Er Viðreisn að boða víðtæka samþjöppun og gjaldþrot í sjávarútvegi? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 29. júní 2021 15:00 Ekkert fiskveiðistjórnunarkerfi er fullkomið. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hefur hins vegar reynst vel og til þess er litið á alþjóðlegum vettvangi. Íslenskur sjávarútvegur hefur í senn skilað sjálfbærri, umhverfisvænni og ábyrgri nýtingu fiskistofna, hagkvæmni við veiðar og vinnslu og arðsemi. Allt þetta er staðfest í nýrri og yfirgripsmikilli skýrslu um stöðu og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi, sem Sveinn Agnarsson prófessor í viðskiptafræðideild HÍ ritstýrði. Síðustu daga hafa þeir Daði Már Kristófersson og Jón Ingi Hákonarson, fyrirsvarsmenn í Viðreisn, ritað greinar hér á Vísi þar sem talað er fyrir uppboði á aflaheimildum. Sú stefna er ekki ný, en óljóst er hins vegar hvernig eigi að útfæra þessa stefnu. Það kemur ekki á óvart, enda er mér ókunnugt um að uppboð aflaheimilda hafi tekist vel í þeim ríkjum sem reynt hafa. Í Færeyjum voru uppboð reynd. Eitt grundvallarmarkmið Færeyinga var að setja á laggirnar fiskveiðistjórnunarkerfi sem gæti skilað sambærilegum árangri og það íslenska. Við getum eðli máls samkvæmt tekið undir að slíkt markmið er skynsamlegt og gott. Færeyingar fóru hins vegar þá leið, sem þeir nú hafa látið af, að efna til uppboða á aflaheimildum. Rétt er því að huga að reynslu sem þar fékkst. Eitt markmiða færeysku uppboðanna var að fá hærri tekjur af sjávarútvegi. Bjóðendur buðu sannanlega há verð. Sá ljóður var hins vegar á niðurstöðunni, að langstærstur hlutir heimildanna féll í skaut nokkurra burðugra fyrirtækja. Sú niðurstaða var fyrirsjáanleg. Hinir minni og veikari sitja eftir. Og með tímanum eykst því samþjöppun. Á það hefur verið bent að hið háa verð uppboðanna geti ekki endurspeglað markaðsverð. Ætla má að með hinum háu tilboðum hafi hinir stærri verið að tryggja framtíðargrundvöll sinn, á kostnað hinna smærri. Þetta er þekktur galli uppboða. Verð á uppboði kann að skila hærri tekjum til ríkissjóðs til skemmri tíma en til lengri tíma hafa neikvæðu afleiðingar uppboða þau áhrif, fyrir utan hina augljósu samþjöppun, að tekjur, gæði og arðsemi minnka. Annað markmið Færeyinga var að nýta uppboð til að stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Niðurstaða uppboðanna var sú að engir nýir aðilar keyptu aflaheimildir. Í uppboðum felst óvissa, sem leiðir til þess að fyrirtæki draga úr fjárfestingum og þar með hægir á allri framþróun og nýsköpun. Sem dæmi má nefna, að frá því að Færeyingar tilkynntu árið 2007 að gerðar yrðu gagngerar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu fyrir árið 2018, þar sem aflaheimildir yrðu innkallaðar og þær síðan boðnar út, kom ekkert nýtt skip í færeyska fiskiskipaflotann. Stéttarfélög sjómanna í Færeyjum voru mótfallin uppboðum á aflaheimildum, enda töldu þau að atvinnuöryggi félagsmanna sinna yrði ógnað verulega með fyrirvaralausum tilfærslum aflaheimilda í kjölfar uppboða. Af fyrrgreindu leiðir að óskynsamlegt er að auka á óvissu hér á landi í atvinnugrein sem þegar skilar arðsemi. Þá skal nefnt að bæði Rússland og Eistland gerðu tilraunir með uppboð aflaheimilda á árunum 2001-2003. Bæði ríki hurfu frá uppboðum, að verulegu leyti á grundvelli sömu sjónarmiða og hér hafa verið reifuð. Rússar hófu svo nýverið uppboð á aflaheimildum í krabba, en umræðan um ágalla þeirra er engu minni. Þeir sem skuldbinda sig til að fjárfesta í smíði á skipum hjá rússneskum skipasmíðastöðvum geta boðið í aflaheimildir í krabba. Nokkuð fyrirséð má telja að ein ósjálfbær aðgerð verður ekki plástruð með annarri ósjálfbærri aðgerð. Fyrirkomulagið, sé eftir leikreglum spilað, er dæmt til að mistakast. Innlendir og erlendir sérfræðingar í auðlindanýtingu hafa jafnframt varað Íslendinga við því að breyta arðbæru fiskveiðistjórnunarkerfi sem gefst vel. Að öðrum ólöstuðum má þar helst nefna Gary Libecap, prófessor í hagfræði í Koliforníuháskóla í Santa Barbara og einn þekktasta auðlindahagfræðing heims, og Charles Plott, prófessor í California Institute of Technology og sérfræðing í tilraunahagfræði og uppboðum. Báðir hafa þeir víðtæka reynslu af ráðgjöf til stjórnvalda víðsvegar um heiminn vegna uppboða í ýmsum atvinnugreinum. Í þeim greinum fyrirsvarmanna Viðreisnar sem vísað var til í upphafi er meðal annars spurt hvort ekki sé kominn tími til að prófa þessa leið. Í ljósi þess sem hér hefur meðal annars verið reifað, þurfa þeir aðilar sem vilja stunda tilraunastarfsemi með grundvallarþætti í verðmætasköpun sjávarútvegs, að svara því hver hin víðtækari áhrif uppboða kunni að verða á hin óburðugri sjávarútvegsfyrirtæki, byggðir landsins, fjárfestingar og arðsemi, svo fátt eitt sé nefnt. Það mætti kannski komast nokkuð langt með því að rifja upp skýrslu annars þessara forsvarsmanna Viðreisnar frá árinu 2010 um áhrif fyrningarleiðar á afkomu og rekstur útgerðarfyrirtækja. Á þeim tíma var það mat Daða Más að tilraunir sem þessar hefðu mjög mikil og neikvæð áhrif á rekstur og efnahag útgerðarfyrirtækja, auk þess sem svokallaður aðlögunarkostnaður fælist í óhjákvæmilegum gjaldþrotum í greininni. Út frá þessu leyfi ég mér að álykta, að verðmæti sjávarauðlindarinnar verður ekki hámarkað með uppboði aflaheimilda. Það má svo til viðbótar velta fyrir sér hversu margir lífdagar stefnu Viðreisnar í sjávarútvegi verða, ef stefnumál sama flokks um inngöngu Evrópusambandið kemst á rekspöl. Sú krafa er varla talin ósanngjörn, að stjórnmálaflokkar geri grein fyrir áhrifum þeirra hugmynda sem þeir setja á oddinn. Ábyrgðarlausar vangaveltur um hvort ekki eigi að prófa meiriháttar breytingar á sjávarútvegi, bera þess því miður vott að hlutaðeigandi skilja hvorki gangverk grunnatvinnuvegar né burðarstólpa hinna dreifðari byggða. Það er áhyggjuefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert fiskveiðistjórnunarkerfi er fullkomið. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hefur hins vegar reynst vel og til þess er litið á alþjóðlegum vettvangi. Íslenskur sjávarútvegur hefur í senn skilað sjálfbærri, umhverfisvænni og ábyrgri nýtingu fiskistofna, hagkvæmni við veiðar og vinnslu og arðsemi. Allt þetta er staðfest í nýrri og yfirgripsmikilli skýrslu um stöðu og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi, sem Sveinn Agnarsson prófessor í viðskiptafræðideild HÍ ritstýrði. Síðustu daga hafa þeir Daði Már Kristófersson og Jón Ingi Hákonarson, fyrirsvarsmenn í Viðreisn, ritað greinar hér á Vísi þar sem talað er fyrir uppboði á aflaheimildum. Sú stefna er ekki ný, en óljóst er hins vegar hvernig eigi að útfæra þessa stefnu. Það kemur ekki á óvart, enda er mér ókunnugt um að uppboð aflaheimilda hafi tekist vel í þeim ríkjum sem reynt hafa. Í Færeyjum voru uppboð reynd. Eitt grundvallarmarkmið Færeyinga var að setja á laggirnar fiskveiðistjórnunarkerfi sem gæti skilað sambærilegum árangri og það íslenska. Við getum eðli máls samkvæmt tekið undir að slíkt markmið er skynsamlegt og gott. Færeyingar fóru hins vegar þá leið, sem þeir nú hafa látið af, að efna til uppboða á aflaheimildum. Rétt er því að huga að reynslu sem þar fékkst. Eitt markmiða færeysku uppboðanna var að fá hærri tekjur af sjávarútvegi. Bjóðendur buðu sannanlega há verð. Sá ljóður var hins vegar á niðurstöðunni, að langstærstur hlutir heimildanna féll í skaut nokkurra burðugra fyrirtækja. Sú niðurstaða var fyrirsjáanleg. Hinir minni og veikari sitja eftir. Og með tímanum eykst því samþjöppun. Á það hefur verið bent að hið háa verð uppboðanna geti ekki endurspeglað markaðsverð. Ætla má að með hinum háu tilboðum hafi hinir stærri verið að tryggja framtíðargrundvöll sinn, á kostnað hinna smærri. Þetta er þekktur galli uppboða. Verð á uppboði kann að skila hærri tekjum til ríkissjóðs til skemmri tíma en til lengri tíma hafa neikvæðu afleiðingar uppboða þau áhrif, fyrir utan hina augljósu samþjöppun, að tekjur, gæði og arðsemi minnka. Annað markmið Færeyinga var að nýta uppboð til að stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Niðurstaða uppboðanna var sú að engir nýir aðilar keyptu aflaheimildir. Í uppboðum felst óvissa, sem leiðir til þess að fyrirtæki draga úr fjárfestingum og þar með hægir á allri framþróun og nýsköpun. Sem dæmi má nefna, að frá því að Færeyingar tilkynntu árið 2007 að gerðar yrðu gagngerar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu fyrir árið 2018, þar sem aflaheimildir yrðu innkallaðar og þær síðan boðnar út, kom ekkert nýtt skip í færeyska fiskiskipaflotann. Stéttarfélög sjómanna í Færeyjum voru mótfallin uppboðum á aflaheimildum, enda töldu þau að atvinnuöryggi félagsmanna sinna yrði ógnað verulega með fyrirvaralausum tilfærslum aflaheimilda í kjölfar uppboða. Af fyrrgreindu leiðir að óskynsamlegt er að auka á óvissu hér á landi í atvinnugrein sem þegar skilar arðsemi. Þá skal nefnt að bæði Rússland og Eistland gerðu tilraunir með uppboð aflaheimilda á árunum 2001-2003. Bæði ríki hurfu frá uppboðum, að verulegu leyti á grundvelli sömu sjónarmiða og hér hafa verið reifuð. Rússar hófu svo nýverið uppboð á aflaheimildum í krabba, en umræðan um ágalla þeirra er engu minni. Þeir sem skuldbinda sig til að fjárfesta í smíði á skipum hjá rússneskum skipasmíðastöðvum geta boðið í aflaheimildir í krabba. Nokkuð fyrirséð má telja að ein ósjálfbær aðgerð verður ekki plástruð með annarri ósjálfbærri aðgerð. Fyrirkomulagið, sé eftir leikreglum spilað, er dæmt til að mistakast. Innlendir og erlendir sérfræðingar í auðlindanýtingu hafa jafnframt varað Íslendinga við því að breyta arðbæru fiskveiðistjórnunarkerfi sem gefst vel. Að öðrum ólöstuðum má þar helst nefna Gary Libecap, prófessor í hagfræði í Koliforníuháskóla í Santa Barbara og einn þekktasta auðlindahagfræðing heims, og Charles Plott, prófessor í California Institute of Technology og sérfræðing í tilraunahagfræði og uppboðum. Báðir hafa þeir víðtæka reynslu af ráðgjöf til stjórnvalda víðsvegar um heiminn vegna uppboða í ýmsum atvinnugreinum. Í þeim greinum fyrirsvarmanna Viðreisnar sem vísað var til í upphafi er meðal annars spurt hvort ekki sé kominn tími til að prófa þessa leið. Í ljósi þess sem hér hefur meðal annars verið reifað, þurfa þeir aðilar sem vilja stunda tilraunastarfsemi með grundvallarþætti í verðmætasköpun sjávarútvegs, að svara því hver hin víðtækari áhrif uppboða kunni að verða á hin óburðugri sjávarútvegsfyrirtæki, byggðir landsins, fjárfestingar og arðsemi, svo fátt eitt sé nefnt. Það mætti kannski komast nokkuð langt með því að rifja upp skýrslu annars þessara forsvarsmanna Viðreisnar frá árinu 2010 um áhrif fyrningarleiðar á afkomu og rekstur útgerðarfyrirtækja. Á þeim tíma var það mat Daða Más að tilraunir sem þessar hefðu mjög mikil og neikvæð áhrif á rekstur og efnahag útgerðarfyrirtækja, auk þess sem svokallaður aðlögunarkostnaður fælist í óhjákvæmilegum gjaldþrotum í greininni. Út frá þessu leyfi ég mér að álykta, að verðmæti sjávarauðlindarinnar verður ekki hámarkað með uppboði aflaheimilda. Það má svo til viðbótar velta fyrir sér hversu margir lífdagar stefnu Viðreisnar í sjávarútvegi verða, ef stefnumál sama flokks um inngöngu Evrópusambandið kemst á rekspöl. Sú krafa er varla talin ósanngjörn, að stjórnmálaflokkar geri grein fyrir áhrifum þeirra hugmynda sem þeir setja á oddinn. Ábyrgðarlausar vangaveltur um hvort ekki eigi að prófa meiriháttar breytingar á sjávarútvegi, bera þess því miður vott að hlutaðeigandi skilja hvorki gangverk grunnatvinnuvegar né burðarstólpa hinna dreifðari byggða. Það er áhyggjuefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun