Neytendasamtökin vilja banna njósnaauglýsingar á netinu Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2021 10:46 Breki Karlsson. Neytendasamtökin, ásamt breiðfylkingu alþjóðlegra samtaka, hafa nú skorið upp herör gegn svokölluðum njósnaauglýsingum á netinu. vísir/vilhelm Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna biðlar til stjórnvalda að þau beiti sér fyrir banni við auglýsingum á netinu sem byggja á persónusniði og eftirliti með neytendum. Þetta mega heita háleit markmið því hér er um að ræða sjálft viðskiptamódelið sem býr að baki auglýsingaflóði á netinu sem veltir óheyrilegum fjármunum. Breki segir það rétt. „En þetta er stóralvarlegt mál og þungavigtarsamtök sem taka þátt í þessu ákalli,“ segir Breki og bendir á nýja skýrslu. Alþjóðleg breiðfylking gegn njósnaauglýsingum Breiðfylking evrópskra og bandarískra samtaka auk fjölmargra fræðimanna hafa sent opið bréf til stjórnvalda í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum þar sem kallað er eftir slíku banni við auglýsingum á netinu sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum. Breki segir að hugsanlega sé hér svo háan vegg að klífa að um óraunhæf markmið sé að ræða. „Það kann að vera, en þetta er svo mikilvægt mál, meðal annars með tilliti til mannréttinda og lýðræðis. Þetta er alþjóðleg barátta sem verður að leysa í alþjóðlegu samstarfi almannaheillafélaga og stjórnvalda.“ Krípí sérsniðnar auglýsingar Formaðurinn bendir á að þetta sé ekki síður „huge“ út frá neytendasjónarmiðum eins og sjá má á þunga ákallsins og fjölda almannaheillasamtaka beggja vegna Atlantsála sem taka þátt. Breiðfylking samtaka skora á stjórnvöld að beita sér fyrir banni á því sem þau kalla njósnaauglýsingar. Mark Zuckerberg, stofnandi, forstjóri og helsti eigandi Facebook. Breiðfylking alþjóðlegra samtaka telja viðskiptamódelið sem hann og aðrir samfélagsmiðlamógúlar byggja sitt á ósiðlegt og vilja að stjórnvöld beiti sér gegn starfseminni.getty „Þær eru of mikil innrás í einkalíf fólks sem hefur ekki beðið um að verða söluvara. Flest gagnanna er safnað af þriðja aðila og notandinn hefur ekkert að segja um hvernig upplýsingarnar eru notaðar eða hjá hverjum þær enda. Það kemur í ljós í rannsókninni sem norsku neytendasamtökin gerðu að neytendur vilja ekki fá þessar persónumiðuðu auglýsingar. Við könnumst öll við að finnast krípí þegar við fáum sérsniðnar auglýsingar rétt eftir að hafa sýnt einhverju áhuga á netinu.“ Slíkar auglýsingar gagnast hvorki neytendum né heiðvirðum fyrirtækjum Breki bendir á að það að þetta mörg samtök beggja vegna Atlantsála skuli taka sig saman og kalla eftir banni sýni alvarleika málsins. Og að það sé stjórnvalda að tryggja neytendavernd hvort sem er á netinu eða annarsstaðar og þar sem engin landamæri eru á netinu verður að taka á þessu í alþjóðlegu samstarfi stjórnvalda. „Rannsókn sem norsku neytendasamtökin gerðu sýnir að auglýsingar sem byggja á eftirliti brjóta gegn grundvallarréttindum fólks, eru notaðar í víðtækum svikum og hafa stórtæk neikvæð áhrif á einstaklinga og samfélag. Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir, sektir, hneyksli og uppljóstranir hefur iðnaðurinn sýnt lítinn vilja til að breyta starfsháttum sínum að einhverju marki og því þurfa stjórnvöld að stíga inn og setja löggjöf sem virkar.“ Formaður Neytendasamtakanna bendir á að að telji einhver sig vera að missa spón úr aski sínum bendi rannsóknir til þess að auglýsingar í hefðbundnum miðlum skili meiri og betri árangri. „Rannsóknin sýnir að þetta módel gagnast hvorki heiðvirðum fyrirtækjum, né neytendum. Auk þess virka gömlu auglýsingaaðferðirnar ekkert síður en persónusniðnar eftirlitsauglýsingar.“ Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Samfélagsmiðlar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Þetta mega heita háleit markmið því hér er um að ræða sjálft viðskiptamódelið sem býr að baki auglýsingaflóði á netinu sem veltir óheyrilegum fjármunum. Breki segir það rétt. „En þetta er stóralvarlegt mál og þungavigtarsamtök sem taka þátt í þessu ákalli,“ segir Breki og bendir á nýja skýrslu. Alþjóðleg breiðfylking gegn njósnaauglýsingum Breiðfylking evrópskra og bandarískra samtaka auk fjölmargra fræðimanna hafa sent opið bréf til stjórnvalda í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum þar sem kallað er eftir slíku banni við auglýsingum á netinu sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum. Breki segir að hugsanlega sé hér svo háan vegg að klífa að um óraunhæf markmið sé að ræða. „Það kann að vera, en þetta er svo mikilvægt mál, meðal annars með tilliti til mannréttinda og lýðræðis. Þetta er alþjóðleg barátta sem verður að leysa í alþjóðlegu samstarfi almannaheillafélaga og stjórnvalda.“ Krípí sérsniðnar auglýsingar Formaðurinn bendir á að þetta sé ekki síður „huge“ út frá neytendasjónarmiðum eins og sjá má á þunga ákallsins og fjölda almannaheillasamtaka beggja vegna Atlantsála sem taka þátt. Breiðfylking samtaka skora á stjórnvöld að beita sér fyrir banni á því sem þau kalla njósnaauglýsingar. Mark Zuckerberg, stofnandi, forstjóri og helsti eigandi Facebook. Breiðfylking alþjóðlegra samtaka telja viðskiptamódelið sem hann og aðrir samfélagsmiðlamógúlar byggja sitt á ósiðlegt og vilja að stjórnvöld beiti sér gegn starfseminni.getty „Þær eru of mikil innrás í einkalíf fólks sem hefur ekki beðið um að verða söluvara. Flest gagnanna er safnað af þriðja aðila og notandinn hefur ekkert að segja um hvernig upplýsingarnar eru notaðar eða hjá hverjum þær enda. Það kemur í ljós í rannsókninni sem norsku neytendasamtökin gerðu að neytendur vilja ekki fá þessar persónumiðuðu auglýsingar. Við könnumst öll við að finnast krípí þegar við fáum sérsniðnar auglýsingar rétt eftir að hafa sýnt einhverju áhuga á netinu.“ Slíkar auglýsingar gagnast hvorki neytendum né heiðvirðum fyrirtækjum Breki bendir á að það að þetta mörg samtök beggja vegna Atlantsála skuli taka sig saman og kalla eftir banni sýni alvarleika málsins. Og að það sé stjórnvalda að tryggja neytendavernd hvort sem er á netinu eða annarsstaðar og þar sem engin landamæri eru á netinu verður að taka á þessu í alþjóðlegu samstarfi stjórnvalda. „Rannsókn sem norsku neytendasamtökin gerðu sýnir að auglýsingar sem byggja á eftirliti brjóta gegn grundvallarréttindum fólks, eru notaðar í víðtækum svikum og hafa stórtæk neikvæð áhrif á einstaklinga og samfélag. Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir, sektir, hneyksli og uppljóstranir hefur iðnaðurinn sýnt lítinn vilja til að breyta starfsháttum sínum að einhverju marki og því þurfa stjórnvöld að stíga inn og setja löggjöf sem virkar.“ Formaður Neytendasamtakanna bendir á að að telji einhver sig vera að missa spón úr aski sínum bendi rannsóknir til þess að auglýsingar í hefðbundnum miðlum skili meiri og betri árangri. „Rannsóknin sýnir að þetta módel gagnast hvorki heiðvirðum fyrirtækjum, né neytendum. Auk þess virka gömlu auglýsingaaðferðirnar ekkert síður en persónusniðnar eftirlitsauglýsingar.“
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Samfélagsmiðlar Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira