Sósíalistar þora að berjast fyrir menntun og heilbrigðisþjónustu án endurgjalds Andri Sigurðsson skrifar 2. júní 2021 08:01 Sósíalistar vilja samfélag byggt á félagslegum lausnum þar sem fólk þarf ekki að óttast að lenda í fátækt eða missa heimili sitt ef það missir vinnuna. Sósíalistar eru eini flokkurinn sem þorir að krefjast heilbrigðisþjónustu án endurgjalds, líkt og þekktist áður en hægrið innleiddi nýfrjálshyggjuna. Samfélags þar sem allir geta menntað sig og hlotið til þess styrki en ekki aðeins skuldir. Samfélags þar sem allir geta fengið aðgang að öruggu og ódýru húsnæði með byggingu 30 þúsund íbúða á tíu árum. Félagslegt húsnæðiskerfi byggt á sömu hugsjónum sem leiddu til uppbyggingar verkamannabústaðakerfisins sem hægrið lagði niður. Eldri kynslóðir muna eftir samfélagi þar sem fólk var ekki beðið um að borga fyrir að veikjast og fá krabbamein. Við áttum slíkt heilbrigðiskerfi áður en stjórnmálamenn fundu upp hugtakið "kostnaðarþátttaka sjúklinga". Á Íslandi kostar það kannski ekki milljarð að fá krabbamein eins og segir í lagi Hatara en það getur samt kostað milljónir og steypt fólki niður í fátækt. Bókstaflega. Það er hluti af þróun nýfrjálshyggjuáranna að einkavæða og markaðssvæða sífellt stærri hluta samfélagsins en það er grundvallaratriði að snúa af þeirri braut. Það er ekki bara nóg að hækka launin og hækka bætur og bæta sífellt meira spreki á eldinn heldur þarf að afmarkaðsvæða og almannavæða kerfin okkar og lækka þannig kostnað okkar af því að lifa. Við getum nefnilega byggt upp frábært heilbrigðiskerfi á Íslandi eins og þekkist víða í nágrannalöndum okkar. Kerfi sem styður við fólk en steypir því ekki í skuldir. Á nýlegum kosningafundi sósíalista steig fram maður sem hafði nýlega fengið þær fréttir að dóttir hans, sem bjó á Bretlandi, hafi greinst með krabbamein. Hann tjáði okkur sem vorum mætt að hans fyrsta hugsun hefði verið að fá dóttur sína heim en hún hafi þá sagt honum í símann að hún hefði ekki efni á að vera með krabbamein á Íslandi. Þetta var honum mikið áfall en hann sagði okkur svo að dóttir hans hafi ekki verið rukkuð um eina krónu vegna veikindanna. Hann sagði okkur að dóttir hans hefði að auki fengið félagsráðgjafa, sálfræðing, og fjármálaráðgjafa til að styðja sig í gegnum áfallið, fyrir utan allt hjúkrunarfólkið. Hvert erum við komin þegar fólk þakkar fyrir að börnin þeirra búi ekki á Íslandi? Komandi kosningar eiga nefnilega að snúast um þetta. Að almenningur taki völdin og endurheimti velferðarsamfélagið okkar úr klóm auðstéttarinnar, markaðshyggjunnar, og niðurskurðarstefnunnar. En til þess verður vinstrið að þora biðja um slíkt samfélag. Það er nóg komið af málamiðlunum við hægrið. Látum ekki almenning bíða eftir réttlætinu í fjögur ár í viðbót. Sósíalistar eru ekki í stjórnmálum til þess að eyða tíma kjósenda í vitleysu og munu ekki láta teyma sig inn í enn eina miðjumoðsstjórnina. Sameinumst um félagshyggjustjórn í haust og gefum nýfrjálshyggjunni og öfgum markaðshyggjunnar fingurinn. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sósíalistar vilja samfélag byggt á félagslegum lausnum þar sem fólk þarf ekki að óttast að lenda í fátækt eða missa heimili sitt ef það missir vinnuna. Sósíalistar eru eini flokkurinn sem þorir að krefjast heilbrigðisþjónustu án endurgjalds, líkt og þekktist áður en hægrið innleiddi nýfrjálshyggjuna. Samfélags þar sem allir geta menntað sig og hlotið til þess styrki en ekki aðeins skuldir. Samfélags þar sem allir geta fengið aðgang að öruggu og ódýru húsnæði með byggingu 30 þúsund íbúða á tíu árum. Félagslegt húsnæðiskerfi byggt á sömu hugsjónum sem leiddu til uppbyggingar verkamannabústaðakerfisins sem hægrið lagði niður. Eldri kynslóðir muna eftir samfélagi þar sem fólk var ekki beðið um að borga fyrir að veikjast og fá krabbamein. Við áttum slíkt heilbrigðiskerfi áður en stjórnmálamenn fundu upp hugtakið "kostnaðarþátttaka sjúklinga". Á Íslandi kostar það kannski ekki milljarð að fá krabbamein eins og segir í lagi Hatara en það getur samt kostað milljónir og steypt fólki niður í fátækt. Bókstaflega. Það er hluti af þróun nýfrjálshyggjuáranna að einkavæða og markaðssvæða sífellt stærri hluta samfélagsins en það er grundvallaratriði að snúa af þeirri braut. Það er ekki bara nóg að hækka launin og hækka bætur og bæta sífellt meira spreki á eldinn heldur þarf að afmarkaðsvæða og almannavæða kerfin okkar og lækka þannig kostnað okkar af því að lifa. Við getum nefnilega byggt upp frábært heilbrigðiskerfi á Íslandi eins og þekkist víða í nágrannalöndum okkar. Kerfi sem styður við fólk en steypir því ekki í skuldir. Á nýlegum kosningafundi sósíalista steig fram maður sem hafði nýlega fengið þær fréttir að dóttir hans, sem bjó á Bretlandi, hafi greinst með krabbamein. Hann tjáði okkur sem vorum mætt að hans fyrsta hugsun hefði verið að fá dóttur sína heim en hún hafi þá sagt honum í símann að hún hefði ekki efni á að vera með krabbamein á Íslandi. Þetta var honum mikið áfall en hann sagði okkur svo að dóttir hans hafi ekki verið rukkuð um eina krónu vegna veikindanna. Hann sagði okkur að dóttir hans hefði að auki fengið félagsráðgjafa, sálfræðing, og fjármálaráðgjafa til að styðja sig í gegnum áfallið, fyrir utan allt hjúkrunarfólkið. Hvert erum við komin þegar fólk þakkar fyrir að börnin þeirra búi ekki á Íslandi? Komandi kosningar eiga nefnilega að snúast um þetta. Að almenningur taki völdin og endurheimti velferðarsamfélagið okkar úr klóm auðstéttarinnar, markaðshyggjunnar, og niðurskurðarstefnunnar. En til þess verður vinstrið að þora biðja um slíkt samfélag. Það er nóg komið af málamiðlunum við hægrið. Látum ekki almenning bíða eftir réttlætinu í fjögur ár í viðbót. Sósíalistar eru ekki í stjórnmálum til þess að eyða tíma kjósenda í vitleysu og munu ekki láta teyma sig inn í enn eina miðjumoðsstjórnina. Sameinumst um félagshyggjustjórn í haust og gefum nýfrjálshyggjunni og öfgum markaðshyggjunnar fingurinn. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun