Heims- og Evrópumethafinn Helgi leggur spjótið á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2021 22:00 Helgi Sveinsson hefur kastað sínu síðasta spjóti. Vísir Helgi Sveinsson heimsmethafi í spjótkasti hefur ákveðið að láta staðar numið sem afreksíþróttamaður. Frá þessu er greint á vefnum Hvata, tímariti Íþróttasambands fatlaðra. Helgi starfar í dag fyrir Össur en hann hefur í áraraðir notað vörur fyrirtækisins eftir að hafa lent í slæmum veikindum fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Helgi fer yfir víðan völl í viðtalinu sem má finna í heild sinni á vef Hvata. „Ég fann að minn tími var kominn. Ég var aumur alls staðar í líkamanum og þegar maður er fastur í því ástandi þá er erfitt að finna hvatninguna til að koma sér af stað á ný. Spjótkastið er þannig íþrótt að það er enginn afsláttur í boði. Þú þarft að vera 100 prósent til að geta staðist þessi átök,“ sagði Helgi í viðtalinu. „Ég hefði getað haldið áfram en þá hefði ég þurft að einbeita mér algerlega að íþróttinni. Ég þarf að sinna mörgu og þá hef ég sett íþróttina meira til hliðar. Ef ég ætlaði mér að ná árangri þá myndi ég vilja hafa íþróttina númer eitt. Minn tími var kominn,“ bætti hann við. „Þegar maður veit ekkert þá getur maður hins vegar ekki skipulagt sig. Hjá mér hefur það alltaf verið þannig að ég hef sett mér einhvers konar keppnismarkmið, til dæmis út frá stórmótum. En hef einnig verið með lítil markmið en í fyrra gat ég ekki sett mér nein markmið,“ sagði Helgi um áhrif kórónuveirunnar á feril sinn í íþróttum. „Ég hef gefið það út og látið vita af því á skrifstofu Íþróttasambands fatlaðra að ég er tilbúinn til að miðla þeirri reynslu og vitneskju sem ég hef öðlast á mínum ferli. Ég tel mig hafa fullt fram að færa. Sjálfur hef ég rekið mig á marga veggi sem maður þarf ekki endilega að reka sig á. Ef áhugi er fyrir því að nýta sér það þá er ég opinn fyrir því. Ég fylgist með öllu íþróttafólkinu þótt ég sé ekki alltaf á svæðinu.“ Heimsmeistaratitilinn stendur upp úr „Mér þykir mest vænt um heimsmeistaratitilinn árið 2013 vegna þess að ég tryggði mér sigurinn í síðasta kastinu og vann með níu sentimetra mun. Fyrir mig var þetta stórt augnablik og eftir þetta vissi ég að ég gæti látið ljós mitt skína. Ég fann einfaldlega að þarna steig ég yfir stóra hindrun en sá jafnframt fyrir mér að ég yrði bara betri og betri því ég ætti enn helling inni.“ „Síðar á ferlinum setti ég heimsmet í fyrsta skipti og bætti þá met sem hafði staðið mjög lengi, líklega hátt í fimmtán ár. Fyrir mér stendur þetta tvennt upp úr.“ Paralympics ótrúlegt dæmi Helgi ætlaði að taka þátt í Paralympics sem fram fer í Tókýó í sumar en upphaflega átti mótið að fara fram fyrir ári. Hann fór hins vegar tvívegis á mótið, í Londón árið 2012 og í Ríó fjórum árum síðar. „Stefnan var alltaf að vera með í Tókýó og hætta eftir það. Árið 2012 kom ég inn í þetta í London og var gersamlega dolfallinn yfir því enda hafði maður horft á Ólympíuleika í sjónvarpi frá því ég var gutti. Þarna hef ég alltaf viljað vera og þetta var á vissan hátt svolítið yfirþyrmandi.“ „Í íslenska hópnum talaði fólk um sem hafði farið á marga leika að Paralympics í London væru þeir flottustu hingað til. Ég kom inn í það umhverfi og sá það flottasta sem var svo ekki raunin í Brasilíu árið 2016. Þar var myndavélunum vísað í þá átt sem menn vildu en ekki sást það sem var bak við myndavélarnar.“ „Hvað varðar keppnina sjálfa þá er Paralympics alveg ótrúlegt dæmi. Að sjá alla þessa einstaklinga sem hafa lagt mikið á sig til að komast á þennan stað. Þegar ég kom á mitt fyrsta stórmót þá fannst mér ekki vera mikið að mér. Mér fannst ég ekki vera að glíma við mikla fötlun miðað við hversu mikið fatlaðir einstaklingar eru að keppa á fullu. Ég mæli með því fyrir alla að upplifa Paralympics alla vega einu sinni. Maður fyllist aðdáun yfir því að sjá hvað fólk er í raun og veru öflugt. Það er með ólíkindum, sagði Helgi Sveinsson að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
Helgi starfar í dag fyrir Össur en hann hefur í áraraðir notað vörur fyrirtækisins eftir að hafa lent í slæmum veikindum fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Helgi fer yfir víðan völl í viðtalinu sem má finna í heild sinni á vef Hvata. „Ég fann að minn tími var kominn. Ég var aumur alls staðar í líkamanum og þegar maður er fastur í því ástandi þá er erfitt að finna hvatninguna til að koma sér af stað á ný. Spjótkastið er þannig íþrótt að það er enginn afsláttur í boði. Þú þarft að vera 100 prósent til að geta staðist þessi átök,“ sagði Helgi í viðtalinu. „Ég hefði getað haldið áfram en þá hefði ég þurft að einbeita mér algerlega að íþróttinni. Ég þarf að sinna mörgu og þá hef ég sett íþróttina meira til hliðar. Ef ég ætlaði mér að ná árangri þá myndi ég vilja hafa íþróttina númer eitt. Minn tími var kominn,“ bætti hann við. „Þegar maður veit ekkert þá getur maður hins vegar ekki skipulagt sig. Hjá mér hefur það alltaf verið þannig að ég hef sett mér einhvers konar keppnismarkmið, til dæmis út frá stórmótum. En hef einnig verið með lítil markmið en í fyrra gat ég ekki sett mér nein markmið,“ sagði Helgi um áhrif kórónuveirunnar á feril sinn í íþróttum. „Ég hef gefið það út og látið vita af því á skrifstofu Íþróttasambands fatlaðra að ég er tilbúinn til að miðla þeirri reynslu og vitneskju sem ég hef öðlast á mínum ferli. Ég tel mig hafa fullt fram að færa. Sjálfur hef ég rekið mig á marga veggi sem maður þarf ekki endilega að reka sig á. Ef áhugi er fyrir því að nýta sér það þá er ég opinn fyrir því. Ég fylgist með öllu íþróttafólkinu þótt ég sé ekki alltaf á svæðinu.“ Heimsmeistaratitilinn stendur upp úr „Mér þykir mest vænt um heimsmeistaratitilinn árið 2013 vegna þess að ég tryggði mér sigurinn í síðasta kastinu og vann með níu sentimetra mun. Fyrir mig var þetta stórt augnablik og eftir þetta vissi ég að ég gæti látið ljós mitt skína. Ég fann einfaldlega að þarna steig ég yfir stóra hindrun en sá jafnframt fyrir mér að ég yrði bara betri og betri því ég ætti enn helling inni.“ „Síðar á ferlinum setti ég heimsmet í fyrsta skipti og bætti þá met sem hafði staðið mjög lengi, líklega hátt í fimmtán ár. Fyrir mér stendur þetta tvennt upp úr.“ Paralympics ótrúlegt dæmi Helgi ætlaði að taka þátt í Paralympics sem fram fer í Tókýó í sumar en upphaflega átti mótið að fara fram fyrir ári. Hann fór hins vegar tvívegis á mótið, í Londón árið 2012 og í Ríó fjórum árum síðar. „Stefnan var alltaf að vera með í Tókýó og hætta eftir það. Árið 2012 kom ég inn í þetta í London og var gersamlega dolfallinn yfir því enda hafði maður horft á Ólympíuleika í sjónvarpi frá því ég var gutti. Þarna hef ég alltaf viljað vera og þetta var á vissan hátt svolítið yfirþyrmandi.“ „Í íslenska hópnum talaði fólk um sem hafði farið á marga leika að Paralympics í London væru þeir flottustu hingað til. Ég kom inn í það umhverfi og sá það flottasta sem var svo ekki raunin í Brasilíu árið 2016. Þar var myndavélunum vísað í þá átt sem menn vildu en ekki sást það sem var bak við myndavélarnar.“ „Hvað varðar keppnina sjálfa þá er Paralympics alveg ótrúlegt dæmi. Að sjá alla þessa einstaklinga sem hafa lagt mikið á sig til að komast á þennan stað. Þegar ég kom á mitt fyrsta stórmót þá fannst mér ekki vera mikið að mér. Mér fannst ég ekki vera að glíma við mikla fötlun miðað við hversu mikið fatlaðir einstaklingar eru að keppa á fullu. Ég mæli með því fyrir alla að upplifa Paralympics alla vega einu sinni. Maður fyllist aðdáun yfir því að sjá hvað fólk er í raun og veru öflugt. Það er með ólíkindum, sagði Helgi Sveinsson að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira