Það er meiriháttar mál að lenda upp á kant við þá Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 31. maí 2021 07:00 Óhætt er að segja að nýleg ummæli Seðlabankastjóra hafi vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Ekki vegna þess að þar væru sett fram sérstök ný sannindi heldur frekar vegna þess þunga sem því fylgir að Seðlabankastjóri staðfesti skilning og upplifun almennings. Seðlabankastjóri lýsti því í viðtali að hann teldi að Íslandi væri að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og bætti við að: „það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“. Og í þeirri umræðu sem nú á sér stað um aðgerðir Samherja og ítök stórútgerðarinnar koma þessi orð óneitanlega upp í huga, svo sem í umfjöllun um að hagsmunahópur sjái fyrir sér að reyna að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu. Staða fjölmiðla er spegill á stöðu lýðræðis í hverju samfélagi og hugmyndir stórfyrirtækis um að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu er þess vegna aðför að sjálfstæði fjölmiðla. Sú nálgun á ekkert skylt við tjáningarfrelsi heldur sýnir þess í stað hvernig hagsmunahópur vildi beita völdum sínum til að reyna að hafa óeðlileg áhrif í samfélaginu bakvið tjöldin. Að svipta þessar aðgerðir samhengi er hættulegt. Að gera lítið úr því sem þarna bjó að baki er varasamt. Samherji hefur nú réttilega beðist afsökunar, sem þörf var á. Harkan undirstrikar hins vegar skýrt hversu miklir hagsmunir eru í húfi. Þeir hagsmunir varða auðvitað nýtinguna á sjávarauðlindinni. Allir skilja að um það snýst málið. Meðal annars þess vegna er svo mikilvægt að setja grundvallarreglur um auðlindir í stjórnarskrá og um nýtingu á þeim. Með því er hægt að verja sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar til frambúðar. Nú liggur fyrir frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tillaga forsætisráðherra fer hins vegar gegn því markmiði að verja auðlindina með þeim hætti sem þjóðin hefur kallað eftir. Í frumvarpi forsætisráðherra er talað um þjóðareign en án þess að gefa því orði raunverulegt inntak. Til að gefa orðinu þjóðareign raunverulega þýðingu þarf að tryggja í ákvæðinu að nýting á sameiginlegri auðlind sé gerð með tímabundnum samningum og að fram komi að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Með því verjum við sjávarauðlindina þannig að ekki skiptir máli hverjir eru við völd í landinu, því löggjafinn verður bundinn af þessari meginreglu. Almannahagsmunir væru varðir á þann hátt að ekki myndi skipta máli hvaða stjórnmálaflokkar væru við völd, löggjafinn hefði ekki heimild til að fara gegn skýru stjórnarskrárákvæði um að réttur til að nýta sameiginlega auðlind væri alltaf tímabundinn. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra mun það leiða til þess að áfram verður staðan óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Í þessu samhengi verður að skoða það auðlindaákvæði sem Katrín Jakobsdóttir leggur til. Hin aðkallandi pólitíska spurning er þess vegna hvers vegna tækifærið til að verja almannahagsmunina er ekki betur nýtt í tillögu forsætisráðherra. Önnur grundvallarspurning er um leið: Í þágu hverra er þetta auðlindaákvæði? Höfundur er alþingismaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að nýleg ummæli Seðlabankastjóra hafi vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Ekki vegna þess að þar væru sett fram sérstök ný sannindi heldur frekar vegna þess þunga sem því fylgir að Seðlabankastjóri staðfesti skilning og upplifun almennings. Seðlabankastjóri lýsti því í viðtali að hann teldi að Íslandi væri að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og bætti við að: „það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“. Og í þeirri umræðu sem nú á sér stað um aðgerðir Samherja og ítök stórútgerðarinnar koma þessi orð óneitanlega upp í huga, svo sem í umfjöllun um að hagsmunahópur sjái fyrir sér að reyna að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu. Staða fjölmiðla er spegill á stöðu lýðræðis í hverju samfélagi og hugmyndir stórfyrirtækis um að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu er þess vegna aðför að sjálfstæði fjölmiðla. Sú nálgun á ekkert skylt við tjáningarfrelsi heldur sýnir þess í stað hvernig hagsmunahópur vildi beita völdum sínum til að reyna að hafa óeðlileg áhrif í samfélaginu bakvið tjöldin. Að svipta þessar aðgerðir samhengi er hættulegt. Að gera lítið úr því sem þarna bjó að baki er varasamt. Samherji hefur nú réttilega beðist afsökunar, sem þörf var á. Harkan undirstrikar hins vegar skýrt hversu miklir hagsmunir eru í húfi. Þeir hagsmunir varða auðvitað nýtinguna á sjávarauðlindinni. Allir skilja að um það snýst málið. Meðal annars þess vegna er svo mikilvægt að setja grundvallarreglur um auðlindir í stjórnarskrá og um nýtingu á þeim. Með því er hægt að verja sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar til frambúðar. Nú liggur fyrir frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tillaga forsætisráðherra fer hins vegar gegn því markmiði að verja auðlindina með þeim hætti sem þjóðin hefur kallað eftir. Í frumvarpi forsætisráðherra er talað um þjóðareign en án þess að gefa því orði raunverulegt inntak. Til að gefa orðinu þjóðareign raunverulega þýðingu þarf að tryggja í ákvæðinu að nýting á sameiginlegri auðlind sé gerð með tímabundnum samningum og að fram komi að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Með því verjum við sjávarauðlindina þannig að ekki skiptir máli hverjir eru við völd í landinu, því löggjafinn verður bundinn af þessari meginreglu. Almannahagsmunir væru varðir á þann hátt að ekki myndi skipta máli hvaða stjórnmálaflokkar væru við völd, löggjafinn hefði ekki heimild til að fara gegn skýru stjórnarskrárákvæði um að réttur til að nýta sameiginlega auðlind væri alltaf tímabundinn. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra mun það leiða til þess að áfram verður staðan óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Í þessu samhengi verður að skoða það auðlindaákvæði sem Katrín Jakobsdóttir leggur til. Hin aðkallandi pólitíska spurning er þess vegna hvers vegna tækifærið til að verja almannahagsmunina er ekki betur nýtt í tillögu forsætisráðherra. Önnur grundvallarspurning er um leið: Í þágu hverra er þetta auðlindaákvæði? Höfundur er alþingismaður Viðreisnar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun