Hrund, ertu ekkert að deita? Hrund Snorradóttir skrifar 28. maí 2021 07:31 Hrund, ertu ekkert að deita? Langar þig ekkert í mann? Eru spurningar sem ég fæ reglulega frá fólki. Já ég er í alvöru spurð þessarar spurningar bara svona almennt. Svarið er eiginlega nei. Mér finnst bara fínt að búa ein og þurfa ekki að taka tillit til neins nema sjálfrar mín og barnsins. Nema, stundum er svarið Jú það væri kanski fínt. Það kemur sérstaklega um mánaðarmót þegar ég stend frammi fyrir því að borga reikninga. Það er nefnilega þannig að einstæðir foreldrar þurfa á einum tekjum að standa sama straum af kostnaði lífsins eins og fólk í sambúð og hjónaböndum. Það er leiga/afborganir, hiti og rafmagn, skólamáltíðir, frístund, tómstundir, sími/internet/sjónvarp, matur, fatnaður, klipping, bíll, og svo framvegis. Við búum í samfélagi sem gerir ráð fyrir að fjölskyldu eining innihaldi tvær innkomur og helst eignir. Leigjendur hafa ekkert um leiguverð að segja þrátt fyrir hækkun á húsnæðismarkaði með tilheyrandi hækkun á leigu. Það að greiðslumat á kaupum á íbúðum taki tillit til tekna fólks skilar sér alls ekki til fólks á leigumarkaði. Þannig að fólk sem greiðir 200 þús í leigu á mánuði fengi aldrei greiðslumat fyrir íbúða kaupum sem fela í sér afborganir upp á 200 þús á mánuði. Það gefur auga leið að einstætt foreldri á leigumarkaði getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð þar sem lungað úr tekjunum fara í leigu. Staðan eins og hún er núna þá eru leigjendur að borga upp íbúðir fyrir eigendur og festast þar af leiðandi gjarnan í fátæktargildru. Það að það komi inn barnabætur 4 sinnum á ári er bara til þess að moka flórinn á milli þeirra mánaða sem engar eru barnabæturnar. Matarkostnaður hækkar, leiga hækkar og leigjendur hafa ekkert um sína stöðu að segja. 50 fm íbúð í Rvk í dag fer á 200-230 þús í dag á leigumarkaði. Sama fólk og myndi aldrei komast í gegnum greiðslumat fyrir sömu afborganir á mánuði, Er það ekki eitthvað skakkt? Í flestum tilfellum er það þannig að fólk er að fjárfesta, festa pening í þessum eignum sem segir manni það að útborgunin í fasteignina er þannig að þú ert aldrei að borga 200 þús af eigninni á mánuði. Sem þýðir það að leigjendur eru að borga upp eignir fólks. Afhverju er ekki hægt að setja þak á þessa leigu? Afhverju er ekki hægt að setja þá reglu að leigjendur borgi aldrei meira en kanski 80% af þessum afborgunum? Alveg eins og einstæðir foreldrar fá barnabætur, fá þessir eigendur vaxtabætur. Það myndi strax létta róðurinn á leigjendum og meiri líkur á að þeir geti staðið í skilum. Þar er mögulega kominn grundvöllur fyrir því að einstæðir foreldrar á leigumarkaði gætu mögulega safnað sér fyrir útborgun í íbúð, hafi þeir áhuga á því, nú eða bara lifað mannsæmadi lífi. Fjölskyldur á Íslandi eru að breytast. Fólk velur það í meira mæli að vera eitt umfram að vera óhamingjusamt og sumir hafa ekki einu sinni það val. Afhverju að gera lífið erfiðara fyrir þennan hóp? Málefni einstæðra foreldra hefur löngum farið inn um annað og út um hitt. En það eru að koma kosningar og ég hef mikinn áhuga á að sjá hvaða flokkar láta þetta málefni sig skipta. Þannig að svarið við spurningunni í byrjun þessarar greinar er: Jú mig langar alveg í mann. Mig langar að þurfa ekki að telja krónur og aura. Að þurfa ekki að brjóta upp sparibauk sonarins sem safnar fyrir playstation, að þurfa ekki að kvíða þeim mánuðum sem engar eru barnabæturnar. Það eru að koma kosningar. Ég skora á stjórnmálaflokkana í landinu að taka fyrir málefni einstæðra foreldra. Höfundur er einstætt foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2021 Leigumarkaður Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Hrund, ertu ekkert að deita? Langar þig ekkert í mann? Eru spurningar sem ég fæ reglulega frá fólki. Já ég er í alvöru spurð þessarar spurningar bara svona almennt. Svarið er eiginlega nei. Mér finnst bara fínt að búa ein og þurfa ekki að taka tillit til neins nema sjálfrar mín og barnsins. Nema, stundum er svarið Jú það væri kanski fínt. Það kemur sérstaklega um mánaðarmót þegar ég stend frammi fyrir því að borga reikninga. Það er nefnilega þannig að einstæðir foreldrar þurfa á einum tekjum að standa sama straum af kostnaði lífsins eins og fólk í sambúð og hjónaböndum. Það er leiga/afborganir, hiti og rafmagn, skólamáltíðir, frístund, tómstundir, sími/internet/sjónvarp, matur, fatnaður, klipping, bíll, og svo framvegis. Við búum í samfélagi sem gerir ráð fyrir að fjölskyldu eining innihaldi tvær innkomur og helst eignir. Leigjendur hafa ekkert um leiguverð að segja þrátt fyrir hækkun á húsnæðismarkaði með tilheyrandi hækkun á leigu. Það að greiðslumat á kaupum á íbúðum taki tillit til tekna fólks skilar sér alls ekki til fólks á leigumarkaði. Þannig að fólk sem greiðir 200 þús í leigu á mánuði fengi aldrei greiðslumat fyrir íbúða kaupum sem fela í sér afborganir upp á 200 þús á mánuði. Það gefur auga leið að einstætt foreldri á leigumarkaði getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð þar sem lungað úr tekjunum fara í leigu. Staðan eins og hún er núna þá eru leigjendur að borga upp íbúðir fyrir eigendur og festast þar af leiðandi gjarnan í fátæktargildru. Það að það komi inn barnabætur 4 sinnum á ári er bara til þess að moka flórinn á milli þeirra mánaða sem engar eru barnabæturnar. Matarkostnaður hækkar, leiga hækkar og leigjendur hafa ekkert um sína stöðu að segja. 50 fm íbúð í Rvk í dag fer á 200-230 þús í dag á leigumarkaði. Sama fólk og myndi aldrei komast í gegnum greiðslumat fyrir sömu afborganir á mánuði, Er það ekki eitthvað skakkt? Í flestum tilfellum er það þannig að fólk er að fjárfesta, festa pening í þessum eignum sem segir manni það að útborgunin í fasteignina er þannig að þú ert aldrei að borga 200 þús af eigninni á mánuði. Sem þýðir það að leigjendur eru að borga upp eignir fólks. Afhverju er ekki hægt að setja þak á þessa leigu? Afhverju er ekki hægt að setja þá reglu að leigjendur borgi aldrei meira en kanski 80% af þessum afborgunum? Alveg eins og einstæðir foreldrar fá barnabætur, fá þessir eigendur vaxtabætur. Það myndi strax létta róðurinn á leigjendum og meiri líkur á að þeir geti staðið í skilum. Þar er mögulega kominn grundvöllur fyrir því að einstæðir foreldrar á leigumarkaði gætu mögulega safnað sér fyrir útborgun í íbúð, hafi þeir áhuga á því, nú eða bara lifað mannsæmadi lífi. Fjölskyldur á Íslandi eru að breytast. Fólk velur það í meira mæli að vera eitt umfram að vera óhamingjusamt og sumir hafa ekki einu sinni það val. Afhverju að gera lífið erfiðara fyrir þennan hóp? Málefni einstæðra foreldra hefur löngum farið inn um annað og út um hitt. En það eru að koma kosningar og ég hef mikinn áhuga á að sjá hvaða flokkar láta þetta málefni sig skipta. Þannig að svarið við spurningunni í byrjun þessarar greinar er: Jú mig langar alveg í mann. Mig langar að þurfa ekki að telja krónur og aura. Að þurfa ekki að brjóta upp sparibauk sonarins sem safnar fyrir playstation, að þurfa ekki að kvíða þeim mánuðum sem engar eru barnabæturnar. Það eru að koma kosningar. Ég skora á stjórnmálaflokkana í landinu að taka fyrir málefni einstæðra foreldra. Höfundur er einstætt foreldri.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun