Leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna náðaðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 13:44 Níu leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna voru náðaðir í dag. EPA-EFE/Susanna Saez Níu leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna hafa hlotið uppreist æru frá spænskum yfirvöldum eftir að þeir boðuðu til þjóðarkosningu um sjálfstæði frá Spáni árið 2017. Nímenningarnir voru fangelsaðir eftir að þeir voru dæmdir sekir fyrir uppreisnaráróður árið 2019. Þrír til viðbótar voru dæmdir sekir fyrir borgaralega óhlýðni en þeir voru ekki dæmdir til fangelsisvistar. Náðunin hefur verið umdeild á Spáni og í raun gagnrýnd af báðum hliðum. Þeir sem eru mótfallnir sjálfstæði Katalóníu hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að náða þessa andófsmenn og mótmæltu tugir þúsunda málinu í liðnum mánuði. Aðskilnaðarsinnar hafa einnig gagnrýnt ákvörðunina og segja stjórnvöld aðeins hafa náðað þá í von um að njóta í kjölfarið pólitískrar góðvildar aðskilnaðarsinna. Ríkisstjórnin vill hins vegar meina að með náðuninni mun spenna vegna Katalóníu minnka. Sjálfstæðisbarátta héraðsins, sem er hálfsjálfstætt, hófst af alvöru fyrir um fjórum árum síðan og varð valdur að mesta pólitíska óstöðugleika á Spáni í hartnær fjóra áratugi. Líklegt er að það muni taka nokkra daga að leysa leiðtogana úr haldi en til þess þarf konungur Spánar að samþykkja náðunina og greina þarf frá henni opinberlega í opinberu dagblaði Spánar. Náðunin mun þó ekki breyta þeirri staðreynd að enginn mannanna mun nokkurn tíma geta boðið sig fram til opinberrar stöðu og eru þeir skilorðsbundnir í einhvern tíma. Brjóti þeir af sér innan þess tíma mun refsing bíða þeirra að nýju. „Með því að náða níu manns munu þeir ekki fela kúgunina sem þeir bita hundruð aðskilnaðarsinna enn þá,“ skrifaði Raül Romeva, fyrrverandi utanríkisráðherra Katalóníu og einn nímenninganna. „Við munum ekki hætta að berjast.“ Fjöldi stjórnarandstöðuflokka hefur lýst því yfir að þeir hyggist áfrýja náðununum. Isabel Díaz Ayuso, leiðtogi mið-hægriflokks Madríd, sagði eftir náðunina að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri niðurlæging fyrir Spán. „Það er fjarri því að þetta leiði til einhverrar samstöðu, þetta ýtir bara undir enn meiri aðskilnað.“ Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Ætlar að veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru Forsætisráðherra Spánar hefur tilkynnt það að hann hyggist veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru í þessari viku. Níu leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar voru fangelsaðir fyrir að hafa boðað til sjálfstæðisbyltingar árið 2017. 21. júní 2021 13:46 Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21. maí 2021 14:49 Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Utanríkismálastjóri Katalóníuhéraðs segir yfirvöld á Spáni brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu var settur af með dómi hæstaréttar landsins í gær. 29. september 2020 18:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Nímenningarnir voru fangelsaðir eftir að þeir voru dæmdir sekir fyrir uppreisnaráróður árið 2019. Þrír til viðbótar voru dæmdir sekir fyrir borgaralega óhlýðni en þeir voru ekki dæmdir til fangelsisvistar. Náðunin hefur verið umdeild á Spáni og í raun gagnrýnd af báðum hliðum. Þeir sem eru mótfallnir sjálfstæði Katalóníu hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að náða þessa andófsmenn og mótmæltu tugir þúsunda málinu í liðnum mánuði. Aðskilnaðarsinnar hafa einnig gagnrýnt ákvörðunina og segja stjórnvöld aðeins hafa náðað þá í von um að njóta í kjölfarið pólitískrar góðvildar aðskilnaðarsinna. Ríkisstjórnin vill hins vegar meina að með náðuninni mun spenna vegna Katalóníu minnka. Sjálfstæðisbarátta héraðsins, sem er hálfsjálfstætt, hófst af alvöru fyrir um fjórum árum síðan og varð valdur að mesta pólitíska óstöðugleika á Spáni í hartnær fjóra áratugi. Líklegt er að það muni taka nokkra daga að leysa leiðtogana úr haldi en til þess þarf konungur Spánar að samþykkja náðunina og greina þarf frá henni opinberlega í opinberu dagblaði Spánar. Náðunin mun þó ekki breyta þeirri staðreynd að enginn mannanna mun nokkurn tíma geta boðið sig fram til opinberrar stöðu og eru þeir skilorðsbundnir í einhvern tíma. Brjóti þeir af sér innan þess tíma mun refsing bíða þeirra að nýju. „Með því að náða níu manns munu þeir ekki fela kúgunina sem þeir bita hundruð aðskilnaðarsinna enn þá,“ skrifaði Raül Romeva, fyrrverandi utanríkisráðherra Katalóníu og einn nímenninganna. „Við munum ekki hætta að berjast.“ Fjöldi stjórnarandstöðuflokka hefur lýst því yfir að þeir hyggist áfrýja náðununum. Isabel Díaz Ayuso, leiðtogi mið-hægriflokks Madríd, sagði eftir náðunina að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri niðurlæging fyrir Spán. „Það er fjarri því að þetta leiði til einhverrar samstöðu, þetta ýtir bara undir enn meiri aðskilnað.“
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Ætlar að veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru Forsætisráðherra Spánar hefur tilkynnt það að hann hyggist veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru í þessari viku. Níu leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar voru fangelsaðir fyrir að hafa boðað til sjálfstæðisbyltingar árið 2017. 21. júní 2021 13:46 Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21. maí 2021 14:49 Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Utanríkismálastjóri Katalóníuhéraðs segir yfirvöld á Spáni brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu var settur af með dómi hæstaréttar landsins í gær. 29. september 2020 18:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Ætlar að veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru Forsætisráðherra Spánar hefur tilkynnt það að hann hyggist veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru í þessari viku. Níu leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar voru fangelsaðir fyrir að hafa boðað til sjálfstæðisbyltingar árið 2017. 21. júní 2021 13:46
Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21. maí 2021 14:49
Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Utanríkismálastjóri Katalóníuhéraðs segir yfirvöld á Spáni brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu var settur af með dómi hæstaréttar landsins í gær. 29. september 2020 18:30