Ákvað á innan við klukkutíma að taka Brekkusönginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2021 11:06 Magnús Kjartan hefur talsverða reynslu af tónleikaspili á Þjóðhátíð. Hann mun sjá um Brekkusönginn í ár en hljómsveitin hans, Stuðlabandið, mun einnig halda uppi stemningunni í dalnum að loknum Brekkusöngi. Þjóðhátíðarnefnd Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun fara með umsjón Brekkusöngsins á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Tilkynnt var um þetta í morgun en að sögn Harðar Orra Grettissonar, formanns Þjóðhátíðarnefndar, var Magnús fyrsti kostur eftir að tilkynnt var að Ingólfur Þórarinsson myndi ekki sjá um að halda uppi stuði í Herjólfsdal þann 1. ágúst næstkomandi. Magnús er mikill reynslubolti en hann hefur farið víða um land og spilað með hljómsveit sinni, Stuðlabandinu, ásamt því að leika sem trúbador. Hann mun ekki aðeins sjá um Brekkusönginn því til stendur að Stuðlabandið troði upp og haldi uppi stemningu í dalnum eftir að Brekkusöngnum lýkur. „Stuðlabandið verður með dansiball seinna um sunnudagskvöldið. Ég fæ nú kannski að hoppa aðeins niður og fá mér einn eða tvo kaffibolla og slappa af. Svo er ég að hugsa að vera í dalnum með fjölskyldunni og njóta. Við erum að taka börnin í fyrsta skiptið og mig langar líka að upplifa þeirra fyrstu Þjóðhátíð,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Magnús spjallaði einnig um Brekkusönginn við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið við hann þar í spilaranum hér að neðan. Hann segir tækifærið leggjast vel í sig. Þjóðhátíðarnefnd hafi haft samband við hann í síðustu viku og boðið honum að sjá um Brekkusönginn. Það hafi ekki tekið hann langan tíma að skella sér á boðið. „Ég sagðist ætla að fá aðeins að hugsa þetta og ég hringdi aftur eftir að ég talaði við konuna mína og skellti mér á þetta. Ég spurði hana Sigríði mína hvort við ættum að skella okkur í þetta og hún sagði: Já, þú getur gert þetta. Ég held að þetta hafi verið svona tuttugu mínútur, hálftími sem við ræddum þetta og svo hringdi ég bara til baka,“ segir Magnús. Magnús hefur spilað sex sinnum á Þjóðhátíð með hljómsveit en sjálfur er hann mikill Þjóðhátíðarmaður og hefur varla tölu á því hvað hann hefur mætt oft á hátíðina. Það sé á bilinu tíu til tuttugu sinnum. Hann segist þó enga almennilega tengingu við Vestmannaeyjar hafa. „Nei, í rauninni ekki. Ég á skyldfólk og ættmenni þarna eins og flestir á Íslandi. Annað en að þykja Vestmannaeyjar góður staður til að vera á þá hef ég ekki mikla skyldleikatengingu. Mér líður þónokkuð vel á þessari eyju og þaðan á ég góðar minningar,“ segir Magnús. Ætlar þú að sækja í reynslu Ingós? „Ég veit ekki hvort ég sæki í hans reynslu sérstaklega en sæki frekar í mína eigin reynslu hvað þetta varðar. En maður skoðar hvað þeir hafa verið að gera,“ segir Magnús. Hann segir að lagalistinn verði ekki mikið mál. Brekkusöngur sé í grunninn frekar svipaður, sama hvar hann er. „Þetta eru rosa mikið sömu lögin hjá öllum sem eru í þessu. Ég á eftir að setjast vel og vandlega yfir hvað ég mun taka þarna,“ segir Magnús. Magnús segist bíða spenntur eftir 1. ágúst. „Það er fiðringur, sá allra stærsti. En ég vona að ég nái að vera mér og mínum til sóma þarna og skemmta fólkinu fyrst og fremst,“ segir Magnús. Vel komi til greina af hans hálfu að taka að sér Brekkusönginn á næstu hátíðum. „Ég hugsa að það kæmi til greina eins og allt annað en við skulum klára þennan og sjá hvernig þetta gengur og ákveða svo annað í framhaldinu.“ Hversu spenntur ertu á skalanum 1-10? „Ég er alveg tíu ellefu. En þetta er stund fólksins.“ Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. 9. júlí 2021 09:54 Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 7. júlí 2021 15:00 Þórólfur neitar að taka við brekkusöngnum Eftir að brekkusöng Ingólfs Þórarinssonar var aflýst á Þjóðhátíð í vikunni upphófst nokkur umræða um það hver ætti að hlaupa í skarðið. Á meðal tillagna sem kom fram var að sjálfur sóttvarnalæknir tæki við brekkusöngnum, enda bæði Eyjamaður og lunkinn gítarleikari. 7. júlí 2021 12:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Magnús er mikill reynslubolti en hann hefur farið víða um land og spilað með hljómsveit sinni, Stuðlabandinu, ásamt því að leika sem trúbador. Hann mun ekki aðeins sjá um Brekkusönginn því til stendur að Stuðlabandið troði upp og haldi uppi stemningu í dalnum eftir að Brekkusöngnum lýkur. „Stuðlabandið verður með dansiball seinna um sunnudagskvöldið. Ég fæ nú kannski að hoppa aðeins niður og fá mér einn eða tvo kaffibolla og slappa af. Svo er ég að hugsa að vera í dalnum með fjölskyldunni og njóta. Við erum að taka börnin í fyrsta skiptið og mig langar líka að upplifa þeirra fyrstu Þjóðhátíð,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Magnús spjallaði einnig um Brekkusönginn við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið við hann þar í spilaranum hér að neðan. Hann segir tækifærið leggjast vel í sig. Þjóðhátíðarnefnd hafi haft samband við hann í síðustu viku og boðið honum að sjá um Brekkusönginn. Það hafi ekki tekið hann langan tíma að skella sér á boðið. „Ég sagðist ætla að fá aðeins að hugsa þetta og ég hringdi aftur eftir að ég talaði við konuna mína og skellti mér á þetta. Ég spurði hana Sigríði mína hvort við ættum að skella okkur í þetta og hún sagði: Já, þú getur gert þetta. Ég held að þetta hafi verið svona tuttugu mínútur, hálftími sem við ræddum þetta og svo hringdi ég bara til baka,“ segir Magnús. Magnús hefur spilað sex sinnum á Þjóðhátíð með hljómsveit en sjálfur er hann mikill Þjóðhátíðarmaður og hefur varla tölu á því hvað hann hefur mætt oft á hátíðina. Það sé á bilinu tíu til tuttugu sinnum. Hann segist þó enga almennilega tengingu við Vestmannaeyjar hafa. „Nei, í rauninni ekki. Ég á skyldfólk og ættmenni þarna eins og flestir á Íslandi. Annað en að þykja Vestmannaeyjar góður staður til að vera á þá hef ég ekki mikla skyldleikatengingu. Mér líður þónokkuð vel á þessari eyju og þaðan á ég góðar minningar,“ segir Magnús. Ætlar þú að sækja í reynslu Ingós? „Ég veit ekki hvort ég sæki í hans reynslu sérstaklega en sæki frekar í mína eigin reynslu hvað þetta varðar. En maður skoðar hvað þeir hafa verið að gera,“ segir Magnús. Hann segir að lagalistinn verði ekki mikið mál. Brekkusöngur sé í grunninn frekar svipaður, sama hvar hann er. „Þetta eru rosa mikið sömu lögin hjá öllum sem eru í þessu. Ég á eftir að setjast vel og vandlega yfir hvað ég mun taka þarna,“ segir Magnús. Magnús segist bíða spenntur eftir 1. ágúst. „Það er fiðringur, sá allra stærsti. En ég vona að ég nái að vera mér og mínum til sóma þarna og skemmta fólkinu fyrst og fremst,“ segir Magnús. Vel komi til greina af hans hálfu að taka að sér Brekkusönginn á næstu hátíðum. „Ég hugsa að það kæmi til greina eins og allt annað en við skulum klára þennan og sjá hvernig þetta gengur og ákveða svo annað í framhaldinu.“ Hversu spenntur ertu á skalanum 1-10? „Ég er alveg tíu ellefu. En þetta er stund fólksins.“
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. 9. júlí 2021 09:54 Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 7. júlí 2021 15:00 Þórólfur neitar að taka við brekkusöngnum Eftir að brekkusöng Ingólfs Þórarinssonar var aflýst á Þjóðhátíð í vikunni upphófst nokkur umræða um það hver ætti að hlaupa í skarðið. Á meðal tillagna sem kom fram var að sjálfur sóttvarnalæknir tæki við brekkusöngnum, enda bæði Eyjamaður og lunkinn gítarleikari. 7. júlí 2021 12:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. 9. júlí 2021 09:54
Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 7. júlí 2021 15:00
Þórólfur neitar að taka við brekkusöngnum Eftir að brekkusöng Ingólfs Þórarinssonar var aflýst á Þjóðhátíð í vikunni upphófst nokkur umræða um það hver ætti að hlaupa í skarðið. Á meðal tillagna sem kom fram var að sjálfur sóttvarnalæknir tæki við brekkusöngnum, enda bæði Eyjamaður og lunkinn gítarleikari. 7. júlí 2021 12:01