Hamilton beittur kynþáttaníði í kjölfar sigursins á Silverstone Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 08:01 Hamilton fagnar að lokinni keppni á Silverstone um helgina. Hann hefur alls fagnað átta sigrum þar á ferlinum. Bryn Lennon/Getty Images Heimsmeistarinn Lewis Hamilton vann dramatískan sigur á Silverstone-brautinni í Bretlandi í Formúlu 1 sem fram fór í gær. Var Hamilton beittur kynþáttaníði á samfélagsmiðlum eftir sigurinn. Kappakstur gærdagsins var dramatískur svo vægt sé til orða tekið. Alls mættu 140 þúsund manns á Silverstone og sáu Hamilton lenda í árekstri við Max Verstappen strax á fyrsta hring. Hamilton fékk í kjölfarið 10 sekúndna refsingu en tókst samt að koma til baka og skjóta Charles Leclerc ref fyrir rass í lokin og landa sigrinum. Hamilton keppir fyrir Mercedes og eftir að liðið setti inn færslu á Instagram til að óska ökumanni sínum til hamingju rigndi inn miður fallegum skilaboðum. Sky Sports News greinir frá og segir í frétt þeirra að Facebook – móðurfélag Instagram – sé með málið til rannsóknar. Lewis Hamilton has been targeted with online racist abuse hours after winning the British Grand Prix for the eighth time.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 18, 2021 Formúla 1, FIA og Mercedes fordæma alla slíka hegðun og hafa gefið út tilkynningu þess efnis. Þar segir að ekkert pláss sé innan Formúlunnar fyrir einstaklinga sem beiti kynþáttaníði og að því þurfi að útrýma. Hamilton – sem er sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 – hefur talað gegn kynþáttaníði allan sinn feril. Nú síðast í kjölfar níðsins sem Bukayo Saka, Marcus Rashford og Jadon Sancho urðu fyrir eftir að England tapaði gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Joint statement from Formula 1, the FIA and the Mercedes-AMG Petronas F1 Team: During, and after, yesterday s British Grand Prix, Lewis Hamilton was subjected to multiple instances of racist abuse on social media following an in-race collision.— F1 Media (@F1Media) July 19, 2021 Hann mun halda því áfram sem og baráttunni um áttunda heimsmeistaratitilinn. Formúla Kynþáttafordómar Bretland Tengdar fréttir Áttundi sigur Hamilton á Silverstone í rosalegum kappakstri Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar. Hamilton var á heimavelli en keppni helgarinnar fór fram á Silverstone brautinni í Northamptonskíri. 18. júlí 2021 16:16 Verstappen hundóánægður og sendir Hamilton pillu: „Vanvirðing og óíþróttamannsleg framkoma“ Baráttan um heimsmeistaratignina í Formúlu 1 hefur ekki verið jafnhörð í langan tíma og kappakstur dagsins gæti dregið dilk á eftir sér. 18. júlí 2021 20:28 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Kappakstur gærdagsins var dramatískur svo vægt sé til orða tekið. Alls mættu 140 þúsund manns á Silverstone og sáu Hamilton lenda í árekstri við Max Verstappen strax á fyrsta hring. Hamilton fékk í kjölfarið 10 sekúndna refsingu en tókst samt að koma til baka og skjóta Charles Leclerc ref fyrir rass í lokin og landa sigrinum. Hamilton keppir fyrir Mercedes og eftir að liðið setti inn færslu á Instagram til að óska ökumanni sínum til hamingju rigndi inn miður fallegum skilaboðum. Sky Sports News greinir frá og segir í frétt þeirra að Facebook – móðurfélag Instagram – sé með málið til rannsóknar. Lewis Hamilton has been targeted with online racist abuse hours after winning the British Grand Prix for the eighth time.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 18, 2021 Formúla 1, FIA og Mercedes fordæma alla slíka hegðun og hafa gefið út tilkynningu þess efnis. Þar segir að ekkert pláss sé innan Formúlunnar fyrir einstaklinga sem beiti kynþáttaníði og að því þurfi að útrýma. Hamilton – sem er sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 – hefur talað gegn kynþáttaníði allan sinn feril. Nú síðast í kjölfar níðsins sem Bukayo Saka, Marcus Rashford og Jadon Sancho urðu fyrir eftir að England tapaði gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Joint statement from Formula 1, the FIA and the Mercedes-AMG Petronas F1 Team: During, and after, yesterday s British Grand Prix, Lewis Hamilton was subjected to multiple instances of racist abuse on social media following an in-race collision.— F1 Media (@F1Media) July 19, 2021 Hann mun halda því áfram sem og baráttunni um áttunda heimsmeistaratitilinn.
Formúla Kynþáttafordómar Bretland Tengdar fréttir Áttundi sigur Hamilton á Silverstone í rosalegum kappakstri Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar. Hamilton var á heimavelli en keppni helgarinnar fór fram á Silverstone brautinni í Northamptonskíri. 18. júlí 2021 16:16 Verstappen hundóánægður og sendir Hamilton pillu: „Vanvirðing og óíþróttamannsleg framkoma“ Baráttan um heimsmeistaratignina í Formúlu 1 hefur ekki verið jafnhörð í langan tíma og kappakstur dagsins gæti dregið dilk á eftir sér. 18. júlí 2021 20:28 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Áttundi sigur Hamilton á Silverstone í rosalegum kappakstri Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar. Hamilton var á heimavelli en keppni helgarinnar fór fram á Silverstone brautinni í Northamptonskíri. 18. júlí 2021 16:16
Verstappen hundóánægður og sendir Hamilton pillu: „Vanvirðing og óíþróttamannsleg framkoma“ Baráttan um heimsmeistaratignina í Formúlu 1 hefur ekki verið jafnhörð í langan tíma og kappakstur dagsins gæti dregið dilk á eftir sér. 18. júlí 2021 20:28