Möguleiki Þórs lítill en felst í hröðum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2021 13:31 CJ Burks, Deane Williams og félagar í Keflavík hafa unnið átján leiki í röð. vísir/Hulda Margrét Til að Þór Þ. eigi möguleika gegn Keflavík í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þarf liðið að eiga sinn besta leik og vonast til að Keflvíkingar spili undir pari. Þetta segir Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfara Hattar. Fyrsti leikur Keflavíkur og Þórs hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Domino's Körfuboltakvölds fyrir leikinn hefst klukkan 19:30. Það er engu logið að Keflvíkingar séu besta lið landsins um þessar mundir. Þeir unnu síðustu tólf leiki sína í Domino's deildinni og hafa unnið fyrstu sex leiki sína í úrslitakeppninni. Semsagt átján sigrar í röð. Síðasta tap Keflavíkur kom gegn Val á Hlíðarenda 12. febrúar. Þórsarar hafa komið mjög á óvart í vetur. Þeim var spáð falli en enduðu í 2. sæti Domino's deildarinnar og eru nú komnir í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2012. „Það sem Þórsurum hefur tekist ótrúlega vel er að fá liðin til að spila á þeim hraða sem hentar þeim. Þeir hafa náð að láta sína styrkleika skína í gegn en nú mæta þeir besta liðinu,“ sagði Einar Árni við Vísi. Keflvíkingar í sérflokki „Það hefur verið mikil umræða í allan vetur um að deildin sé sú jafnasta í lengri tíma, sem er rétt. Munurinn á milli liðanna í 2. og 12. sæti var rosalega lítill en það gleymist svolítið í umræðunni að Keflvíkingarnir eru þar fyrir utan.“ Í ljósi frábærs gengis Keflavíkur undanfarna mánuði er eðlilegt að spyrja hvort Þór eigi möguleika í úrslitaeinvíginu. „Lítinn en það er alltaf möguleiki. Menn sáu ekki endilega fyrir að þeir myndu fylgja eftir góðum árangri í deildakeppninni í úrslitakeppninni en þeir eru heldur betur búnir að sýna styrk sinn,“ sagði Einar Árni. Styrmir Snær Þrastarson spilaði vel í deildakeppninni en hefur verið enn betri í úrslitakeppninni.vísir/bára „Þórsarar þurfa ekki bara að hitta á toppleik, Keflvíkingar þurfa líka að vera frá sínu besta. Þeir eru það öflugir og maður hugsar hreinlega hvort þeir muni tapa leik.“ Þórsarar vilja spila hratt og Einar Árni býst ekki við að nein breyting verði þar á gegn Keflvíkingum. „Ég held það. Von þeirra liggur í því að þetta verði upp og niður. Það er kannski hægt að takmarka samspil Harðar [Axels Vilhjálmssonar] og [Dominykas] Milka, sem er öllum erfitt, með því að fara í einhvern djöfulgang upp og niður,“ sagði Einar Árni. Drungilas lykilmaður Keflvíkingar eru gríðarlega öflugir inni í teig þar sem þeir Milka og Deane Williams ráða ríkjum. Einar Árni segir að mikið muni mæða á eina eiginlega stóra manni Þórsara, Adomas Drungilas, í einvíginu. „Drungilas er x-faktor fyrir Þórsarana í þessu einvígi. Hann þarf að eiga frábært einvígi eftir að hafa stimplað sig út úr Stjörnueinvíginu með stæl,“ sagði Einar Árni en Drungilas tók 24 fráköst í oddaleiknum gegn Stjörnunni á laugardaginn. „Hann þarf að koma með aðra eins frammistöðu og halda í við Milka.“ Mjög sterkt fimm manna lið Einar Árni segir að ekki megi gleyma CJ Burks og Val Orra Valssyni þegar rætt er um burðarstólpana í liði Keflavíkur. „Styrkur Keflavíkur liggur í því að það er svo mikið einblínt á þríeykið og það hefur sýnt sig að þeir eru með tvo aðra feykilega öfluga leikmenn. Burks getur skorað og hans hæfileikar á því sviði eru meiri en margir halda. Hann á hrós skilið fyrir hógværð þegar kemur að því að taka til sín,“ sagði Einar Árni. Hörður Axel Vilhjálmsson hefur leikið sérlega vel fyrir Keflavík í vetur.vísir/Hulda Margrét „Svo er Valur frábær leikmaður sem hefur stigið upp þegar á hefur þurft að halda. Keflavík er með fimm leikmenn sem koma með mikið að borðinu. Þetta er ekki þannig að Þór þurfi að stoppa þennan eða hinn, eða tveggja manna leikinn milli Harðar og Milka, heldur þarf að stoppa mjög sterkt fimm manna lið,“ sagði Einar Árni og bætti við að varamenn Keflavíkur hafi einnig skilað sínu, spilað sterka vörn og sett niður skotin sín. Keflavík fór síðast í úrslit 2010 þegar liðið tapaði fyrir Snæfelli eftir oddaleik. Þór tapaði fyrir Grindavík í úrslitaeinvíginu 2012. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Fyrsti leikur Keflavíkur og Þórs hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Domino's Körfuboltakvölds fyrir leikinn hefst klukkan 19:30. Það er engu logið að Keflvíkingar séu besta lið landsins um þessar mundir. Þeir unnu síðustu tólf leiki sína í Domino's deildinni og hafa unnið fyrstu sex leiki sína í úrslitakeppninni. Semsagt átján sigrar í röð. Síðasta tap Keflavíkur kom gegn Val á Hlíðarenda 12. febrúar. Þórsarar hafa komið mjög á óvart í vetur. Þeim var spáð falli en enduðu í 2. sæti Domino's deildarinnar og eru nú komnir í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2012. „Það sem Þórsurum hefur tekist ótrúlega vel er að fá liðin til að spila á þeim hraða sem hentar þeim. Þeir hafa náð að láta sína styrkleika skína í gegn en nú mæta þeir besta liðinu,“ sagði Einar Árni við Vísi. Keflvíkingar í sérflokki „Það hefur verið mikil umræða í allan vetur um að deildin sé sú jafnasta í lengri tíma, sem er rétt. Munurinn á milli liðanna í 2. og 12. sæti var rosalega lítill en það gleymist svolítið í umræðunni að Keflvíkingarnir eru þar fyrir utan.“ Í ljósi frábærs gengis Keflavíkur undanfarna mánuði er eðlilegt að spyrja hvort Þór eigi möguleika í úrslitaeinvíginu. „Lítinn en það er alltaf möguleiki. Menn sáu ekki endilega fyrir að þeir myndu fylgja eftir góðum árangri í deildakeppninni í úrslitakeppninni en þeir eru heldur betur búnir að sýna styrk sinn,“ sagði Einar Árni. Styrmir Snær Þrastarson spilaði vel í deildakeppninni en hefur verið enn betri í úrslitakeppninni.vísir/bára „Þórsarar þurfa ekki bara að hitta á toppleik, Keflvíkingar þurfa líka að vera frá sínu besta. Þeir eru það öflugir og maður hugsar hreinlega hvort þeir muni tapa leik.“ Þórsarar vilja spila hratt og Einar Árni býst ekki við að nein breyting verði þar á gegn Keflvíkingum. „Ég held það. Von þeirra liggur í því að þetta verði upp og niður. Það er kannski hægt að takmarka samspil Harðar [Axels Vilhjálmssonar] og [Dominykas] Milka, sem er öllum erfitt, með því að fara í einhvern djöfulgang upp og niður,“ sagði Einar Árni. Drungilas lykilmaður Keflvíkingar eru gríðarlega öflugir inni í teig þar sem þeir Milka og Deane Williams ráða ríkjum. Einar Árni segir að mikið muni mæða á eina eiginlega stóra manni Þórsara, Adomas Drungilas, í einvíginu. „Drungilas er x-faktor fyrir Þórsarana í þessu einvígi. Hann þarf að eiga frábært einvígi eftir að hafa stimplað sig út úr Stjörnueinvíginu með stæl,“ sagði Einar Árni en Drungilas tók 24 fráköst í oddaleiknum gegn Stjörnunni á laugardaginn. „Hann þarf að koma með aðra eins frammistöðu og halda í við Milka.“ Mjög sterkt fimm manna lið Einar Árni segir að ekki megi gleyma CJ Burks og Val Orra Valssyni þegar rætt er um burðarstólpana í liði Keflavíkur. „Styrkur Keflavíkur liggur í því að það er svo mikið einblínt á þríeykið og það hefur sýnt sig að þeir eru með tvo aðra feykilega öfluga leikmenn. Burks getur skorað og hans hæfileikar á því sviði eru meiri en margir halda. Hann á hrós skilið fyrir hógværð þegar kemur að því að taka til sín,“ sagði Einar Árni. Hörður Axel Vilhjálmsson hefur leikið sérlega vel fyrir Keflavík í vetur.vísir/Hulda Margrét „Svo er Valur frábær leikmaður sem hefur stigið upp þegar á hefur þurft að halda. Keflavík er með fimm leikmenn sem koma með mikið að borðinu. Þetta er ekki þannig að Þór þurfi að stoppa þennan eða hinn, eða tveggja manna leikinn milli Harðar og Milka, heldur þarf að stoppa mjög sterkt fimm manna lið,“ sagði Einar Árni og bætti við að varamenn Keflavíkur hafi einnig skilað sínu, spilað sterka vörn og sett niður skotin sín. Keflavík fór síðast í úrslit 2010 þegar liðið tapaði fyrir Snæfelli eftir oddaleik. Þór tapaði fyrir Grindavík í úrslitaeinvíginu 2012. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira