Tækifærin í Brexit? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. júní 2021 11:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra var ekki lengi að stökkva til eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og lýsa því yfir að hún „skapi mikil sóknartækifæri fyrir Íslendinga“. Hann sagðist bjartsýnn á að tollar í vöruviðskiptum milli Íslands og Bretlands myndu lækka þegar endanlegur fríverslunarsamningur milli ríkjanna tæki gildi. Í kjölfarið var undirritað bráðabirgðasamkomulag um óbreytt ástand meðan á samningaviðræðum stæði. Samningaviðræður hafa staðið yfir síðan í september í fyrra. Ég viðurkenni að ég hef fylgst með framvindu þessa máls, forvitin um það hvernig ráðherra hygðist tryggja okkur betri samning en þann sem var í gildi á meðan að Bretland var hluti af Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur talað fjálglega um tvíhliða samninga og að Ísland geti náð betri samningum eitt og sér en í samfloti með öðrum Evrópuríkjum. Tímamótasamningur í höfn? Á föstudaginn dró svo til tíðinda. Samningur EFTA-ríkjanna við bresk stjórnvöld var í höfn. Samningur sem veitir gagnkvæman aðgang að mörkuðum þegar kemur að vöru- og þjónustuviðskiptum. Utanríkisráðherra, sem þá stóð í ströngu í prófkjörsbaráttu í Reykjavík, var ekki lengi að stíga fram og lýsa yfir að um tímamótasamning væri að ræða sem muni marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Stórt mál vissulega, sem ráðherra kaus að tilkynna í fjölmiðlum án aðkomu utanríkismálanefndar Alþingis eða samráðs við aðra hagsmunaaðila. Hagsmunir Íslendinga í utanríkismálum mega ekki hanga saman við það hvort ráðherra standi í mikilvægu prófkjöri eða ekki. Niðurstaðan: Vöruviðskipti þau sömu Hvað kemur í ljós þegar nýi samningurinn er rýndur? Hver er niðurstaðan og afrek utanríkisráðherra? Jú, í nýjum drögum að fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands er kveðið á um innflutning á 19 tonnum af hvers konar osti, samanborið við 19 tonn í bráðabirgðasamningi. 11 tonnum af osti með verndað afurðaheiti sem vísar til uppruna samanborið við 11 tonnum í bráðabirgðasamningi og 18,3 tonn af unnum kjötvörum, samanborið við 18,3 tonn í bráðabirgðasamningi. Sem sagt sama staða. En þá hlýtur tímamótsamningurinn að vera falinn í auknum útflutningstækifærum fyrir okkur Íslendinga. Skoðum málið. Jú, í samningnum er kveðið á um útflutning á 692 tonnum af lambakjöti, samanborið við 692 tonnum af lambakjöti í bráðabirgðasamningi, 329 tonnum af skyri samanborið við 329 tonnum af skyri og hvað varðar sjávarútveginn er ekkert kveðið á um fjölda tonna í samantekt um helstu þætti samningsins. En staðan virðist vera óbreytt miðað við stöðuna eins og hún var áður innan ESB. Ráðherra glataði tækifærinu Félag atvinnurekenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa gagnrýnt fríverslunarsamninginn harðlega. Þau telja að stjórnvöld hafi þarna farið á mis við tækifæri til að auka fríverslun við búvörur og sjávarútveg. Þess má geta að 60% af vöruflutningi Íslands til Bretlands eru sjávarafurðir. Tækifærin voru ekki gripin og verðmætin sem hefði verið hægt að sækja, verða ekki til. Svör ráðherra við gagnrýninni eru á þann veg að það séu ekki margir stjórnmálamenn sem hafi unnið jafn ötullega að aðgengi Íslendinga að erlendum mörkuðum og hann. Og að þetta hafi verið einmanaleg barátta til þessa. Það er ekki nema von, þar sem að hann virðist ekki hafa viljað eiga samráð eða samtal við hagsmunasamtök um þennan veigamikla samning. Einu hagsmunaaðilarnir sem virðast hafa fengið sæti við borð ráðherra voru Bændasamtökin. Ekki fulltrúar verslunarinnar, neytenda, sjávarútvegsins eða Samkeppniseftirlitið – hvað þá sjálft Alþingi Íslendinga. Nýtum fullveldið Allt tal utanríkisráðherra um tækifærin í Brexit standast ekki skoðun. Það sem hann hefur afrekað er að tryggja nákvæmlega sama ástand og ríkti áður en Bretland gekk úr Evrópusambandinu. Allt tal um að við sem fullvalda þjóð gætum náð betri samningum upp á eigin spýtur með tvíhliða samningum er því hjómið eitt. Þessi samningur var ágætis prófraun. En á endanum fengum við samning í gegnum samstarf okkar við EFTA-ríkin. Við eigum að nýta fullveldið okkar til að vera þjóð meðal þjóða og eiga sæti við borðið. Utanríkisráðherra segist hafa haft þennan samning sem forgangsmál í ráðherratíð sinni. Það er ekki að sjá að það hafi skilað einhverjum sérstökum árangri. Það var nefnilega þetta með tækifærin í Brexit. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Utanríkismál Brexit Bretland Skattar og tollar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra var ekki lengi að stökkva til eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og lýsa því yfir að hún „skapi mikil sóknartækifæri fyrir Íslendinga“. Hann sagðist bjartsýnn á að tollar í vöruviðskiptum milli Íslands og Bretlands myndu lækka þegar endanlegur fríverslunarsamningur milli ríkjanna tæki gildi. Í kjölfarið var undirritað bráðabirgðasamkomulag um óbreytt ástand meðan á samningaviðræðum stæði. Samningaviðræður hafa staðið yfir síðan í september í fyrra. Ég viðurkenni að ég hef fylgst með framvindu þessa máls, forvitin um það hvernig ráðherra hygðist tryggja okkur betri samning en þann sem var í gildi á meðan að Bretland var hluti af Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur talað fjálglega um tvíhliða samninga og að Ísland geti náð betri samningum eitt og sér en í samfloti með öðrum Evrópuríkjum. Tímamótasamningur í höfn? Á föstudaginn dró svo til tíðinda. Samningur EFTA-ríkjanna við bresk stjórnvöld var í höfn. Samningur sem veitir gagnkvæman aðgang að mörkuðum þegar kemur að vöru- og þjónustuviðskiptum. Utanríkisráðherra, sem þá stóð í ströngu í prófkjörsbaráttu í Reykjavík, var ekki lengi að stíga fram og lýsa yfir að um tímamótasamning væri að ræða sem muni marka þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Stórt mál vissulega, sem ráðherra kaus að tilkynna í fjölmiðlum án aðkomu utanríkismálanefndar Alþingis eða samráðs við aðra hagsmunaaðila. Hagsmunir Íslendinga í utanríkismálum mega ekki hanga saman við það hvort ráðherra standi í mikilvægu prófkjöri eða ekki. Niðurstaðan: Vöruviðskipti þau sömu Hvað kemur í ljós þegar nýi samningurinn er rýndur? Hver er niðurstaðan og afrek utanríkisráðherra? Jú, í nýjum drögum að fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands er kveðið á um innflutning á 19 tonnum af hvers konar osti, samanborið við 19 tonn í bráðabirgðasamningi. 11 tonnum af osti með verndað afurðaheiti sem vísar til uppruna samanborið við 11 tonnum í bráðabirgðasamningi og 18,3 tonn af unnum kjötvörum, samanborið við 18,3 tonn í bráðabirgðasamningi. Sem sagt sama staða. En þá hlýtur tímamótsamningurinn að vera falinn í auknum útflutningstækifærum fyrir okkur Íslendinga. Skoðum málið. Jú, í samningnum er kveðið á um útflutning á 692 tonnum af lambakjöti, samanborið við 692 tonnum af lambakjöti í bráðabirgðasamningi, 329 tonnum af skyri samanborið við 329 tonnum af skyri og hvað varðar sjávarútveginn er ekkert kveðið á um fjölda tonna í samantekt um helstu þætti samningsins. En staðan virðist vera óbreytt miðað við stöðuna eins og hún var áður innan ESB. Ráðherra glataði tækifærinu Félag atvinnurekenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa gagnrýnt fríverslunarsamninginn harðlega. Þau telja að stjórnvöld hafi þarna farið á mis við tækifæri til að auka fríverslun við búvörur og sjávarútveg. Þess má geta að 60% af vöruflutningi Íslands til Bretlands eru sjávarafurðir. Tækifærin voru ekki gripin og verðmætin sem hefði verið hægt að sækja, verða ekki til. Svör ráðherra við gagnrýninni eru á þann veg að það séu ekki margir stjórnmálamenn sem hafi unnið jafn ötullega að aðgengi Íslendinga að erlendum mörkuðum og hann. Og að þetta hafi verið einmanaleg barátta til þessa. Það er ekki nema von, þar sem að hann virðist ekki hafa viljað eiga samráð eða samtal við hagsmunasamtök um þennan veigamikla samning. Einu hagsmunaaðilarnir sem virðast hafa fengið sæti við borð ráðherra voru Bændasamtökin. Ekki fulltrúar verslunarinnar, neytenda, sjávarútvegsins eða Samkeppniseftirlitið – hvað þá sjálft Alþingi Íslendinga. Nýtum fullveldið Allt tal utanríkisráðherra um tækifærin í Brexit standast ekki skoðun. Það sem hann hefur afrekað er að tryggja nákvæmlega sama ástand og ríkti áður en Bretland gekk úr Evrópusambandinu. Allt tal um að við sem fullvalda þjóð gætum náð betri samningum upp á eigin spýtur með tvíhliða samningum er því hjómið eitt. Þessi samningur var ágætis prófraun. En á endanum fengum við samning í gegnum samstarf okkar við EFTA-ríkin. Við eigum að nýta fullveldið okkar til að vera þjóð meðal þjóða og eiga sæti við borðið. Utanríkisráðherra segist hafa haft þennan samning sem forgangsmál í ráðherratíð sinni. Það er ekki að sjá að það hafi skilað einhverjum sérstökum árangri. Það var nefnilega þetta með tækifærin í Brexit. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun