Faðir Aguero segir að Guardiola hafi grátið krókódílstárum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2021 09:00 Pep Guardiola gat ekki haldið aftur af tárunum þegar hann talað um Sergio Aguero eftir síðasta deildarleik Argentínumannsins fyrir Manchester City. EPA-EFE/Dave Thompson Pep Guardiola talaði vel um Sergio Aguero þegar markahæsti og sigursælasti leikmaður Manchester City kvaddi en það er að minnsta kosti einn úr fjölskyldu Aguero sem telur að Guardiola hafa bara verið að setja upp leiksýningu fyrir myndavélarnar. Sergio Aguero hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester City og mun spila fyrir Barcelona á næstu leiktíð. Síðustu mánuðir voru erfiðir fyrir Aguero sem var að glíma við meiðsli og svo við það að hann fékk ekki mikinn spilatíma hjá knattspyrnustjóranum Pep Guardiola. Hinn 33 ára gamli Argentínumaður rann út á samning í sumar og hefur nú samið við Barcelona á Spáni. Pep Guardiola grét þegar hann var að tala um Sergio Aguero eftir síðasta deildarleik framherjans. City hafði þá unnið 5-0 sigur á Everton og Aguero skoraði tvö mörk þrátt fyrir að hafa ekki komið inn á völlinn fyrr en á 65. mínútu. Sergio Aguero's dad has accused Pep Guardiola of crying fake tears over his son's Man City exit pic.twitter.com/0fjpsZOlBk— ESPN FC (@ESPNFC) June 3, 2021 Leonel del Castillo sá hins vegar ekki sönn tár renna hjá knattspyrnustjóranum og heldur því fram að að þetta hafi verið uppgerð hjá Pep og fölsk tár. Spænski stjórinn hafi aðeins verið að setja upp leiksýningu fyrir myndavélarnar. Leonel var spurður út í blaðamannafund Pep. „Ég trúi honum ekki. Nei, það geri ég ekki. Ég held að hann hafi aldrei vilja hann [Aguero],“ sagði Leonel del Castillo. Og voru þá tárin fyrir myndavélarnar? „Auðvitað. Hann vill vera stjarnan í öllum liðum sínum í stað leikmannanna,“ sagði Leonel Sergio Aguero's dad accuses Pep Guardiola of 'fake tears' in astonishing rant https://t.co/XoVo4yBbAK pic.twitter.com/ShV5XY3SJZ— Mirror Football (@MirrorFootball) June 3, 2021 „Þetta er ótrúlegt. Hann [Guardiola] segir að enginn geti komið í staðinn fyrir hann en hann er samt ekki með hann í liðinu. Svona er bara Guardiola sem er frábær þjálfari. Hann er alltaf að breyta um leikmenn og þú veist aldrei hvort þú ert að fara að byrja eða ekki,“ sagði Leonel. Það kom líka fram í spjallinu að Sergio Aguero vildi framlengja við Manchester City en að samningstilboðið hefði aldrei komið. Sergio Aguero skoraði 260 mörk í 390 leikjum með Manchester City þar af 184 mörk í 275 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Sergio Aguero hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester City og mun spila fyrir Barcelona á næstu leiktíð. Síðustu mánuðir voru erfiðir fyrir Aguero sem var að glíma við meiðsli og svo við það að hann fékk ekki mikinn spilatíma hjá knattspyrnustjóranum Pep Guardiola. Hinn 33 ára gamli Argentínumaður rann út á samning í sumar og hefur nú samið við Barcelona á Spáni. Pep Guardiola grét þegar hann var að tala um Sergio Aguero eftir síðasta deildarleik framherjans. City hafði þá unnið 5-0 sigur á Everton og Aguero skoraði tvö mörk þrátt fyrir að hafa ekki komið inn á völlinn fyrr en á 65. mínútu. Sergio Aguero's dad has accused Pep Guardiola of crying fake tears over his son's Man City exit pic.twitter.com/0fjpsZOlBk— ESPN FC (@ESPNFC) June 3, 2021 Leonel del Castillo sá hins vegar ekki sönn tár renna hjá knattspyrnustjóranum og heldur því fram að að þetta hafi verið uppgerð hjá Pep og fölsk tár. Spænski stjórinn hafi aðeins verið að setja upp leiksýningu fyrir myndavélarnar. Leonel var spurður út í blaðamannafund Pep. „Ég trúi honum ekki. Nei, það geri ég ekki. Ég held að hann hafi aldrei vilja hann [Aguero],“ sagði Leonel del Castillo. Og voru þá tárin fyrir myndavélarnar? „Auðvitað. Hann vill vera stjarnan í öllum liðum sínum í stað leikmannanna,“ sagði Leonel Sergio Aguero's dad accuses Pep Guardiola of 'fake tears' in astonishing rant https://t.co/XoVo4yBbAK pic.twitter.com/ShV5XY3SJZ— Mirror Football (@MirrorFootball) June 3, 2021 „Þetta er ótrúlegt. Hann [Guardiola] segir að enginn geti komið í staðinn fyrir hann en hann er samt ekki með hann í liðinu. Svona er bara Guardiola sem er frábær þjálfari. Hann er alltaf að breyta um leikmenn og þú veist aldrei hvort þú ert að fara að byrja eða ekki,“ sagði Leonel. Það kom líka fram í spjallinu að Sergio Aguero vildi framlengja við Manchester City en að samningstilboðið hefði aldrei komið. Sergio Aguero skoraði 260 mörk í 390 leikjum með Manchester City þar af 184 mörk í 275 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira