Sömu laun fyrir sömu vinnu? Daníel Örn Arnarsson skrifar 28. júlí 2021 20:01 Sömu laun fyrir sömu vinnu hafa löngum verið einkunnarorð jafnréttisbaráttu kynjanna í heiminum og á Íslandi hefur okkur tekist að ná góðum árangri í þeim efnum þó að fullu jafnrétti hafi ekki verið náð. Núna er einnig annars konar barátta fyrir höndum sem getur notað þessi orð en það er áhrif útvistunar á kaup og kjör og við sem samfélag þurfum að vera vakandi fyrir hrikalegum afleiðingum hennar. Þessi pistill er skrifaður í framhaldi af grein félaga Sönnu fyrir stuttu, Útvistun ábyrgðar, þar sem hún fór stuttlega yfir það að tæplega 60% af rekstri Strætó bs. sé nú í höndum verktaka. Við ákváðum að grúska betur og fá á hreint hversu mikill munur er á kjörum þess sem vinnur fyrir Strætó bs. og þeirra sem ráðin eru inn af Kynnisferðum til þess að vinna fyrir Strætó bs. Þær tölur sem ég mun nota hér á eftir eru fengnar frá verkalýðsfélögunum og endurspegla lágmarkið en hafa verður í huga að þrátt fyrir að Kynnisferðir geti borgað hærra en lágmarkslaun eru þau alls ekki þekkt fyrir slíkt. Byrjum á að bera saman grundvallar réttindin til veikindadaga, til orlofs og þeirra sem vernda vagnstjórana gegn fyrirvaralausum uppsögnum. Uppsagnarfrestur: Þeir sem starfa beint fyrir Strætó bs. vinna sér inn mun meiri vernd mun hraðar en þeir sem starfa fyrir Kynnisferðir. Einnig fylgja starfsmenn hjá Strætó bs. ákvæðum um uppsagnir á opinberum markaði og njóta því meiri uppsagnarverndar en starfsmenn Kynnisferða en í kjarasamningi Sameykis, sem vagnstjórar Strætó bs. starfa eftir segir m.a. að „óheimilt sé að segja starfsmanni upp án málefnalegrar ástæðna“. Það á ekki við um almenna vinnumarkaðinn þar sem vagnstjórar Kynnisferða starfa. Veikindaréttur: Líkt og sjá má á þessari töflu öðlast vagnstjórar sem eru ráðnir beint inn til Strætó bs. fleiri launaða veikindadaga á skemmri tíma en þeir sem hafa vinna hjá Kynnisferðum. Skýringar úr kjarasamningi eflingar: „Staðgengislaun miðast við þau laun sem starfsmaður hefði sannanlega haft ef hann hefði ekki forfallast frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss önnur en mætingabónus og álagsgreiðslur vegna sérstakrar áhættu eða óþrifnaðar sem eru tilfallandi við framkvæmd sértilgreindra starfa. Fullt dagvinnukaup eru föst laun fyrir dagvinnu auk vaktaálags, bónus og annarra afkastahvetjandi eða sambærilegra álagsgreiðslna vegna vinnu miðað við 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf. Dagvinnulaun eru föst laun miðað við dagvinnu (án bónus og hvers konar álagsgreiðslna)fyrir 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf.” Orlof: Það er ljóst á þessari upptalningu að það er töluverður munur á réttindum þeirra sem starfa hjá Strætó bs. og Kynnisferðum. Strax fá starfsmenn Strætó 6 fleiri daga í orlof, strax mun betri uppsagnarvernd og sterkari veikindarétt en hvað með launin? Það getur nú varla verið að fyrirtæki í okkar eigu myndi standa fyrir því að greiða starfsfólki mis há laun fyrir sömu vinnu? Laun: Launamunurinn er sláandi! Tæplega 40.000 krónur á mánuði er virkilega mikill munur fyrir manneskju á venjulegum launum. Þetta gerir tæplega hálfa milljón á ári og munið að þetta er fólk sem vinnur sömu vinnuna. Einnig fá starfsmenn Strætó bs. mun hærri álögur vegna starfsaldurs og menntunar og samið hefur verið með styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Er þetta eitthvað sem fyrirtæki í okkar eigu ætti að vera að stunda? Finnst okkur þetta vera í lagi? Reynið að segja mér að útvistun hafi ekki áhrif á kjör starfsfólks. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Vinnumarkaður Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sömu laun fyrir sömu vinnu hafa löngum verið einkunnarorð jafnréttisbaráttu kynjanna í heiminum og á Íslandi hefur okkur tekist að ná góðum árangri í þeim efnum þó að fullu jafnrétti hafi ekki verið náð. Núna er einnig annars konar barátta fyrir höndum sem getur notað þessi orð en það er áhrif útvistunar á kaup og kjör og við sem samfélag þurfum að vera vakandi fyrir hrikalegum afleiðingum hennar. Þessi pistill er skrifaður í framhaldi af grein félaga Sönnu fyrir stuttu, Útvistun ábyrgðar, þar sem hún fór stuttlega yfir það að tæplega 60% af rekstri Strætó bs. sé nú í höndum verktaka. Við ákváðum að grúska betur og fá á hreint hversu mikill munur er á kjörum þess sem vinnur fyrir Strætó bs. og þeirra sem ráðin eru inn af Kynnisferðum til þess að vinna fyrir Strætó bs. Þær tölur sem ég mun nota hér á eftir eru fengnar frá verkalýðsfélögunum og endurspegla lágmarkið en hafa verður í huga að þrátt fyrir að Kynnisferðir geti borgað hærra en lágmarkslaun eru þau alls ekki þekkt fyrir slíkt. Byrjum á að bera saman grundvallar réttindin til veikindadaga, til orlofs og þeirra sem vernda vagnstjórana gegn fyrirvaralausum uppsögnum. Uppsagnarfrestur: Þeir sem starfa beint fyrir Strætó bs. vinna sér inn mun meiri vernd mun hraðar en þeir sem starfa fyrir Kynnisferðir. Einnig fylgja starfsmenn hjá Strætó bs. ákvæðum um uppsagnir á opinberum markaði og njóta því meiri uppsagnarverndar en starfsmenn Kynnisferða en í kjarasamningi Sameykis, sem vagnstjórar Strætó bs. starfa eftir segir m.a. að „óheimilt sé að segja starfsmanni upp án málefnalegrar ástæðna“. Það á ekki við um almenna vinnumarkaðinn þar sem vagnstjórar Kynnisferða starfa. Veikindaréttur: Líkt og sjá má á þessari töflu öðlast vagnstjórar sem eru ráðnir beint inn til Strætó bs. fleiri launaða veikindadaga á skemmri tíma en þeir sem hafa vinna hjá Kynnisferðum. Skýringar úr kjarasamningi eflingar: „Staðgengislaun miðast við þau laun sem starfsmaður hefði sannanlega haft ef hann hefði ekki forfallast frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss önnur en mætingabónus og álagsgreiðslur vegna sérstakrar áhættu eða óþrifnaðar sem eru tilfallandi við framkvæmd sértilgreindra starfa. Fullt dagvinnukaup eru föst laun fyrir dagvinnu auk vaktaálags, bónus og annarra afkastahvetjandi eða sambærilegra álagsgreiðslna vegna vinnu miðað við 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf. Dagvinnulaun eru föst laun miðað við dagvinnu (án bónus og hvers konar álagsgreiðslna)fyrir 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf.” Orlof: Það er ljóst á þessari upptalningu að það er töluverður munur á réttindum þeirra sem starfa hjá Strætó bs. og Kynnisferðum. Strax fá starfsmenn Strætó 6 fleiri daga í orlof, strax mun betri uppsagnarvernd og sterkari veikindarétt en hvað með launin? Það getur nú varla verið að fyrirtæki í okkar eigu myndi standa fyrir því að greiða starfsfólki mis há laun fyrir sömu vinnu? Laun: Launamunurinn er sláandi! Tæplega 40.000 krónur á mánuði er virkilega mikill munur fyrir manneskju á venjulegum launum. Þetta gerir tæplega hálfa milljón á ári og munið að þetta er fólk sem vinnur sömu vinnuna. Einnig fá starfsmenn Strætó bs. mun hærri álögur vegna starfsaldurs og menntunar og samið hefur verið með styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Er þetta eitthvað sem fyrirtæki í okkar eigu ætti að vera að stunda? Finnst okkur þetta vera í lagi? Reynið að segja mér að útvistun hafi ekki áhrif á kjör starfsfólks. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun