Konur í landinu fá hrós dagsins Halla Þorvaldsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir skrifa 2. júlí 2021 08:00 Í gær, þann 1. júlí 2021, bárust þau tíðindi að heilbrigðisyfirvöld hefðu ákveðið að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur til Íslands eftir að þær voru fluttar til Danmerkur í janúar. Krabbameinsfélagið fagnar þessari ákvörðun, sem er stórt skref í þá átt að vinda ofan af þeim vandræðum sem uppi eru varðandi leghálsskimanir. Ákvörðunin mun á endanum draga úr vantrausti kvenna og stytta biðtíma eftir niðurstöðum verulega. Flutningur rannsóknanna til Danmerkur var að mati Krabbameinsfélagsins algerlega ónauðsynlegur. Einungis sex mánuðir eru liðnir síðan rannsóknirnar voru alfarið gerðar hér á landi. Nauðsynleg þekking og búnaður kann því að vera enn til staðar. Ef raunverulegur áhugi og metnaður er fyrir því að flytja rannsóknirnar frá Danmörku og hefja þær á ný hér á landi getur það verið auðvelt í framkvæmd. Ákvörðunin er mjög gott fyrsta skref. Enn vantar hins vegar mjög mikið upp á að konur í landinu fái skýrar upplýsingar um þær breytingar sem gerðar hafa verið á skimunum og að þjónusta, eftirlit og upplýsingagjöf sé gagnsæ og skilvirk. Viðvarandi vandræði eftir flutning skimananna hafa valdið miklu óöryggi og vanlíðan hjá fjölda kvenna og aðstandenda þeirra. Allt kapp þarf að leggja á að endurvekja traust þeirra. Konur í landinu og fjöldi fagfólks hefur með mjög eindregnum hætti sýnt að þeim stendur ekki á sama um skimanir heldur láta sig málin varða. Ákall kvenna er gríðarlega sterkt eins og sést á fjöldahreyfingu á samfélagsmiðlum og fjölmiðlaumræðu. Þátttaka í skimunum jókst verulega frá haustinu 2018 og hélst þannig út árið 2020, ef horft er framhjá áhrifum Covid-19. Með lækkun komugjalds má búast við stóraukinni mætingu kvenna – en til að svo megi verða þarf að laga ákveðin atriði strax. Um leið og við gleðjumst yfir þessu fyrsta skrefi í átt að kerfi sem virkar, verðum við að muna að bráðnauðsynlegt er að koma á góðri upplýsingagjöf, lifandi samtali og upplýstu samráði við konur í landinu um þeirra eigin heilsu. Markmið með skimununum er að Ísland haldi sig í fremstu röð varðandi árangur gegn leghálskrabbameini. Til þess þarf traust og tiltrú kvenna, þátttaka þeirra í skimunum er forsenda árangurs. Konur á Íslandi bíða og mikið er í húfi. Nú er lag að greikka sporið af alvöru og láta verkin tala. Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og Valgerður Sigurðardóttir er formaður Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Halla Þorvaldsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Heilsugæsla Landspítalinn Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær, þann 1. júlí 2021, bárust þau tíðindi að heilbrigðisyfirvöld hefðu ákveðið að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur til Íslands eftir að þær voru fluttar til Danmerkur í janúar. Krabbameinsfélagið fagnar þessari ákvörðun, sem er stórt skref í þá átt að vinda ofan af þeim vandræðum sem uppi eru varðandi leghálsskimanir. Ákvörðunin mun á endanum draga úr vantrausti kvenna og stytta biðtíma eftir niðurstöðum verulega. Flutningur rannsóknanna til Danmerkur var að mati Krabbameinsfélagsins algerlega ónauðsynlegur. Einungis sex mánuðir eru liðnir síðan rannsóknirnar voru alfarið gerðar hér á landi. Nauðsynleg þekking og búnaður kann því að vera enn til staðar. Ef raunverulegur áhugi og metnaður er fyrir því að flytja rannsóknirnar frá Danmörku og hefja þær á ný hér á landi getur það verið auðvelt í framkvæmd. Ákvörðunin er mjög gott fyrsta skref. Enn vantar hins vegar mjög mikið upp á að konur í landinu fái skýrar upplýsingar um þær breytingar sem gerðar hafa verið á skimunum og að þjónusta, eftirlit og upplýsingagjöf sé gagnsæ og skilvirk. Viðvarandi vandræði eftir flutning skimananna hafa valdið miklu óöryggi og vanlíðan hjá fjölda kvenna og aðstandenda þeirra. Allt kapp þarf að leggja á að endurvekja traust þeirra. Konur í landinu og fjöldi fagfólks hefur með mjög eindregnum hætti sýnt að þeim stendur ekki á sama um skimanir heldur láta sig málin varða. Ákall kvenna er gríðarlega sterkt eins og sést á fjöldahreyfingu á samfélagsmiðlum og fjölmiðlaumræðu. Þátttaka í skimunum jókst verulega frá haustinu 2018 og hélst þannig út árið 2020, ef horft er framhjá áhrifum Covid-19. Með lækkun komugjalds má búast við stóraukinni mætingu kvenna – en til að svo megi verða þarf að laga ákveðin atriði strax. Um leið og við gleðjumst yfir þessu fyrsta skrefi í átt að kerfi sem virkar, verðum við að muna að bráðnauðsynlegt er að koma á góðri upplýsingagjöf, lifandi samtali og upplýstu samráði við konur í landinu um þeirra eigin heilsu. Markmið með skimununum er að Ísland haldi sig í fremstu röð varðandi árangur gegn leghálskrabbameini. Til þess þarf traust og tiltrú kvenna, þátttaka þeirra í skimunum er forsenda árangurs. Konur á Íslandi bíða og mikið er í húfi. Nú er lag að greikka sporið af alvöru og láta verkin tala. Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og Valgerður Sigurðardóttir er formaður Krabbameinsfélagsins.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun