Sjáðu mörk Sævars Atla og Hjalta ásamt endurkomu Víkinga í Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2021 08:00 Leiknismenn unnu góðan 2-0 sigur á Stjörnunni í gær. Vísir/Hulda Margrét Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Leiknir Reykjavík vann 2-0 sigur á Stjörnunni og Víkingur kom til baka gegn Keflavík og vann 2-1 seiglusigur. Sævar Atli Magnússon var að sjálfsögðu á skotskónum er Leiknir Reykjavík tók á móti Stjörnunni. Eftir fína sókn Leiknis strax á 7. mínútu barst boltinn inn á teig þar sem Andrés Ramiro Escobar lagði hann á Sævar Atla sem átti skot í varnarmann og þaðan í netið. Um miðbik fyrri hálfleiks áttu heimamenn aftur fína sókn upp vinstri vænginn. Boltinn barst á Emil Berger sem lyfti honum fyrir markið þar sem Hjalti Sigurðsson stökk manna hæst og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Klippa: Leiknir 2-0 Stjarnan Þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar af leiknum fékk Adam Árni Róbertsson góða sendingu inn fyrir vörn Víkings. Hann átti í kjölfarið fyrirgjöf sem Sindri Þór Guðmundsson skallaði snyrtilega yfir Þórð Ingason í marki gestanna og staðan 1-0. Þannig var hún allt fram á 58. mínútu leiksins þegar varamaðurinn Kwame Quee sýndi skemmtileg tilþrif og átti frábæra fyrirgjöf á Nikolaj Hansen sem gat ekki annað en skorað. Hans 11. mark í sumar og staðan orðin 1-1. Tuttugu mínútum síðar skoraði Helgi Guðjónsson - annar varamaður - stórkostlegt mark en hann fór einkar illa með Magnús Þór Magnússon, fyrirliða Keflavíkur, í aðdraganda marksins. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Klippa: Keflavík 1-2 Víkingur Hér að neðan má sjá svo sjá markasyrpu umferðarinnar. Klippa: Markasyrpa Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Stjarnan Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. 19. júlí 2021 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar stigi frá toppnum eftir endurkomusigur Víkingur vann 2-1 endurkomusigur á Keflavík á heimavelli þeirra síðarnefndu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar eru eftir sigurinn aðeins stigi frá toppliði Vals. 19. júlí 2021 22:15 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Sævar Atli Magnússon var að sjálfsögðu á skotskónum er Leiknir Reykjavík tók á móti Stjörnunni. Eftir fína sókn Leiknis strax á 7. mínútu barst boltinn inn á teig þar sem Andrés Ramiro Escobar lagði hann á Sævar Atla sem átti skot í varnarmann og þaðan í netið. Um miðbik fyrri hálfleiks áttu heimamenn aftur fína sókn upp vinstri vænginn. Boltinn barst á Emil Berger sem lyfti honum fyrir markið þar sem Hjalti Sigurðsson stökk manna hæst og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Klippa: Leiknir 2-0 Stjarnan Þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar af leiknum fékk Adam Árni Róbertsson góða sendingu inn fyrir vörn Víkings. Hann átti í kjölfarið fyrirgjöf sem Sindri Þór Guðmundsson skallaði snyrtilega yfir Þórð Ingason í marki gestanna og staðan 1-0. Þannig var hún allt fram á 58. mínútu leiksins þegar varamaðurinn Kwame Quee sýndi skemmtileg tilþrif og átti frábæra fyrirgjöf á Nikolaj Hansen sem gat ekki annað en skorað. Hans 11. mark í sumar og staðan orðin 1-1. Tuttugu mínútum síðar skoraði Helgi Guðjónsson - annar varamaður - stórkostlegt mark en hann fór einkar illa með Magnús Þór Magnússon, fyrirliða Keflavíkur, í aðdraganda marksins. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Klippa: Keflavík 1-2 Víkingur Hér að neðan má sjá svo sjá markasyrpu umferðarinnar. Klippa: Markasyrpa Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Stjarnan Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. 19. júlí 2021 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar stigi frá toppnum eftir endurkomusigur Víkingur vann 2-1 endurkomusigur á Keflavík á heimavelli þeirra síðarnefndu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar eru eftir sigurinn aðeins stigi frá toppliði Vals. 19. júlí 2021 22:15 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. 19. júlí 2021 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar stigi frá toppnum eftir endurkomusigur Víkingur vann 2-1 endurkomusigur á Keflavík á heimavelli þeirra síðarnefndu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar eru eftir sigurinn aðeins stigi frá toppliði Vals. 19. júlí 2021 22:15