Mætir KR og ætlar svo að læra hratt á ítalska boltann, veðrið og menninguna Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 13:31 Brynjar Ingi Bjarnason í leiknum við Pólverja þar sem segja má að hann hafi endanlega skotið sér út í atvinnumennsku. Getty/Boris Streubel Brynjar Ingi Bjarnason fann fyrir miklum áhuga eftir markið sem hann skoraði gegn Pólverjum. Hann nær kveðjuleik með KA gegn KR næsta mánudag áður en hann flytur til Ítalíu til að spila með liði Lecce næstu árin. Þetta sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag eftir að ítalska B-deildarfélagið tilkynnti að það hefði samið við Brynjar til næstu þriggja ára, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Svíþjóðarmeistarar Malmö, með hinn íslenskættaða Jon Dahl Thomasson í brúnni, höfðu einnig hug á að fá Brynjar en á endanum samdi þessi 21 árs gamli miðvörður við Lecce og kveðst hæstánægður með þá niðurstöðu. Brynjar segist hafa stefnt á að komast í atvinnumennsku í ár með því að eiga gott tímabil með KA en að hjólin hafi heldur betur farið að snúast eftir að hann lék sína fyrstu landsleiki fyrir mánuði, og sérstaklega eftir að hann skoraði gegn Pólverjum. „Þetta er draumastaða. Þetta er það sem að maður æfir fyrir. Eftir að ég kom heim úr landsliðsferðinni skoðaði ég alla valmöguleika og þess vegna tók þetta svona langan tíma. Það kom mikill áhugi, sérstaklega eftir Póllandsleikinn,“ segir Brynjar en áhugi Malmö og Lecce var hins vegar mestur. „Markmiðið var að taka þessa leiktíð með trompi og það var í raun ætlunin að komast í atvinnumennsku eftir tímabilið,“ segir Brynjar. Mikil breyting og holl samkeppni Lecce er í samnefndum bæ á suðausturodda Ítalíu. Brynjar ætlar sér að vera fljótur að aðlagast nýju umhverfi: „Þetta er mikil breyting hvað allt umhverfið varðar og maður þarf að nýta undirbúningstímabilið vel til að aðlagast hlutunum; venjast veðrinu og boltanum þarna, og grípa alla menningu sem fyrst,“ segir Brynjar sem er því meðal annars á leið í ítölskunám. Lecce var nálægt því að vinna sér sæti í ítölsku A-deildinni í vor en tapaði í undanúrslitum umspilsins. Brynjar ætlar að sjálfsögðu að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu: „Það eru nokkrir kostir í varnarlínunni og eins og þetta horfir við mér þá verð ég þarna í hollri samkeppni. Það eru þarna eldri og reyndari menn sem maður getur lært af, en ef maður gerir sitt þarna þá kemst maður vonandi inn í liðið fljótt.“ Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Þetta sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag eftir að ítalska B-deildarfélagið tilkynnti að það hefði samið við Brynjar til næstu þriggja ára, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Svíþjóðarmeistarar Malmö, með hinn íslenskættaða Jon Dahl Thomasson í brúnni, höfðu einnig hug á að fá Brynjar en á endanum samdi þessi 21 árs gamli miðvörður við Lecce og kveðst hæstánægður með þá niðurstöðu. Brynjar segist hafa stefnt á að komast í atvinnumennsku í ár með því að eiga gott tímabil með KA en að hjólin hafi heldur betur farið að snúast eftir að hann lék sína fyrstu landsleiki fyrir mánuði, og sérstaklega eftir að hann skoraði gegn Pólverjum. „Þetta er draumastaða. Þetta er það sem að maður æfir fyrir. Eftir að ég kom heim úr landsliðsferðinni skoðaði ég alla valmöguleika og þess vegna tók þetta svona langan tíma. Það kom mikill áhugi, sérstaklega eftir Póllandsleikinn,“ segir Brynjar en áhugi Malmö og Lecce var hins vegar mestur. „Markmiðið var að taka þessa leiktíð með trompi og það var í raun ætlunin að komast í atvinnumennsku eftir tímabilið,“ segir Brynjar. Mikil breyting og holl samkeppni Lecce er í samnefndum bæ á suðausturodda Ítalíu. Brynjar ætlar sér að vera fljótur að aðlagast nýju umhverfi: „Þetta er mikil breyting hvað allt umhverfið varðar og maður þarf að nýta undirbúningstímabilið vel til að aðlagast hlutunum; venjast veðrinu og boltanum þarna, og grípa alla menningu sem fyrst,“ segir Brynjar sem er því meðal annars á leið í ítölskunám. Lecce var nálægt því að vinna sér sæti í ítölsku A-deildinni í vor en tapaði í undanúrslitum umspilsins. Brynjar ætlar að sjálfsögðu að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu: „Það eru nokkrir kostir í varnarlínunni og eins og þetta horfir við mér þá verð ég þarna í hollri samkeppni. Það eru þarna eldri og reyndari menn sem maður getur lært af, en ef maður gerir sitt þarna þá kemst maður vonandi inn í liðið fljótt.“
Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira