Óskar Hrafn: Gerðu enga tilraun til að spila fótbolta Árni Jóhannsson skrifar 5. ágúst 2021 21:28 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, er nokkuð bjartsýnn fyrir seinni leik liðanna. Vísir/Hafliði Breiðablik þarf að vinna Aberdeen með tveimur mörkum út í Skotlandi í næstu viku ætli þeir sér áfram í Sambandsdeildinni en þeir töpuðu leiknum 2-3 þar sem mörk í upphafi beggja hálfleika gerðu þeim ansi mikla skráveifu. Þrátt fyrir úrslitin geta Blikar verið bjartsýnir á að ná í þessi úrslit í næstu viku því frammistaða þeirra á löngum köflum var frábær. Óskar Hrafn þjálfari Blika var stoltur af sínum mönnum í dag og var spurður fyrst að því hvernig hann mæti leikinn og svo mögueleikana á móti Aberdeen í seinni leiknum. „Ég met leikinn þannig að ef frá eru skildar fyrstu sex mínútur hans þá vorum við mikið betri allan leikinn. Ég met svo möguleika okkar úti að við erum að fara til Aberdeen og ætlum að vinna leikinn og vinna hann með tveimur mörkum og við ætlum að slá þessa gæja út. Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að teja heldur en að senda boltann á milli sín. Það er þannig sem ég met þetta.“ Óskar var því næst spurður hvort Aberdeen hafi komið honum einhvernveginn á óvart. Það stóð ekki á svörum. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ „Einnig er þetta lærdómur í því hvernig þú kemur til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir eftir sex eða sjö mínútur. Það eru tvær leiðir í stöðunni og það er annað hvort að leggjast niður og láta valta yfir sig eða hin leiðin sem er að standa upp, setja kassann út og keyra á þetta. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði fyrir það að þeir gáfu allt í þennan leik. Ég talaði um það að fyrir okkur værum við að leita að frammistöðu og við fengum hana svo sannarlega í dag. Ég er mjög stoltur af mínum mönnum.“ Óskar var síðan spurður að því hvar Blikar gætu helst sótt á Aberdeen liðið. „Það sem við þurfum að gera er að vera betri í síðustu sendingunum ásamt því að hlaupa meira á bakvið þá og tvölfalda betur á kantana. Ef þeir ætla í þriggja manna kerfi þá þurfum við að vera klárir að tvöfalda á kantana en ef þeir fara í sama kerfi og þeir byrjuðu á, 4-4-2, þá þurfum við að vera duglegri að hlaupa á bakvið bakverðina. Þettta er í raun og veru mjög einfalt. Svo þurfum við að vera grimmari í að ná í annan boltann. Ef við gerum þetta þá erum við í góðum málum.“ Að lokum var Óskar spurður út í aðdáendur Breiðabliks sem létu vel í sér heyra en hann óskaði eftir því að þetta væri svona á öllum leikjum. „Mér fannst þeir geggjaðir. Þeir voru yfirburðarfólk á vellinum. Ég gæfi hálfan handlegginn fyrir að hafa þá svona alltaf og vonandi náum við að halda þessari stemmingu gangandi.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Óskar Hrafn þjálfari Blika var stoltur af sínum mönnum í dag og var spurður fyrst að því hvernig hann mæti leikinn og svo mögueleikana á móti Aberdeen í seinni leiknum. „Ég met leikinn þannig að ef frá eru skildar fyrstu sex mínútur hans þá vorum við mikið betri allan leikinn. Ég met svo möguleika okkar úti að við erum að fara til Aberdeen og ætlum að vinna leikinn og vinna hann með tveimur mörkum og við ætlum að slá þessa gæja út. Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að teja heldur en að senda boltann á milli sín. Það er þannig sem ég met þetta.“ Óskar var því næst spurður hvort Aberdeen hafi komið honum einhvernveginn á óvart. Það stóð ekki á svörum. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ „Einnig er þetta lærdómur í því hvernig þú kemur til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir eftir sex eða sjö mínútur. Það eru tvær leiðir í stöðunni og það er annað hvort að leggjast niður og láta valta yfir sig eða hin leiðin sem er að standa upp, setja kassann út og keyra á þetta. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði fyrir það að þeir gáfu allt í þennan leik. Ég talaði um það að fyrir okkur værum við að leita að frammistöðu og við fengum hana svo sannarlega í dag. Ég er mjög stoltur af mínum mönnum.“ Óskar var síðan spurður að því hvar Blikar gætu helst sótt á Aberdeen liðið. „Það sem við þurfum að gera er að vera betri í síðustu sendingunum ásamt því að hlaupa meira á bakvið þá og tvölfalda betur á kantana. Ef þeir ætla í þriggja manna kerfi þá þurfum við að vera klárir að tvöfalda á kantana en ef þeir fara í sama kerfi og þeir byrjuðu á, 4-4-2, þá þurfum við að vera duglegri að hlaupa á bakvið bakverðina. Þettta er í raun og veru mjög einfalt. Svo þurfum við að vera grimmari í að ná í annan boltann. Ef við gerum þetta þá erum við í góðum málum.“ Að lokum var Óskar spurður út í aðdáendur Breiðabliks sem létu vel í sér heyra en hann óskaði eftir því að þetta væri svona á öllum leikjum. „Mér fannst þeir geggjaðir. Þeir voru yfirburðarfólk á vellinum. Ég gæfi hálfan handlegginn fyrir að hafa þá svona alltaf og vonandi náum við að halda þessari stemmingu gangandi.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira