Flóðbylgjuviðvörun í gildi eftir að jarðskjálfti að stærð 8,2 skók Alaska Eiður Þór Árnason skrifar 29. júlí 2021 07:19 Talið er að skjálftinn hafi fundist víða nálægt upptökum hans. Bandaríska jarðvísindastofnunin Jarðskjálfti að stærð 8,2 mældist við strendur Alaska í morgun, samkvæmt tölum frá bandarísku jarðvísindastofnuninni. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út fyrir hluta ríkisins. Kraftmikli skjálftinn er sagður vera sá stærsti á svæðinu frá árinu 1964 og var staðsettur um 91 kílómetra austsuðaustur af Perryville í Alaska. Hann reið yfir um klukkan 22:15 að staðartíma, eða 6:15 að íslenskum tíma. Minnst tveir sterkir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, að stærð 6,2 og 5,6, samkvæmt bráðabirgðatölum jarðvísindastofnunarinnar. Flóðbylgjuviðvörun var meðal annars gefin út klukkan fyrir suðurhluta Alaska og Alaskaskaga. Viðvörunin var síðar felld úr gildi. Þá voru yfirvöld í viðbúnaðarstöðu á Hawaii vegna mögulegrar flóðbylgjuhættu en ályktuðu síðar að gögn bentu ekki til þess að hætta væri á ferðum. We have reviewed a M8.2 EQ 65 miles S of Perryville at 10:15 pm AKST. This event was felt throughout the Alaska Peninsula and Kodiak. For more information and to submit DYFI reports, please go to https://t.co/eyDYAW4cKo— Alaska Earthquake Center (@AKearthquake) July 29, 2021 Jarðskjálftinn fannst vel á Alaskaskaganum og Kodiak. Ekki er útlit fyrir að hann hafi valdið miklum skaða að svo stöddu. Um var að ræða grunnan jarðskjálfta sem mældist á 46,7 kílómetra dýpi, að því er fram kemur í frétt CNN. Samkvæmt flóðbylgjuviðvörunarmiðstöð Kyrrahafsins (PTWC) benda gögn til að flóðbylgja hafi myndast sem gæti valdið tjóni á strandsvæðum fjarri upptökum skjálftans. Lögregluyfirvöld í Kodiak, stærsta bænum á samnefndri eyju, hafa hvatt íbúa að færa sig upp á hærra land. Þá hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð í skóla. Unnið er að því að meta flóðbylgjuhættu annars staðar við strendur Bandaríkjanna og Kanada. Almannavarnir á Nýja-Sjálandi skoðuðu sömuleiðis hvort hætta væri á að flóðbylgja myndi lenda á ströndum landsins. Síðar var gefið út að lítil eða engin hætta væri þar á ferðum. From Kodiak Alaska Tsunami Sirens going off following the 7.9 Earthquake and the Tsunami Warning #kodiak #wawx #tsunamiwarning #tsunami #unitedstates #warning @ABC @ABCemergency @FoxNews pic.twitter.com/U4YkPon9Xk— WX- Western Washington (@WashingtonWAWX) July 29, 2021 Fréttin var uppfærð klukkan 14:30 með upplýsingum um stöðu flóðbylgjuviðvarana. Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Kraftmikli skjálftinn er sagður vera sá stærsti á svæðinu frá árinu 1964 og var staðsettur um 91 kílómetra austsuðaustur af Perryville í Alaska. Hann reið yfir um klukkan 22:15 að staðartíma, eða 6:15 að íslenskum tíma. Minnst tveir sterkir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, að stærð 6,2 og 5,6, samkvæmt bráðabirgðatölum jarðvísindastofnunarinnar. Flóðbylgjuviðvörun var meðal annars gefin út klukkan fyrir suðurhluta Alaska og Alaskaskaga. Viðvörunin var síðar felld úr gildi. Þá voru yfirvöld í viðbúnaðarstöðu á Hawaii vegna mögulegrar flóðbylgjuhættu en ályktuðu síðar að gögn bentu ekki til þess að hætta væri á ferðum. We have reviewed a M8.2 EQ 65 miles S of Perryville at 10:15 pm AKST. This event was felt throughout the Alaska Peninsula and Kodiak. For more information and to submit DYFI reports, please go to https://t.co/eyDYAW4cKo— Alaska Earthquake Center (@AKearthquake) July 29, 2021 Jarðskjálftinn fannst vel á Alaskaskaganum og Kodiak. Ekki er útlit fyrir að hann hafi valdið miklum skaða að svo stöddu. Um var að ræða grunnan jarðskjálfta sem mældist á 46,7 kílómetra dýpi, að því er fram kemur í frétt CNN. Samkvæmt flóðbylgjuviðvörunarmiðstöð Kyrrahafsins (PTWC) benda gögn til að flóðbylgja hafi myndast sem gæti valdið tjóni á strandsvæðum fjarri upptökum skjálftans. Lögregluyfirvöld í Kodiak, stærsta bænum á samnefndri eyju, hafa hvatt íbúa að færa sig upp á hærra land. Þá hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð í skóla. Unnið er að því að meta flóðbylgjuhættu annars staðar við strendur Bandaríkjanna og Kanada. Almannavarnir á Nýja-Sjálandi skoðuðu sömuleiðis hvort hætta væri á að flóðbylgja myndi lenda á ströndum landsins. Síðar var gefið út að lítil eða engin hætta væri þar á ferðum. From Kodiak Alaska Tsunami Sirens going off following the 7.9 Earthquake and the Tsunami Warning #kodiak #wawx #tsunamiwarning #tsunami #unitedstates #warning @ABC @ABCemergency @FoxNews pic.twitter.com/U4YkPon9Xk— WX- Western Washington (@WashingtonWAWX) July 29, 2021 Fréttin var uppfærð klukkan 14:30 með upplýsingum um stöðu flóðbylgjuviðvarana.
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira