismörk við 60 milljón krónur Auðlegðarskattur Að skattleggja eigendur eignarhaldsfélaga beint, ekki skattleggja eignarhaldsfélögin sjálf Að útrýma ofurlaunum sem frádráttarliðum Meiri skattrannsóknir á stórfyrirtækjum og stóreignamönnum Í ljósi þess að auðsköpun er samfélagslegt ferli sem er ómögulegt án dugnaðar, hugvits og félagsfærni verkafólks ætti eignastéttin að prísa sig sæla á hverjum degi fyrir að hafa komist upp með að moka svona fáránlegu háu hlutfalli af ávöxtum erfiðis launafólks í eigin vasa. En nú er mál að linni. Almenningur veit að ójöfnuður er ekkert náttúrulögmál og engum í hag nema eignastéttinni. Það að Óli Björn Kárason skuli reyna að drepa málefninu á dreif með því að útmála réttlætisbaráttu hinna vinnandi stétta sem öfundarknúinn ránskap opinberar bara enn frekar sinnuleysi hans gagnvart hlutskipti þeirra sem lifa á vinnuafli sínu og bera samfélagið á herðunum. Sósíalistar boða nýtt gildismat. Að litið verði á samfélagið sem samfélag, ekki sem trog fyrir auðvaldið og málsvara þess á þingi. Þess vegna er x-J eina vitið í haust. Höfundur vermir annað sæti lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Símon Vestarr Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið gladdi hún mig, grein Óla Björns Kárasonar á miðvikudeginum 11. ágúst, þar sem hann minnti mig (og íslenska kjósendur) á hugmyndaþurrð hægrisins. Hann skrifar eins og árið sé 1991, Davíð Oddsson spennandi nýr formaður og nýfrjálshyggjan ekki enn orðin augljós tímaskekkja. Hann skrifar: „Stjórnmálabarátta [vinstri manna] fer að snúast í æ meira mæli um hvernig eigi að skipta þjóðarkökunni en ekki um leiðir til að stækka kökuna.“ Í alvöru? Þessi gamla, þreytta trúarjátning um að jöfnuður skipti engu máli og að hagsæld sé aðeins möguleg að því gefnu að hin auðugu fái hindrunarlaust að sanka að sér peningum og völdum? Hún er svo úr sér gengin og ósannfærandi að ég vona innilega að Sjálfstæðisflokkurinn noti hana í öllum sínum kosningaáróðri. Já, og að þeir noti orðið öfund sem allra mest. Óli Björn kallar greinina sína: „Hugmyndafræði öfundar og átaka“ og öfundarhluti greinarinnar er nefnilega sérstaklega afhjúpandi. „Í stað þess að samfagna þegar einhverjum gengur vel, er árangurinn gerður tortryggilegur og alið á öfund í garð framtaksmannsins. Með þeim hætti er stöðugt reynt að reka rýting í þjóðarsálina, sem hefur sótt styrk í frelsi einstaklingsins og samvinnu fólks.“ Launafólki á Íslandi ber sem sagt ekki aðeins að samgleðjast þeim sem auðgast – á meðan almenn kjör standa svo að segja í stað – heldur beinlínis sækja styrk á erfiðum tímum í tilhugsunina um viðskiptafrelsi hinna allra ríkustu. „Já, það er rétt,“ hugsar örugglega einhver rútubílstjórinn. „Að vísu var ég að missa vinnuna út af veirunni og þurfti að sækja um yfirdrátt til að borga leiguna um þessi mánaðamót og þau síðustu. En fjárfestingar Þorsteins Más hafa alla vega gefið góðan arð. Hann græddi jú 1,77 milljarð á Namibíuveiðunum frá 2012-2018. Gott hjá honum. Það yljar mér um hjartaræturnar.“ Þessi gorgeir í garð þeirra sem krefjast bættra kjara fyrir almenning er engin nýjung. Svipuð krafa var uppi árið 1969 þegar Apollo 11 lenti á tunglinu; að öllum jarðarbúum bæri að fagna afrekinu. Þess vegna kom það illa við suma þegar skáldið Gil Scott-Heron flutti ljóðið sitt „Whitey‘s on the Moon“ um það að á meðan fátækt grasseraði í hverfum svarts fólks í Bandaríkjunum væru hvítir aðnjótendur forréttinda að spóka sig á tunglinu. Hvers vegna samfögnuðu menn eins og Gil Scott-Heron ekki þegar Armstrong, Aldrin og Collins fengu að fljúga til tunglsins? Var það vegna öfundar? Var það vegna þess að þeim gramdist að hafa ekki sjálfum tekist að verða fyrstu mannverurnar á tunglinu? Nei, það var vegna þess að fjármunum var ausið í geimferðalög á meðan fjármuna var þörf í fátækrahverfunum. Tilfinningin á bak við slík ummæli er ekki öfund heldur umhyggja – orð sem Óli Björn ætti að fletta upp í orðabók. Það er ekki af misgáningi sem hann notar orðið öfund. Öfund er lítilmannlegur löstur þeirra sem geta ekki unað öðrum velgengni. Kaín drap Abel af því að fórnir Abels glöddu Guð meir en hans eigin. Dauðasynd morðingjans í Se7en var að öfunda Brad Pitt af fjölskyldulífi hans. Það er gamalkunn gaslýsingartækni hægrimanna að kenna ósætti yfir ójöfnuði við öfund. Fyrir utan hversu barnalegt er að svara athugasemdum um óréttlæti með „þú ert bara öfundsjúkur!“ þá er þetta ekki einu sinni rétt hugtakanotkun. Hún væri það kannski ef auður einnar manneskju hefði engin áhrif á líf annarra. Sjálfstæðismenn vilja að við gleypum þá fölsku forsendu en við getum afsannað hana með öðru dæmi um geimferðalang. Jeff Bezos, sem flaug út í geim í júlí, á 177 milljarða dollara (22,8 billjónir króna – trillions á ensku). Með því að skipta þeim auðæfum jafnt á milli allra Íslendinga gæti hann gefið hverju og einu okkar 478 þúsund dollara (rúmlega 61 milljón krónur). Auðvitað er munur á lausafé og fasteignum. Ætlað er að í hreyfanlegu fé búi geimgengillinn nauðasköllótti yfir fáeinum hundruðum milljóna. Ef við takmörkum okkur við 200 milljónir dollara (um 25,7 milljarða króna) þá væri fégjöf Bezos til allra Íslendinga samt 540 dollarar (tæpur sjötíu þúsund kall) á haus. Einn. Maður. En við þurfum ekki einu sinni að nota stjarnfræðilegar peningaupphæðir Bezos sem dæmi. Við getum haldið okkur innanlands. Davíð Helgason, stofnandi Unity Software, er sagður eiga einn milljarð dollara. Það eru tæplega 129 milljarðar króna, sem þýðir að ef hann myndi selja eigur sínar snöggt og sætta sig við hálfvirði myndi sú summa ein og sér duga til að fjármagna tíu ára húsnæðisbyggingarátakið sem Sósíalistaflokkur Íslands kallaði eftir á dögunum. Ef við hugsum okkur að rútubílstjórinn, sem þurfti að hækka yfirdráttinn til að verða ekki heimilislaus, lesi um velgengni Davíðs Helgasonar þá er ég raunar viss um að viðbrögð hans væru ekki einhver beiskja í garð hans heldur væg aðdáun. Vissulega má vel vera að Davíð sé duglegur og ég sé enga ástæðu til að hafa neitt á móti honum persónulega. En enginn trúir því í alvöru að misræmið milli tekna hans og atvinnubílstjórans endurspegli muninn á dugnaði þeirra tveggja eða mun á hugviti. Rétt eins og munurinn á mánaðartekjum áðurnefnds Þorsteins Más árið 2019 (7,9 milljónir á mánuði) og mánaðarlaunum leikskólakennara utan stjórnunarstöðu (aldrei hærra en 600 þúsund á mánuði) gefur ekki til kynna að framlag Þorsteins til samfélagsins eða dugnaður/verkvit sé rúmlega tífalt á við það sem leikskólakennarinn hafi upp á að bjóða. Annað þeirra annast börn. Hitt … ja, við skulum ekki segja of mikið. Maður vill ekki lenda í sömu hakkavél og Helgi Seljan. Ef einhverjum svíður tilhugsunin um að hafa allt fé af „framtaksmönnum“ eins og Bezos eða Davíð Helgasyni getur sá hinn sami huggað sig við það að sósíalistar eru ekki að kalla eftir því. Hér eru fimm dæmi um það sem við viljum sjá gerast: Erfðafjárskattur með skattleysismörk við 60 milljón krónur Auðlegðarskattur Að skattleggja eigendur eignarhaldsfélaga beint, ekki skattleggja eignarhaldsfélögin sjálf Að útrýma ofurlaunum sem frádráttarliðum Meiri skattrannsóknir á stórfyrirtækjum og stóreignamönnum Í ljósi þess að auðsköpun er samfélagslegt ferli sem er ómögulegt án dugnaðar, hugvits og félagsfærni verkafólks ætti eignastéttin að prísa sig sæla á hverjum degi fyrir að hafa komist upp með að moka svona fáránlegu háu hlutfalli af ávöxtum erfiðis launafólks í eigin vasa. En nú er mál að linni. Almenningur veit að ójöfnuður er ekkert náttúrulögmál og engum í hag nema eignastéttinni. Það að Óli Björn Kárason skuli reyna að drepa málefninu á dreif með því að útmála réttlætisbaráttu hinna vinnandi stétta sem öfundarknúinn ránskap opinberar bara enn frekar sinnuleysi hans gagnvart hlutskipti þeirra sem lifa á vinnuafli sínu og bera samfélagið á herðunum. Sósíalistar boða nýtt gildismat. Að litið verði á samfélagið sem samfélag, ekki sem trog fyrir auðvaldið og málsvara þess á þingi. Þess vegna er x-J eina vitið í haust. Höfundur vermir annað sæti lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík suður.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun