NATO kvartar undan Kínverjum sem skjóta til baka á „lítil bandalög“ sem vilja ráða öllu Snorri Másson skrifar 14. júní 2021 12:52 Jens Stoltenberg er á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel, þar sem forsætis- og utanríkisráðherrar Íslands eru einnig staddir. Getty/Chip Somodevilla Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerði aukin umsvif Kínverja að umtalsefni við upphaf leiðtogafundar NATO í Brussel í dag. Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hafa undanfarið gengið hart fram gegn Kínverjum, síðast þegar þeir sömdu um að mynda sérstakt bandalag gegn uppbyggingu þeirra í þróunarríkjum. Þrátt fyrir þessa auknu spennu fullyrti Stoltenberg að hér færi ekki í hönd nýtt kalt stríð. „Kína er ekki andstæðingur okkar og ekki vinur okkar,“ sagði framkvæmdastjórinn. Engu að síðu telur Stoltenberg ástæðu til þess að ríki NATO séu samtaka í að takast á við uppgang Kína á veraldarvísu, enda feli það í sér áskoranir fyrir öryggi Vesturlandabúa. Stoltenberg gagnrýndi Kínverja meðal annars fyrir meðferð þeirra á persónuupplýsingum fengnum úr snjallsímum fólks, sem hann sagði notaðar til að hafa eftirlit með fólki. Kumpánlegur Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands á NATO-fundi.TCCB/Murat Cetinmuhurdar/Anadolu Agency í gegnum Getty Images Lítil ríkjabandalög ráða ekki lengur öllu Kínverjar hafa svarað árásum vestrænu leiðtoganna með því að saka þá um skrumskælingu staðreynda og haldlausar ásakanir í sinn garð. „Hættið að rægja Kína, hættið að skipta ykkur af okkar innlendu málefnum og hættið að skaða hagsmuni Kínverja,“ sagði talsmaður kínverska sendiráðsins í Lundúnum. Eftir að leiðtogar G7 ríkjanna tilkynntu um sitt sérstaka bandalag gegn Kína, sendi talsmaðurinn þeim pillu. „Sú tíð er löngu liðin að lítil ríkjabandalög hafi allar alþjóðlegar ákvarðanir í hendi sér,“ sagði talsmaðurinn. Kínverjar eru annað stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum. Á meðal G7-ríkjanna eru töluvert minni hagkerfi þótt stór séu, sem sagt Bretland, Þýskaland, Japan, Frakkland, Kanada og Ítalía auk Bandaríkjanna. Kína NATO Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54 G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hafa undanfarið gengið hart fram gegn Kínverjum, síðast þegar þeir sömdu um að mynda sérstakt bandalag gegn uppbyggingu þeirra í þróunarríkjum. Þrátt fyrir þessa auknu spennu fullyrti Stoltenberg að hér færi ekki í hönd nýtt kalt stríð. „Kína er ekki andstæðingur okkar og ekki vinur okkar,“ sagði framkvæmdastjórinn. Engu að síðu telur Stoltenberg ástæðu til þess að ríki NATO séu samtaka í að takast á við uppgang Kína á veraldarvísu, enda feli það í sér áskoranir fyrir öryggi Vesturlandabúa. Stoltenberg gagnrýndi Kínverja meðal annars fyrir meðferð þeirra á persónuupplýsingum fengnum úr snjallsímum fólks, sem hann sagði notaðar til að hafa eftirlit með fólki. Kumpánlegur Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands á NATO-fundi.TCCB/Murat Cetinmuhurdar/Anadolu Agency í gegnum Getty Images Lítil ríkjabandalög ráða ekki lengur öllu Kínverjar hafa svarað árásum vestrænu leiðtoganna með því að saka þá um skrumskælingu staðreynda og haldlausar ásakanir í sinn garð. „Hættið að rægja Kína, hættið að skipta ykkur af okkar innlendu málefnum og hættið að skaða hagsmuni Kínverja,“ sagði talsmaður kínverska sendiráðsins í Lundúnum. Eftir að leiðtogar G7 ríkjanna tilkynntu um sitt sérstaka bandalag gegn Kína, sendi talsmaðurinn þeim pillu. „Sú tíð er löngu liðin að lítil ríkjabandalög hafi allar alþjóðlegar ákvarðanir í hendi sér,“ sagði talsmaðurinn. Kínverjar eru annað stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum. Á meðal G7-ríkjanna eru töluvert minni hagkerfi þótt stór séu, sem sagt Bretland, Þýskaland, Japan, Frakkland, Kanada og Ítalía auk Bandaríkjanna.
Kína NATO Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54 G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54
G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03