Rio Ferdinand: Hann lítur út eins og fjall í mínum augum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 08:00 Harry Maguire fagnar markinu sínu á móti Úkraínu í átta liða úrslitum EM um helgina. AP/Alessandra Tarantino Rio Ferdinand, fyrrum miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, hrósaði miðverði Manchester United og enska landsliðsins mikið eftir að Englendingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins um helgina. Harry Maguire átti enn einn stórleikinn í ensku vörninni sem hefur enn ekki fengið á sig mark á mótinu. Maguire gerði síðan enn betur með því að skora eitt af fjórum mörkum enska liðsins í leiknum á móti Úkraínu. Það eru ekki mörg veikleikamerki að finna á ensku vörninni sem hefur haldið hreinu í fimm fyrstu leikjum sínum á EM og mætir Danmörku í undanúrslitaleik á Wembley í vikunni. Rio Ferdinand Harry Maguire #Euro2020— Eurosport UK (@Eurosport_UK) July 4, 2021 „Alþjóðlegur fótbolti virðist vera svo þægilegur fyrir Harry Maguire,“ sagði Rio Ferdinand við BBC Sport. „Hann lítur út eins og fjall í mínum augum þegar hann er kominn í enska landsliðsbúninginn. Hann kemur líka upp með boltann og velur réttu sendingarnar,“ sagði Ferdinand. „Hann reynir alltaf að koma út með boltann til að fá einhvern til að koma í sig og svo gefur hann boltann. Þarna liggur munurinn á honum og öðrum miðvörðum,“ sagði Ferdinand. "He looks like a man mountain to me." https://t.co/SNXKDoen1f— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 4, 2021 Maguire missti af lokum tímabilsins hjá Manchester United vegna meiðsla og var ekki með í upphafi Evrópumótsins. Hann hefur aftur á móti komið sterkur inn í enska landsliðið. Maguire, sem er 28 ára gamall, var að leika sinn 35. landsleik á móti Úkraínu þar af hafa síðustu fimmtán komið sem leikmaður Manchester United en í hinum tuttugu var hann leikmaður Leicester City. Þetta var hans fjórða landsliðsmark. Rio Ferdinand lék alls 81 landsleik fyrir England þar af 54 þeirra sem leikmaður Manchester United. Rio skoraði þrjú mörk í þessum leikjum þar af eitt þeirra á stórmóti en það kom á móti Dönum á HM 2002. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Harry Maguire átti enn einn stórleikinn í ensku vörninni sem hefur enn ekki fengið á sig mark á mótinu. Maguire gerði síðan enn betur með því að skora eitt af fjórum mörkum enska liðsins í leiknum á móti Úkraínu. Það eru ekki mörg veikleikamerki að finna á ensku vörninni sem hefur haldið hreinu í fimm fyrstu leikjum sínum á EM og mætir Danmörku í undanúrslitaleik á Wembley í vikunni. Rio Ferdinand Harry Maguire #Euro2020— Eurosport UK (@Eurosport_UK) July 4, 2021 „Alþjóðlegur fótbolti virðist vera svo þægilegur fyrir Harry Maguire,“ sagði Rio Ferdinand við BBC Sport. „Hann lítur út eins og fjall í mínum augum þegar hann er kominn í enska landsliðsbúninginn. Hann kemur líka upp með boltann og velur réttu sendingarnar,“ sagði Ferdinand. „Hann reynir alltaf að koma út með boltann til að fá einhvern til að koma í sig og svo gefur hann boltann. Þarna liggur munurinn á honum og öðrum miðvörðum,“ sagði Ferdinand. "He looks like a man mountain to me." https://t.co/SNXKDoen1f— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 4, 2021 Maguire missti af lokum tímabilsins hjá Manchester United vegna meiðsla og var ekki með í upphafi Evrópumótsins. Hann hefur aftur á móti komið sterkur inn í enska landsliðið. Maguire, sem er 28 ára gamall, var að leika sinn 35. landsleik á móti Úkraínu þar af hafa síðustu fimmtán komið sem leikmaður Manchester United en í hinum tuttugu var hann leikmaður Leicester City. Þetta var hans fjórða landsliðsmark. Rio Ferdinand lék alls 81 landsleik fyrir England þar af 54 þeirra sem leikmaður Manchester United. Rio skoraði þrjú mörk í þessum leikjum þar af eitt þeirra á stórmóti en það kom á móti Dönum á HM 2002. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira