Hörður svarar fyrir sig: „Ég hef fylgt öllum siðareglum sem eru um hagsmunaárekstra í starfi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júní 2021 20:11 Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, segir umfjöllun Kjarnans um hlutabréfaeignir hans tilefnislitla. Vísir Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, segir að ekkert í siðareglum Fréttablaðsins né Blaðamannafélagsins (BÍ) segi til um hlutabréfaeign blaðamanna. Hann segir túlkun formanns BÍ um að engu máli skipti hve stóran hlut blaðamenn eigi í fyrirtækjum undarlega. „Það er ekkert í skrifum mínum sem hægt er að halda fram að hafi verið sett fram með annarlega hagsmuni í huga – eins og allir sem hafa fylgst með fréttum mínum af íslensku viðskiptalífi og efnahagsmálum í gegnum árin vita vel,“ skrifar Hörður í Facebook-færslu sem hann birti fyrr í dag. „Ég stunda engin regluleg viðskipti með skráð hlutabréf heldur eru þau, sem ég hef í flestum tilfellum átt í mörg ár, hugsuð sem langtímafjárfesting.“ Hörður segir umfjöllun Kjarnans um málið tilefnislítinn. Þá blæs hann á athugasemd Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, formanns Blaðamannafélags Íslands, um að blaðamenn eigi að varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum sem þeir eigi aðild að. Engu máli skipti, að sögn Sigríðar, hversu stóran hlut þeir eigi. „Þetta er undarleg túlkun þar sem enginn greinarmunur er gerður að því er virðist á því að eiga 0,001% hlut í skráðu almenningshlutafélagi, sem getur seint jafngilt því að eiga „aðild“ að fyrirtækinu, og að blaðamaður eða maki hans fari með verulegan eignarhlut í óskráðu félagi og einhver forræði yfir stjórn þess,“ skrifar Hörður. „Ef ný forysta Blaðamannafélagsins ætlar að halda fram slíkum málflutningi þá má spyrja sig hvort ýmsir blaðamenn séu um leið orðnir vanhæfir til að fjalla meðal annars um tiltekna stjórnmálaflokka og íþróttafélög vegna „aðildar“ sinnar að þeim,“ segir Hörður. Spyr hvort það skipti ekki máli hvort hluturinn sé 100 þúsund eða 100 milljónir Hann spyr hvort ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson, megi þá ekki fjalla um fjárstuðning við einkarekna miðla í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið þar sem hann sé stór hluthafi í útgáfufélagi Kjarnans. Gildi sömu reglur um það? Hann segir að við túlkun Sigríðar Daggar vakni upp ýmsar spurningar. Til dæmis hvort viðskiptablaðamenn megi alls ekki eiga sparnað í hlutabréfum. „Skiptir þá ekki hvort hann sé 100 þúsund eða 100 milljónir – án þess að verða um leið vanhæfir. […] Er það þannig að það er ekki í lagi að eiga í einstökum skráðum félögum en í góðu lagi að eiga í sjóðum og eiga kröfu á fyrirtæki, sérstaklega innlán í banka? Slíkur málflutningur heldur ekki vatni og lýsir mikilli vanþekkingu á viðskipum.“ Fjölmiðlar Kauphöllin Tengdar fréttir Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins hlutafjáreigandi í 13 félögum í Kauphöllinni Hörður Ægisson, sem er ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og einn helsti viðskiptablaðamaður landsins um árabil, er skráður fyrir níu milljóna króna hlutafjáreign í 13 félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. 28. júní 2021 16:42 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Það er ekkert í skrifum mínum sem hægt er að halda fram að hafi verið sett fram með annarlega hagsmuni í huga – eins og allir sem hafa fylgst með fréttum mínum af íslensku viðskiptalífi og efnahagsmálum í gegnum árin vita vel,“ skrifar Hörður í Facebook-færslu sem hann birti fyrr í dag. „Ég stunda engin regluleg viðskipti með skráð hlutabréf heldur eru þau, sem ég hef í flestum tilfellum átt í mörg ár, hugsuð sem langtímafjárfesting.“ Hörður segir umfjöllun Kjarnans um málið tilefnislítinn. Þá blæs hann á athugasemd Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, formanns Blaðamannafélags Íslands, um að blaðamenn eigi að varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum sem þeir eigi aðild að. Engu máli skipti, að sögn Sigríðar, hversu stóran hlut þeir eigi. „Þetta er undarleg túlkun þar sem enginn greinarmunur er gerður að því er virðist á því að eiga 0,001% hlut í skráðu almenningshlutafélagi, sem getur seint jafngilt því að eiga „aðild“ að fyrirtækinu, og að blaðamaður eða maki hans fari með verulegan eignarhlut í óskráðu félagi og einhver forræði yfir stjórn þess,“ skrifar Hörður. „Ef ný forysta Blaðamannafélagsins ætlar að halda fram slíkum málflutningi þá má spyrja sig hvort ýmsir blaðamenn séu um leið orðnir vanhæfir til að fjalla meðal annars um tiltekna stjórnmálaflokka og íþróttafélög vegna „aðildar“ sinnar að þeim,“ segir Hörður. Spyr hvort það skipti ekki máli hvort hluturinn sé 100 þúsund eða 100 milljónir Hann spyr hvort ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson, megi þá ekki fjalla um fjárstuðning við einkarekna miðla í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið þar sem hann sé stór hluthafi í útgáfufélagi Kjarnans. Gildi sömu reglur um það? Hann segir að við túlkun Sigríðar Daggar vakni upp ýmsar spurningar. Til dæmis hvort viðskiptablaðamenn megi alls ekki eiga sparnað í hlutabréfum. „Skiptir þá ekki hvort hann sé 100 þúsund eða 100 milljónir – án þess að verða um leið vanhæfir. […] Er það þannig að það er ekki í lagi að eiga í einstökum skráðum félögum en í góðu lagi að eiga í sjóðum og eiga kröfu á fyrirtæki, sérstaklega innlán í banka? Slíkur málflutningur heldur ekki vatni og lýsir mikilli vanþekkingu á viðskipum.“
Fjölmiðlar Kauphöllin Tengdar fréttir Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins hlutafjáreigandi í 13 félögum í Kauphöllinni Hörður Ægisson, sem er ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og einn helsti viðskiptablaðamaður landsins um árabil, er skráður fyrir níu milljóna króna hlutafjáreign í 13 félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. 28. júní 2021 16:42 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins hlutafjáreigandi í 13 félögum í Kauphöllinni Hörður Ægisson, sem er ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og einn helsti viðskiptablaðamaður landsins um árabil, er skráður fyrir níu milljóna króna hlutafjáreign í 13 félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. 28. júní 2021 16:42