Náðu í leikmennina sem unnu þær í síðustu tveimur lokaúrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2021 16:01 Haiden Palmer fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum sem hún vann með Snæfelli á Ásvöllum vorið 2016. Hún er hér á mynd með þeim Bryndísi Guðmundsdóttur, Berglindi Gunnarsdóttur og Gunnhildi Gunnarsdóttur en með þeim eru foreldrar Gunnarsdætra, Gunnar og Lára. Vísir/ÓskarÓ Haukarnir eru til alls líklegar í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Það munar um að vera búnar að semja við leikmenn sem hafa reynst Haukunum afar erfiðir á síðustu árum. Helena Sverrisdóttir hefur ákveðið að snúa aftur heim í Hauka og þá hefur Hafnarfjarðarfélagið einnig gert samning við bandaríska leikmanninn Haiden Palmer. Helena og Haiden eiga það sameiginlegt að hafa á síðustu árum verið kosnar besti leikmaður lokaúrslita þar sem Haukar þurftu að sætta sig við silfur. Helena var valin mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna í ár þegar Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Haukum. Helena var með 15,7 stig, 11,0 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í úrslitaeinvíginu en hún hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum eða 56 prósent. Haiden Palmer var aftur á móti valin mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna 2016 þegar Snæfell hafði betur á móti Haukum þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í oddaleik á Ásvöllum. Palmer var með 26,8 stig, 11,8 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í úrslitaeinvíginu á móti Haukum auk þess að stela 3,4 boltum og verja 1,8 skot í leik. Í umræddu úrslitaeinvígi þá spilaði Helena með Haukaliðinu og bauð upp á 26,8 stig, 15,0 fráköst og 4,5 stoðsendingar í leik en hún missti úr einn leik í einvíginu vegna meiðsla. Helena hefur aldrei tapað þremur leikjum í úrslitaeinvígi en þrjá leiki þarf til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Helena er uppalin í Haukum og hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla með félaginu. Þann síðasta vann hún vorið 2018. Helena var komin í Val tímabilið á eftir og Haukarnir náðu aldrei að vinna Valsliðið með Helenu innanborðs. Nú mæta Haukarnir til leiks með þær Helenu Sverrisdóttur og Haiden Palmer í fararbroddi og það verður ekkert grín að eiga við þær sem liðsfélaga á næstu leiktíð. Haiden Palmer fagnar hércÍslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum í Snæfelli vorið 2016 en hann vann Snæfellsliðið á Ásvöllum sem er nú nýr heimavöllur Haiden.Vísir/ÓskarÓ Dominos-deild kvenna Haukar Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Helena Sverrisdóttir hefur ákveðið að snúa aftur heim í Hauka og þá hefur Hafnarfjarðarfélagið einnig gert samning við bandaríska leikmanninn Haiden Palmer. Helena og Haiden eiga það sameiginlegt að hafa á síðustu árum verið kosnar besti leikmaður lokaúrslita þar sem Haukar þurftu að sætta sig við silfur. Helena var valin mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna í ár þegar Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Haukum. Helena var með 15,7 stig, 11,0 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í úrslitaeinvíginu en hún hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum eða 56 prósent. Haiden Palmer var aftur á móti valin mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna 2016 þegar Snæfell hafði betur á móti Haukum þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í oddaleik á Ásvöllum. Palmer var með 26,8 stig, 11,8 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í úrslitaeinvíginu á móti Haukum auk þess að stela 3,4 boltum og verja 1,8 skot í leik. Í umræddu úrslitaeinvígi þá spilaði Helena með Haukaliðinu og bauð upp á 26,8 stig, 15,0 fráköst og 4,5 stoðsendingar í leik en hún missti úr einn leik í einvíginu vegna meiðsla. Helena hefur aldrei tapað þremur leikjum í úrslitaeinvígi en þrjá leiki þarf til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Helena er uppalin í Haukum og hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla með félaginu. Þann síðasta vann hún vorið 2018. Helena var komin í Val tímabilið á eftir og Haukarnir náðu aldrei að vinna Valsliðið með Helenu innanborðs. Nú mæta Haukarnir til leiks með þær Helenu Sverrisdóttur og Haiden Palmer í fararbroddi og það verður ekkert grín að eiga við þær sem liðsfélaga á næstu leiktíð. Haiden Palmer fagnar hércÍslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum í Snæfelli vorið 2016 en hann vann Snæfellsliðið á Ásvöllum sem er nú nýr heimavöllur Haiden.Vísir/ÓskarÓ
Dominos-deild kvenna Haukar Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira